Eining - 01.06.1956, Síða 7

Eining - 01.06.1956, Síða 7
EINING 7 ^JJin Leifaaa aJóÁ... „Þess vegna er það, að ég beygi kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu, að hann gefi yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður, til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika, svo að þér fáið, ásamt öllum heilögum, skilið, hver sé breidd- in, lengdin, hæðin og dýptin og komizt að raun um kærleika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna, og náð að fyllast allri Guðs fyllingu“. — Efes. 3, 14—19. Ekki er það lágt vaxtartakmark, sem þessi guðsmaður setur í bæn sinni safnaðarbræðrum sínum. Ekkert minna en að þeir fyllist allri Guðs fyllingu og verði rótfestir og grundvallaðir í kær- leika. Leiðin til þessarar fullkomnunar er ein, það er trúin, segir postulinn. Það er trúin, sem tengir mannssálina við uppsprettu kraftarins, kemur til vegar sambandinu við Guð og veitir anda Krists inn í hjörtu og hyggjulíf manna. Þessari hæð í Guðs fyllingu og kærleika náum við ekki, nema við heyjum okkar ,,Jakobsglímu“ við Guð, og segjum: y,Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig“. En trúin og bænin er lykillinn að samfélaginu við Drottinn. Slíkt gera og geta aðeins trúaðir menn Einn voldugasti samkór heimsins. Hann er 107 ára gamall. í honum eru 375 konur og karlar. Söng hans er úlvarpaö lwern sunnudagsmorgun. Tugir milljóna hlusta. Hann er etskaöur og frægur. Allir í kórnum vinna kauplaust. Sem dæmi um fórnfýsi þeirra, er í kór þessum syngja, má nefna konu eina, María heitir hún, eins og margar aðrar góðar. Hún rís hvern sunnudagsmorgunn klukkan 5.30, sinnir morgunverkum, skilur svo fjögur börn sín eftir í um- sjá þess fimmta, sem er 12 ára sveinn, ekur svo að heiman og er komin með móður sína og systur, sem hún tekur í leið sinni, á staðinn klukkan 8.30, en þá hefst æfingin, sem fer á undan útvarpssöng kórsins. 17 ár hefur kona þessi komið til æfinga tvisvar í viku, hvern sunnudagsmorgunn, en tekið auk þess þátt í fjölmörgum ,,konsertum“. Þetta gerir frúin kauplaust, eins og allir hinir í kórnum, en slíkt gera og geta aðeins trúaðir menn. Ef hún er spurð, hvers vegna hún leggi þetta allt á sig, svarar hún: „Vegna þess, hugsa ég, að það veitir mér mikla hugsvölun, að vera ein í hópi manna, sem með söng og hljómlist leitazt við að túlka elsku Guðs og mátt“. I þessum anda unnu áður flestir mestu listamenn heims, og þess vegna eru og verða verk þeirra ódauðleg. Hver á svo þenna heimsfræga og volduga samkór? Það er Mormónakirkjan í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Þegar undirritaður var unglingur, lærði ég langt og gamansamt ljóðabréf, sem einhver hafði sent frá Ameríku. Þar var sagt meðal annars: Hér Mormónabyggð er breið, í Bandaríkjum syðra. Trúarflón á lífi leið . . .“ Þannig var tónninn þá. Nú birta víðlesnustu tímarit heimsins einatt greinar um frábært starf þessa félagsskapar. Enginn má nú halda, að ég sé hér með að boða mormónatrú, enda mun hún í aðalatriðum vera lík okkar hinna. Þeir sem syngja í þessum heimsfræga kór, 375 talsins, eru allra stétta menn. Þar eru læknar, bílstjórar, náms- sveinar og húsfreyjur, stundum öll fjölskyldan, og alls vinn- ur þetta fólk að 200 mismunandi daglegum störfum. Einn hefur þegar verið í kórnum 50 ár, en sjálfur er kórinn 107 ára gamall. Þegar Mormóna landnemarnir voru í hinni miklu, löngu og mjög svo erfiðu för vestur yfir landið árið 1846, barst einum leiðangursmanna sú fregn, að kona hans hefði alið honum son. I bréfinu stóð skrifað meðal annars: „All is well“, — góð líðan mundi þetta heita á íslenzku, öllu fremur en „allt í lagi“, sem nú tíðkast. Faðirinn varð fyrir innblæstri og orti sálm, sem kórinn syngur oft. I sálm- inum eru endurtekin með áherzlu þessi orð: öllu óhætt, allt í guðs hendi — All is well. Eitt sinn unnu þessi orð kraftaverk, að því verður komið síðar. Hið erfiða ferðalag léttu þessir landnemar sér með söng og strengjaleik, og er þeir loks, árið 1847, um mitt sumar, náðu hinum útvalda stað, er leiðtoga þeirra var vísað á af fylgdar anda hans, reistu þeir í skyndi bjálka- hús og höfðu þar nægilegt rúm fyrir allmikinn söngflokk, og svo heldur sagan áfram. Þeir tóku að reisa hið mikla musteri, er var fullgert árið 1867. Bygging þessi er 250 fet á lengd, 150 fet á breidd og 80 fet á hæð, og kunnáttu- mönnum í nútíma byggingarlist er þetta musteri hið mesta undrunar- og aðdáunarefni. Ætla mætti, segir í frásögninni, sem hér er farið eftir, að það væri alger frágangssök að gera hinn mikla turn, án þess að hafa í hann járngrind, en áhugamönnunum virtist þarna ekkert ófært. Þeir munu hafa notað svitakistur, eins og við smíði skipa, og þannig beygðu þeir að vild geysisvera aflviðu í hvelfingu turnsins. Foringinn, Brigham Young, fól einum í söfnuðinum, Ástralíumanni, að smíða orgel, pípuorgel. Pípurnar voru gerðar úr viðartegund, er óx í suðurhluta Utah. Efni þetta var flutt á uxavögnum 300 mílur. Lím framleiddi orgel- smiðurinn þannig, að hann sauð í miklum pottum sundur- ristar húðir af Buffalóuxum. Hann lauk við orgelgerðina á 12 árum, og enn í dag er orgel þetta talið eitt bezta sýnis- horn af orgelgerð. Söngflokkurinn dafnaði vel, og árið 1893 fór hann um öll Bandaríkin og söng fyrir háa og lága, einnig fyrir for- setann í Hvítahúsinu, og hann hefur sungið í stærstu sam- komusölum landsins, í Hollywood Bowl og við ýms merk tækifæri, en útvarpið hefur kynnt hann um heim allan. — Núverandi stjórnandi flokksins, J. Spencer Iornwall, sem var áður yfirmaður tónlistarskólans í Salt Lake City, er 68 ára. Hann þekkir alla þessa 375 í söngflokknum með nafni, og er sagður sameina jdirmannlega þolinmæði, glað- værð og ráðsnilld. Eitt hundrað manns bíður jafnan eftir því að komast í kórinn. Árið 1955 var áformað, að flokkurinn legði upp í söng- för til Norðurálfu. Það skyldi vera eins konar viðurkenn- ing á dyggilegri þjónustu allra í flokknum. En þetta kost- aði skilding, en þeim varð ekki skotaskuld úr því að ná saman 800.000 dollara. Allur bærinn tók þátt í þessari fjársöfnun, og loks í ágúst 1955 lagði söngflokkurinn af stað og í hópnum ýmsir vandamenn, alls var hópurinn 600 manns. Lítið vantaði á að þeir tækju allt farþegarúm í haf- skipinu Saxonía, er lagði upp frá Montreal til Skotlands.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.