Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 5
EINING
5
„Gegndi hún því með miklum
myndarskap og virðuleik. Reyndist
kona ágætlega starfhæf, nákvæm í
störfum, áhugasöm og starfsfús". Og
síðar í sömu afmælisgrein segir séra
Kristinn:
,,En þótt frú Þóranna hafi levst af
höndum mörg og merk störf í félagslíf-
inu og ávallt hlýtt kalli, hefur hún þó
ekki vanrækt heimili sitt. Hún ber hús-
freyjutitilinn með miklum heiðri. Heim-
ili þeirra hjónanna á Guðrúnargötu 8
er fagurt. Þar er gott að koma, því að
húsbændurnir kunna vel gestum að
fagna. Og vissulega er húsfreyjan sál
heimilislífsins. Með virðulegu fasi og
tíguleik í framkomu gengur hún um í
þessu ríki sínu, þar sem hver hlutur
stór og smár vitnar um glögga smekk-
vísi og fegurðarnæmi.
Og það ber fagurt vitni um gott
hjarta, hvílíka nærgætni, skilning og
hlýju hún sýndi tengdaföður sínum,
Sigurði Grímssyni, prentara, hinum
mæta manni og ágæta templara, síð-
ustu æviár hans“.
Slíkur er vitnisburður fyrrv. stór-
templars, sem fékk gott tækifæri til
þess að kynnast vel bæði starfsgetu,
starfsemi og heimili frú Þórönnu R.
Símonardóttur. Gift er hún Þorsteini J.
Sigurðssyni, kaupmanni. en ekki þarf að
kynna þessi hjón bindindismönnum
landsins. Það hefur starfsemi þeirra gert
um langt skeið og vegur það meira en
nokkur hrósyrði okkar hinna hér í blað-
inu. Þau unna bæði af alhug bindindis-
hugsjóninni og öðrum góðum málefn-
um og ljá þeim óspart starfskrafta sína
og það er bjart yfir samstarfi þeirra.
Öllum þessum þremur reglusystrum
árnar Eining allra heilla, biður þeim
blessunar og heimilum þeirra um kom-
andi ár, og þakkar dyggilega og vel
unnin störf.
Dómari einn í Sviss, Franz Eggar, segir, að
80% af öllum hjónaskilnuðum, sem hann
fjalli um, sé af völdum drykkjuskapar.
Stjórnarembættismaður einn í Arabíu
var dæmdur í 5 ára fangelsisvist og til þess
að þola 80 svipuhögg, og svo í útlegð síðar,
fyrir það eitl, að brjóta föstuhald, sem trú
þar í landi fyrirskipar. Ölflaska fannst í
bílnum hjá þessum cmbættismanni.
í Japan eru 50 milljónir fulltíða manna.
Helft þeirra bragðar aldrei neina áfenga
drykki. Svo hertnir skýrsla stjórnarinnar.
íbúar Ástralíu eru 7,000,000, þar af eru
70,000 ofdrykkjumenn. Tala áfengissjúkra
kvenna hefur tífaldast þar á níu árum.
Alerl.
Þórðiar Bjarnason
kaupmaður
andaðist 23. febr. sl. að heimili sínu
í Reykjavík. Hafði hann verið rúmfast-
ur nokkra hríð, enda var aldurinn orð-
inn hár. — Málhress var hann á afmæli
sínu 2. febr., en þann dag varð hann
hálfníræður. Upp frá því dró af honum
dag frá degi, þar til hann lézt réttum
þremur vikum síðar.
Fæddur var Þórður á einu glæsileg-
asta höfuðbóli landsins, Reykhólum, en
þar bjuggu foreldrar hans, Bjarni Þórð-
arson og Þórey Pálsdóttir, samfleytt 30
ár við einstaka rausn. Var þar oft um
50 manns í heimili á uppvaxtarárum
Þórðar. Eins og foreldrar Þórðar og
búskapurinn á Reykhólum var stórbrot-
inn, þannig var Þórður.
Ég heyrði einu sinni mann nokkurn
í Reykjavík í litlu broti býsnast yfir
gestrisni Þórðar og höfðingsskap, því að
þessi maður var nirfill. — Ég átti því
láni að fagna að vera stundum gestur
Þórðar og frú Hansínu og sá ég þá
fyrir mér, hvernig höfðingjar í þess orðs
beztu merkingu eru. Það var unun að
vera gestur þeirra. Svona voru ýmsir
þeir, er fengu uppeldi á höfuðbólunum
gömlu, þar sem voru 40 hurðir á jám-
um.
Þórður Bjarnason gekk í Iærða skól-
ann í Reykjavík, en hætti námi og gerð-
ist kaupsýslumaður. Var hann um hríð
verzlunarmaður og síðan bæði verzlun-
arstjóri og kaupmaður. Sex ár sat hann
í bæjarstjórn Reykjavíkur og marghátt-
aða félagsmálastarfsemi fékkst hann
við um ævina; kunni hann vel til þeirra
hluta og hafði mikla ánægju af þeim.
Þórðar Bjarnasonar getur í æviþátt-
um Thor Jensen mjög lofsamlega.
Það var 16. marz 1900, sem Þórður
gekk að eiga Hansínu Linnet úr Hafn-
arfirði, og var hjúskapur þeirra hinn
fegursti og giftusamlegasti. Voru þau
í hjónabandi nærfellt 56 ár. Varð þeim
margra efnilegra bama auðið.
Þórður Bjarnason gerðist templar
11. okt. 1903, tók umdæmisstúkustig
sama dag, stórstúkustig 10. jan. 1909,
hástúkustig 8. júní 1917 og trúnaðar-
stig 22. júní 1926. Hann gegndi em-
bættum í stórstúkunni á ámnum 1917
—1924. Sat hann í embætti stórgjald-
kera, stórkanzlara og stórkapeláns. Síð-
ar var hann kjörinn heiðursfélagi stór-
stúkunnar. Fjölda mörg ár var hann
formaður fjármálanefndar stórstúkunn-
ar. — Þórður var vel að sér um siða-
kerfi reglunnar, og skýrði hann það oft
á stórstúkuþingum.
Þegar Alþingi svifti regluna styrk úr
landssjóði, reyndist Þórður Bjarnason
henni haukur í horni. Lagði hann þá
fram úr eigin vasa stóra fjárupphæð,
ásamt öðmm reglu- og stúkubræðrum
í Verðandi nr. 9. Sýndi hann með því
tryggð sína við þennan félagsskap og
höfðingslund.
Það var ánægjulegt að vinna með
Þórði Bjarnasyni, og bar margt til þess.
Kona hans fylgdi honum ótrauð til allra
góðra verka.
Ég kom síðasta sinni til Þ. B. á af-
mælisdaginn hans síðasta hérna megin
grafarinnar. Umræðuefnið var reglan
og Reykhólar. Birtu brá á andlit öld-
ungsins, er ég ræddi við hann um þessi
hugþekku efni.
Hann var einn þeirra gæfusömu
manna, sem gaf gaum að stjörnunum,
en gleymdi því þó ekki, að hann gekk
á jörðinni. Með slíkum mönnum er gott
að vera.
Vér reglusystkin hans blessum minn-
ingu hins góða og göfuga höfðings-
mann.
B. T.
Frjáls áfengissala
og leynibrugg
Þegar ástandið var sem allra verst í
Bandaríkjunum á bannárunum, voru gerð
upptæk 22,000 til 25,000 ólögleg bruggunar-
tæki árlega. Allt skyldi þetta hverfa, sögðu
andbanningar, ef bannlögin yrðu afnumin.
Hver liefur þá orðið raunin?
Varaformaður bruggarasambands Banda-
ríkjanna (National Distillers Products Corp-
oration) segir að nú séu gerð upptæk 20,
000 leynibruggunartæki árlega og vantar
þá ekki mikið á hið versta á bannárunum.
Nú er þó frjáls áfengissala í landinu, nema
þar sem eru héraðabönn. Þessi sami maður,
R. E. Joyce, varaformaður samtaka áfengis-
framleiðenda, telur að frainleiðsla leyni-
bruggaranna sé nú 60,000,000 gallóna á ári,
það nálgast 240,000,000 lítra, og er talið vera
einn þriðji liinnar löglegu áfengissölu.
Verður þá hin frjálsa sala umfram allt hið
leynilega, eins og þaö var allra verst á
bannárunum, og verður ástandið því mörg-
um, mörgum sinnum verra, en bið bezta á
bannárunum.