Eining - 01.06.1956, Page 2

Eining - 01.06.1956, Page 2
2 EINING SkrúSgangan. Fundir setja aðalsvipinn á vetrarstarfið, en ferðalög og námskeið á sumarstarf- ið. Börnin eru látin starfa sem mest. Þau inna af höndum fjölbreytt starf á hverjum fundi, sem öll miða að aukn- um þroska þeirra. Gæzlumenn fórna miklum tíma vegna þessa starfs, sumir ævilangt. Margir foreldrar viðurkenna að verðleikum störf barnastúknanna og vilja láta börn sín starfa þar, enda eru þær hinn bezti skóli á margan hátt. Duglegir starfsmenn barnastúknanna hafa oft valizt til forystu í öðrum félög- um, síðar á ævinni, ekki sízt vegna þjálfunar og kunnáttu á sviði fundar- starfa og félagsmála. — Auk venjulegra fundarstarfa gera börnin sitt hvað sér til skemmtunar á hverjum fundi. Sögur eru lesnar og sagðar, hljómlist æfð, sjónleikir sýndir o. fl. o. fl., svo eitthvað sé nefnt. Gæzlu- menn og aðrir fullorðnir templarar sjá oft um fræðslu og skemmtiatriði. — Jólaskemmtanir heldur hver barna- stúka árlega. Stúkur í fjarlægum lands- hlutum skrifast á og kynnast á þann hátt. Hátíðisdagur unglingareglunnar er nú haldinn í febrúar ár hvert. Margar barnastúkur eiga aðgang að kvikmynda- og skuggamyndavélum, svo og segul- bandstækjum, sem allt eykur fjöl- breyttni í félagsstarfinu. Margar barna- stúkur hafa fyrr og síðar fengizt dálítið við ræktunarstörf, bæði garðrækt og trjárækt. Síðan 1948 hafa ungtemplar- ar í Reykjavík haldið námskeið að Jaðri fyrir börn og unglinga, svo sem frá hefur verið skýrt í blöðum og útvarpi. Þar læra börnin gróðursetningu og hirð- ing plantna, ýmsa innivinnu, leiki o. fl. Námskeið þessi hafa verið vinsæl og vel sótt. Síðastl. sumar sóttu nær 300 börn námskeið þessi. Svipuð starfsemi er fyrirhuguð að Jaðri nú í sumar. For- stöðumaður verður hinn sami, Ólafur H. Árnason, skólastjóri í Stykkishólmi. Á leiksviSinu í Austurbæjarbió. voru 30. Fyrsti æðsti templar stúkunn- ar var Friðrik Hallgrímsson, síðar dóm- prófastur, þá 13 ára gamall, en fyrsti gæzlumaðurinn var Björn Pálsson. Æskan er fyrsta barnafélagið, sem stofnað var hér á landi. Frumkvæði að stofnun Æskunnar átti St. ,,Verðandi“ nr. 9, sem enn er verndarstúka hennar ásamt st. ,,Einingin“ nr. 14. Æskan hefur jafnan verið — og er ennþá — í röð fremstu barnastúkna á landi hér, bæði að félagafjölda og framkvæmdum öllum. Hún hefur oftast átt ágætu starfs- liði á að skipa og er svo enn. Núver- andi gæzlumenn stúkunnar eru frú Sigrún Gissurardóttir og Ólafur Hjartar, kennari. Útbreiðslan. Árið 1886 voru stofnaðar 5 barna- stúkur alls. Félagar voru 200 í lok ársins. En síðan fjölgaði þeim stöðugt. Á 25 ára afmæli félagsskaparins voru barnastúkurnar 40 með 2400 félögum. Nú eru þær 60 með um 6400 félögum. Síðasta áratuginn hafa ungtemplarar verið um 6000 að jafnaði. Stjórn og starfsmenn. Síðan 1925 hefur unglingareglan háð þing sitt árlega. Áður fjallaði stór- stúkuþing um öll mál hennar. Unglinga- regluþingin eru einungis ráðgefandi, því að framkvæmdavaldið er í höndum stórstúkuþinga og stórgæzlumanns, sem á sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. Til aðstoðar stórgæzlumanni eru umdæmis- og þinggæzlumenn. Hver barnastúka hefur gæzlumenn, einn eða fleiri, en börnin sjálf sjá um stjórn hvers fundar — og framkvæmdir milli funda — undir leiðsögn þeirra. Lög Reglunnar eru þannig, að fjöldi félaga tekur jafnan þátt í starfinu. Þar, sem undirstúkur starfa á sama stað og barnastúkur, eru þær fyrrnefndu vernd- arstúkur hinna og styrkir þær í starfi, t. d. með fjárframlögum, ókeypis hús- næði o. fl. Annars starfa barnastúkurn- ar sjálfstætt. Alls hafa 18 menn gegnt starfi stór- gæzlumanns, síðan 1886. Lengst hefur starfað Jón Árnason, prentari, 14 ár alls. Sjö ár voru þeir hver um sig, Magnús V. Jóhannesson, framfærslu- fulltrúi, Steindór Björnsson, frá Gröf og Hannes J. Magnússon, skólastjóri, en 6 ár þau Þorvarður Þorvarðarson, prentsmiðjustjóri og frú Þóra Jónsdótt- ir, Siglufirði. Núverandi stórgæzlumað- ur er Gissur Pálsson, rafvirkjameistari. Mikill fjöldi manna hefur gegnt störf- um gæzlumanna öll þessi ár — sumir þeirra allt að 50 árum eins og t. d. Jón Þ. Björnsson skólastjóri á Sauðár- króki og Sigdór V. Brekkan, kennari á Norðfirði. Rúmsins vegna er ekki unnt að nefna fleiri nöfn, en víst er, að allir þessir sjálfboðaliðar í uppeldisstarfinu eiga skilið alþjóðarþökk fyrir fórnfýsi, drengskap og dáð, sem þeir hafa sýnt í störfum sínum fyrir þetta mikilsverða menningarmál. Fjárhagur. Barnastúkurnar hafa lítil félags- gjöld og eiga því litla sjóði, en fjárhag- ur þeirra hefur farið batnandi síðustu árin. Árið 1946 eru eignir taldar rúml. 30 þús. kr., en 1955, 173 þús. Stór- stúkan hefur styrkt starfið síðustu árin með 10 þús. kr. árlega. Hefur því fé verið varið til útbreiðslu að mestu leyti, en nú síðustu árin einnig til námskeið- anna að Jaðri. Einn sjóður er til hér í Reykjavík, sem styrkir barnastúkustarfið. Ber hann nafnið Bryndísarminning. Gissur Páls- son, stórgæzlum. og kona hans, frú Sig- þrúður Pétursdóttir, stórvarat. stofnuðu sjóð þennan til minningar um dóttur sína, Bryndísi, er andaðist 9. sept. 1948, níu ára að aldri. Er sjóðstofnun þessi bæði fögur og eftirbreytnisverð. Templarar á Akureyri hafa haft með höndum þróttmikið tómstundastarf í fé- lagsheimili sínu, svo sem skýrt hefur verið frá í blöðum og útvarpi. Börn og unglingar njóta þess í ríkum mæli. Unglingareglan hefur margvísleg störf með höndum ár hvert, svo sem lesendum þessa blaðs er kunnugt. — Ungmennastúkur. Nokkuð hefur borið á því að ungl- ingar hverfi úr röðum templara, þegar starfi þeirra er lokið í barnastúkunum, en taki ekki til starfa í undirstúkum. Til þess að brúa bilið á milli þessara Starfið.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.