Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 7
EINING
7
Margir þeirra manna, sem bezt skrifuðu og töluðu um á-
fengisbannið, voru meðal beztu fjármálamanna þjóðarinnar,
og áhrifamenn í menningarmálum, viðskiptum og almennu
félagslífi. á þessum árum sagði borgarstjórinn í Chicago,
Carter Harrisson: ,,Ef knæpunum verður lokað, hvar á þá
lögreglan að finna afbrotamenn og glæpamenn?" Þar var
dvalarstaður slíkra manna og gróðrarreitur glæpamennsk-
unnar. Slíkt var ekki launungarmál.
Rannsóknanefnd í Minnisótaríkinu komst að því, að
bruggararnir áttu 712 af 814 áfengisknæpum í St. Paul og
Minneapolis. Þeir áttu einnig 428 byggingar, sem húsuðu
knæpurnar.
Af 7,080 vínveitingastöðum í Chicago höfðu 3,022 svefn-
herbergi handa viðskiptamönnum sínum, slíkt gat verið þægi-
legt á margan hátt. 633 knæpur höfðu samhliða kaffi- og
matsölu, og þannig voru aðrar knæpur hundruðum og þús-
undum saman, er buðu upp á alls konar þægindi til þess að
örfa viðskiptin, til dæmis höfðu 2,240 knæpur rafmagns-
píanó og ýmislegt annað til skemmtunar. Bruggararnir stjórn-
uðu, 4952 knæpum, eða 70 af hundraði þeirra, er höfðu
söluleyfi, og þeir áttu 2232. I Chicago var knæpa fyrir hvern
351 íbúa. Þannig var það áður en bannlögin komu til sög-
unnar. Engan þurfti því að undra, þótt almenningsálitið og
löggjöf landssins risi gegn áfengisknæpunni og öllum hennar
ógeðslegu fylgjum.
Leynilögregluþjónnn í Chicago, J. N. Flynn, sagði: „Hvert
sinn, er ég kæri leynivínsala og hann kemur fyrir rétt, verð
ég þess var, að þar er og kominn þjónn bruggaranna, sem
hefur í hótunum um pólitískar aðgerðir, ef ekki sé tekið tillit
til málaflutnings hans“.
Arið 1916 voru bornar fram rúmar hundrað kærur á hend-
ur 72 bruggarafyrirtækjum og bruggarasambandinu sjálfu
fyrir samsæri til þess að brjóta og hafa að engu þau lög
landsins, er sett voru gegn alls konar spillingu (federal cor-
rupt practices act.) I yfirrétti í Pittsburg var það sann-
að, að bruggarafyrirtækin höfðu lagt fram hálfa fjórðu mill-
jón dollara til þess að tryggja samstarf og samábyrgð þess-
ara fyrirtækja og pólitískra flokka. (Then and Now, bls. 13).
Árið 1919 kaus öldungadeild Bandaríkjaþings nefnd lög-
fróðra manna til þess að rannsaka ýmislegt viðvíkjandi
bruggarafyrirtækjunum. Að loknu starfi lagði nefnd þessi
fram skýrslu í 13 liðum, þar sem sannaðar voru alls konar
svívirðingar á hendur bruggarasambandinu og félögum þess,
þar á meðal, að miklar fjárupphæðir höfðu verið greiddar
til þess að geta stjórnað leynilega ýmsum fréttablöðum og
tímaritum. Að bruggararnir höfðu varið geysimiklu fé (enor-
mous sums) til pólitískrar starfsemi, er gengið hafði út á
það að fótumtroða bæði lög hinna einstöku ríkja og einnig
lög samveldisins. Að þeir (bruggararnir) hefðu með fjár-
magni sínu haft mikil áhrif á undirbúning kosninga og kosn-
ingamar sjálfar, og kejqjt þannig bæði almenningsálit og
fylgi blaða og útgefenda. Að þeir höfðu stofnað sín eigin
pólitísku samtök í ríkjunum, lagt fé til samtökum, er að
ýmsu leyti voru fjandsamleg þjóðinni, erlend að miklu leyti.
Þannig er hann allur þessi ákærulisti, en hann er birtur orð-
réttur á blaðsíðum 14 og 15 í umræddri bók.
Listi þessi endar á þeim lið, er greinir frá sönnunum, sem
nefndin fékk fyrir því, að um langt árabil hafi ríkt samkomu-
lag milli ölgerða og áfengisgerða um það, hve miklu fé hver
aðilinn skyldi verja til pólitískra átaka þeim í hag.
Það var peningavaldinu — áfengisauðmagni og auðmagni
þeirra ríkismanna, sem vildu ólmir létta af sér sköttum — sem
fyrst og fremst var beitt, og beitt mjög svívirðilega til þess
að efla spillingu, kenna svo bannlögur.um um hana og eyði-
leggja þannig bannlögin á allan hátt. Þetta er mjög ljót saga
og hin svartasta glæpamennska. Um það eru til fjölmargar
og óhrekjandi sannanir.
Allt var gert til þess að blekkja almenning og ófrægja
bannlögin. Til dæmis var reynt að halda því fram, að þeim
hefði verið komið á þegar búið var að senda fjölda hermanna
úr Iandi. Sannleikurinn var þó sá, að til þingsins, er sam-
^JJin lieiíaaci aíóJ..
,,Um tvennt bið ég þig, synja mér þess eigi,
áður en ég dey:
Lát fals og lygaorð vera fjarri mér; gef mér
hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deilda
verð“.
•
Þessi er hin viturlega bæn höfundar orðskvið-
anna. Fyrst af öllu þetta, að geta verið sannur
maður, gersamlega falslaus og sannorður. Hann
veit, að „lygavarir eru Guði andstyggð, en þeir,
sem sannleika iðka, eru yndi hans“.
Engum manni getur liðið vel, nema hann hafi
hreina og góða samvizku, en góða samvizku getur
enginn haft, sem segir ósatt og fer með fals og
blekkingar. Aðeins hreint líf veitir fullkomna sálar-
ró, en það er himnaríkið hið innra með manninum.
Þessi vitri biðjandi biður einnig um, að hann sé
leiddur hinn gullna meðalveg, veg hófsins í öllu,
að hann þurfi ekki að búa við niðurlægjandi og
mannskemmandi fátækt, en sé forðað frá auðæfun-
um, sem oftast reynast mönnum enn hættulegri en
skortur og fátækt.
Enginn dregur í efa, að heimurinn sé sýktur af
óheilindum. Einnig okkar þjóð, hér á landi, er
sýkt af óheilindum. Bæn hennar þarf því að vera
þessi: Lát fals og lygaorð vera fjarri mér.
Nútíminn er í kröfugöngu. Ásælni hertekur
menn. Þeir þurfa því að biðja: Gef mér hvorki fá-
tækt né auðæfi, en veit mér minn deilda verð. —
Kennum æskumönnum þessar bænir.
i
þykkti bannlögin, var kosið árið 1916, löngu áður en her-
mennirnir voru sendir úr landinu, því að það var ekki fyrr en
árið á eftir, og 26 ríkin höfðu samþykkt lögin áður en þessir
hermenn fóru úr landi.
Það var hvorki hálfvelgja né lítill meirihluti kjósenda, sem
upprunalega kom á bannlögunum í Bandaríkjunum. I full-
trúadeild þingsins voru atkvæðin 281 með bannlögunum, en
128 á móti. I öldungadeildinni voru 65 með og 20 á móti.
Á aðeins 13 mánuðum voru lögin staðfest í 46 af 48 ríkjun-
um. I löggjafarþingum hinna einstöku ríkja var atkvæða-
greiðslan þannig, að með banninu voru 84 af hundraði í öld-
ungadeildunum og 79 af hundraði í fulltrúadeildunum. Þann-
ig var heildarútkoman. Slíkt fylgi hefði ekki fengizt, ef þjóð-
inni hefði ekki verið ljóst, hvílíkur ægilegur bölvaldur áfeng-
issalan var, og ekki sízt knæpumar með allri þeirra marg-
þættu siðspillingu. — Hvað tók svo við?
Þurri áratugurinn.
I bókinni Then and Now, bls. 17, segir: Áratugurinn 1920
—1930, þegar bannlög giltu í öllu landinu, hefur oft verið
nefndur „The roaring Twenties“. Hvemig eigum við að
þýða þetta? — Gosáratugurinn? Og hvað var það sem gaus
upp? Velgegni, framveltandi velgegni — „roaring pros-
perity“, er lífskjör allrar þióðarinnar komust á nýtt og hærra
stig. Peningar, sem áður höfðu farið til áfengiskaupa, sem
ollu atvinnutjóni, heimilisböli, eymd og óteljandi vandræð-
um, fór nú til nytsamlegra kaupa, milljónum heimila til
mikillar blessunar.
Margsinnis var því haldið fram, að drykkjuskapur þjóðar-
innar væri engu minni á bannárunum en áður. Staðreyndin
var þessi. Árin fyrir bannið var áfengisneyzla þjóðarinnar