Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 3

Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 3
EINING 3 I ÞJOÐLEIKHUSINU Talið frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gislason, form. Þjó&leikhússráSs, Ingrid drottning, Frederik kon- ungur, forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir, forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, og Guólangur Rósin- kranz, þjóSleikhússtjóri. burðir gerðust. Forseti íslands heimsótti Danakonung og drottningu fyrsta allra erlendra þjóðhöfðingja. Það er skrum- laust mál, að viðtökumar, sem hann fékk í Danmörku voru eklci einungis virðulegar og taktfast- ar, heldur og hjartanlegar bæði í konungsgarði og alls staðar annars staðar, bar sem leið hans lá um Danmörku. Nú þegar konungshjónin dönsku heimsækja oss, tökum við á móti þeim með hjartans alúð og innilegum fögnuði, eins og menn bezt fagna vinum sín- um — og viðtökurnar tákna einnig hug vor til allrar dönsku þjóðarinnar. Velkomin til íslands, Friðrik konungur og Ingiríður drottn- ing. Brynleifur Tobiasson. Tignir gestir Island brei'Sir faðminn fjalla fagnandi mót tignum gestum opnar sali hárra halla, himinn tjaldar litum beztum. Sjóli og drottning Dana gista dróttu landsins söguríka, hetjusagna, Ijóða, lista, — Ijúft er að heiðra gesti slíka. Finnið íslands hjartahlýju, handtak þétt og kveðjur góðar. Kœr oss verða kynnin nýju. Komið heil til frjálsrar þjóðar! Búið hjá oss bjarta daga, blessun landsins Guðs sé yfir þegar gerizt þjóðar saga þar, sem kœrleiksandinn lifir. Miklar tíðum dáðir drýgðu Danaveldis þjóðhöfðingjar, frcegð og menning vald sitt vígðu. Vaskar þeirra sveitir slyngar Norðurlanda hróður hófu hátt til vegs í sögu þjóða, inn í sagnir sigra ófu safnið dýrra hetjuljóða. Nú skal sögu nýrra tíða Norðurlanda þjóðir skrifa. Ei hins forna styrs og stríða, stefnan friðar hér skal lifa, vinaböndin traustu tengjast, tryggð og bróðurhugur ríkja. Svo skal dýrust saga lengjast. — Sólu fyrir nótt skal víkja. Komið heilir, göfgu gestir, Guðs á vegum allra ferða. Komið, góðra gesta beztir, gifturík mun förin verða. — Allur lýður, allar stéttir Islands biðu heilladagsins, yfir haf, er hátign réttir hönd til þjóða brceðralagsins. Sjái heimsins horskar þjóðir hcesti í norðri vita brenna, loga fagrar frelsisglóðir, fámenn ríki alheim kenna vegu friðar, frelsis, dáða, finna rétta lausn hvers vanda, láta góðvild gjörðum ráða, giftu tryggja þjóða og landa. PÉTUR SIGURÐSSON. Fagurt fordœmi Friðrik Danakonungur gaf fagurt for- dæmi í veizlum, er honum voru haldnar í Reykjavík, dagana 10—12. þ. m. Neytti konungur engra áfengra drykkja, og myndi íslenzka þjóðin fagna því, ef fyrirmenn hennar færu að þessu leyti framvegis að dæmi hins tigna gests hennar. Allir Góðtemplarar og aðrir hindindis- menn og bindindisvinir í landinu fagna hinu fagra fordæmi konungs og hylla hann einlæglega fyrir það. Bindindissýning í Hafnarfirði var opnuð 6. marz sl. og voru þar all- margir boðsgcstir. Sýninguna opnaði Páll Daníelsson, formaður áfengisvarnanefndar Hafnarfjarðar og lýsti nokkuð ferli hennar og tilgangi. Næstur talaöi Ólafur Þ. Krist- jánsson, skólastjóri Flensborgarskóla og skýrði sýninguna á mjög heppilegan hátt. Þar næst talaði Guðmundur Gissurarson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, jiakkaði forgöngumönnum sýningarinnar fyrir fram- kvæmdina, og lauk miklu lofsorði á starf góðtemplara í Hafnarfirði um 70 ára skeið, sem alls ekki yrði fullþakkað. Orð hans voru einnig þau, að vissulega ætti bindindis- lireyfingin í landinu sinn drjúga þátt í því, að við gætum nú talizt siðmenntuð þjóð. Bindindismenn mega vel una þessum vitnis- burði. — Sýninguna sóttu 1380. Frá SandgerSi Framhaldsfundur stúkunnar Dagrennings í Sandgerði var sunnudaginn 8. marz sl. og bættust þá við 9 stofnendur, en voru 20 á fyrra fundi. Aðkomugestir á fundinum voru: Gissur Pálsson, Þórður Steindórsson og Pétur Sigurðsson, úr Reykjavík, einnig Jón K. Jóhannsson, úr Hafnarfirði. Fund- urinn var hinn notalegasti.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.