Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 11

Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 11
EINING 11 Ungftemplarar í Sví- þjóð sóknharðir Samtök ungtemplara í Svíþjóð hafa aukið félagatölu sína um átta þúsundir á 16 mánuðum. Fjárhagsvelta þeirra var á árinu 1955 3—4 milljónir sænskra króna. 1950 var hún aðeins 15,000 kr. og hafði verið svipuð um áratugi, en 1952 komst fjárhagsveltan í eina milljón og hefur haldið áfram að stíga. I sambandi þessara ungtemplara eru 18,000 félaga og sambandið launar 12 starfsmenn allt árið. Peninga er aflað með margháttuðum happdrættum og svo eru allmiklar tekjur af sölu á ritum, ritföngum og bókum og ýmsu því er þarf til íþróttaiðkana, ferðalaga og frí- stundaiðju. Sambandið gefur 10— 20% afslátt á öllum þessum vörum og hagnýta félagarnir sér það. Nýlega hefur verið hafin og vel skipulögð mikil frístundaiðja í félögum sambandsins. Þessari ungu sveit er það ljóst, að kyrrstöðu- og afturhaldsandann verður að sigra. Þeir eru ekki ragir við að verzla og hafast ýmislegt að fram yfir arfteknar venjur. I ágústmánuði í haust verður sambandið 50 ára og er gert ráð fyrir að 3—4000 komi þá til hátíðar- hald^ins í Stokkhólmi. Samhliða þess- ari 8000 félaga fjölgun hafa verið stofn- uð 32 ný félög innan sambandsins. Hver er svo leyndardómurinn við félagafjölgunina? Það er gamla sagan: ,,Þeim gefst, sem hefur“. Þegar vöxtur og straumur er kominn í eitthvað, rífur straumurinn með sér það, sem hann nær til. Þróttmikil og fjörug starfsemi, glatt og gott félagslíf og skilningur á þörf og kröfu tímans, gefur allt hinn æskilega árangur. Foringi æskulýðssamtaka Svíanna er Sune Persson, sjálegur sveinn um eða innan við þrítugt. Æskumenn á íslandi eru tápmiklir og velgerðir unglingar og ættu að geta leikið eitthvað af þessu eftir Svíunum. Heimild: Folket. H2n mikilfeng- legasfta landkönnun Hún er þegar hafin, sú mesta land- könnun, er sögur fara af. I henni taka þátt hinir hæfustu vísindamenn 36 þjóða. Sænska blaðið Reformatorn skrif- ar um þetta og segir, að flutningurinn til suðurpólarsvæðisins sé þegar hafinn frá Bandaríkjunum, Englandi, Frakk- landi, Suðurafríku, Ástralíu, Chile, Argentínu, Nýja Sjálandi, Noregi og fleiri löndum. Sjálf könnunin hefst fyrir alvöru 1957. Ekki er það neitt smáræðis svæði, sem á að kanna. Stærðin er eins og öll Norður-Ameríka og Evrópa til samans. Þar eiga að vera stór svæði íslaus inn í landinu, heitir hverir og auð vötn. Hugsanlegt er, að þar séu mestu kola- lög heimsins og málmar munu einnig finnast þar. Þessar 36 þjóðir skipta svæðinu milli sín til könnunar, sumar þeirra hafa þegar stöðvar þar suðurfrá. Banda- ríkin leggja sennilega mest til leiðang- ursins, 10 þúsund menn, 50 farartæki, heilan flota flugvéla og neðansjávar- báta og svo alls konar bíla til flutnings og ferðalaga. Helftin af þessari miklu heimsálfu er hulin jökli, og sums staðar er hann 2000 metra þykkur. Þar eru mestu jöklar í heimi, einn þeirra t. d. 50,000 fermílur, stærri en öll Norður- lönd. Margt er mikilfenglegt í þessu Iíttkannaða landi: mestu jöklar heims- ins, mestu kolalög, mesta eldfjallasvæði heimsins. Tvö eldfjöllin, Terror (Skelf- ir) og Erebus (Helvíti?) gnæfa 4,300 metra yfir sjávarmál. Erebus gígurinn er kílómetri á vídd og 300 metra djúpur. Á svæðinu, sem kennt er við Maud drottningu, kannaði Byrd- leiðangurinn fjallgarð, sem er 250 enskar mílur á lengd og meðalhæð hans er 4000 metrar yfir sjávarmál. Árið 1947 flaug Byrd yfir þetta fjalllendi. Allur miðhluti þess var snjólaus og fjöllin rauðleit. Þar eiga að vera óhemju mikil kolalög. Þar eru vötn, og sums staðar eru þau heit. Hinar 36 þjóðir myndu ekki hafa efnt til þessarar risavöxnu landkönnunar á suðurpólarsvæðinu, ef ekki væri þegar vitað, að þar er mikil veröld alls konar undra. Itarlegar rannsóknir geta ef til vill leitt það í ljós, er breyti hinni viður- kenndu þróunarsögu jarðarinnar. Jörð- in mun geyma margt þar syðra, er vitna mun um sögu hennar. Fróðlegt verður að frétta á sínum tíma frá rannsóknum hins mesta landkönnunarleiðangurs, sem sögur fara af. Stofnuð ungmennastúka Það er ekki barnastúka, heldur ung- mennasíúka. Gœzlumaður unglingastarfs stórstúkunnar, Gisur Pálsson, stofnaði hana 20. marz sl. Hún fékk nafið Framii'öin, eins og móðurstúka hennar, undirstúkan, sem kom þessari unglingastúku á legg. í Ung- mennastúkuna Framtíðin gengu sex ungir félagar úr móðurstúkunni og eru þar til leiðbeiningar og styrktar, annars eru flestir stofnendur hinnar nýju stúku fermingar- börn séra Jakobs Jónssonar og hann er gæzlumaður hennar. Stofnendur á fyrsta fundi voru 41, en á frahaldstofnfundi bætt- ust við 10 og eru því alls 51. Á slíkum ungmennastúkum er bindindis- hreyfingu þjóðarinnar mest þörf. Þær eru milliliðurinn milli barnastúknanna og aðal- stúknanna (undirslúknanna), sem venjulega eru svo nefndar. Einmitt í slíkum undir- stúkum þyrftu nýliðar bindindisstarfsins að fá sína þjálfun og traustan undirbún- ing til þess að geta gengið fram í stóru skörðin, sem höggvast í raðir bindindis- manna, er hinir aldurhnignu, traustu og þreyttu falla frá, en þeir hafa nú kvatt hver af öðrum, og er þar mikils misst. Eining óskar þess, að hin nýstofnaða ung- mennastúka verði sigursæl og hvetjandi fyrirmynd til slíkrar félagsmyndunar víðar. „ASalritarar“ útvarpsins Þegar útvarpið segir frá vissum valda- mönnum, hvort sem þeir eru á Spáni, Baik- anskaga, við austanvert Miðjarðarhaf, í Rússlandi og víðar,, heita þeir allir hjá út- varpinu „aðalritarar“. Krustjeff er t. d. ávallt kallaður aðalrit- ari, nema kvöld það, er útvarpið sagði frá aðalfundi kommúnistaflokks Rússlands og ræðu, er Krustjeff flutti þá, kunni útvarpið víst ekki við að kalla hann, hvorki aðal- ritara né ritara, en nefndi hann réttilega framkvæmdastjóra flokksins. Sum dagblaðanna í Reykjavík hafa hvað eftir annað kallað Krustjeff foringja flokks- ins og 17. marz sl. kallar Tíminn hann eftirmann Stalíns, en Stalín var víst enginn ritari flokksins. Útvarpið virðist hafa tekið ástfóstri við þetta nýyrði sitt aðnlritari. Maðurinn, sem segir fréttir frá sameinuðu þjóðunurn, nefn- ir Dag Hammerskjold, og það réltilega, framkvæmdastjóra þeirra, en fyrir nokkru kallaði útvarpið hann„aðaZ-forstjóra“. Það gat í það skiptið ekki sætt sið við að kalla manninn aðeins forstióra, nei, eitthvað „aðal“ varð hann að vera. Tryggva Lie kallaði útvarpið öll embættisár hans „aðal- ritara“ Sameinuðu þjóðanna, en gafst þó upp á því að lokum. Þeir eru nokkuð sjállstæðir, sumir þarna í útvarpinu. Á styrjaldarárunum höfðu þeir alltaf þrenns konar framburð á Burma. Einn sagði Birma, annar Börma og þriðji Búrma. — Af þessu á þjóðin að læra. Rógtungur Menn herja á meindýr, mýs og rottur, á móra og vofur, á drauga og skoltur, en málgefnu nagdýrin upp sig þó yngja með eitruðum rógtungum margan þau stinga. P. S. „Ég hef svarið við altari Guðs, að heyja óaflátanlega stríð gegn öllu því, er þrælkar sálir manna“. Thomas Jefferson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.