Eining - 01.06.1956, Qupperneq 10
10
EINING
HRAFNHILDUR
Skáldsaga eftir Ásíríði Torfadóttur.
„Hvaða ósköp er frúin í vondu skapi í dag. Hvað er
að?“ spurði Pétur brosandi. Hann var svo mátulega kennd-
ur til þess að taka öllu glaðlega, sem sagt var við hann.
,,£g segi þér það satt, Pétur, að þú skalt fá að heyra
það seinna“, sagði frú Lína kuldalega.
Pétur hló hátt um leið og hann gekk eftir bendingu að
rúmi konu sinnar og laut niður að henni, og frú Lína heyrði,
að hún bað hann að lofa annarri stúlkunni að koma heim
rétt á meðan gesturinn stæði við. Svo bætti hún við í bænar-
rómi: ,,Þú gefur mér svo, góði, í sykurkarið“. — Frú Lína
sá, að hann strauk kinn hennar og jánkaði því, er hún sagði.
Frú Línu var nóg boðið að vera heyrnar- og sjónar-
vottur að þessari auðmýkt. Hún varð að taka á allri sinni
stillingu. ,,Var nokkurt vit í allri þessari undirgefni Hildu
við þenna ráðríka og eigingjarna mann“, hugsaði hún.
,,Ætli það væri ekki affarasælla að hún sýndi honum við
og við, að einnig hún ætti einhvern vilja“.
Þegar Pétur gekk fram hjá Línu, sagði hann brosandi:
,,Ég vona, að þú afsakir, frú mín, þótt ég víki frá snöggvast,
en það verður ekki lengi“.
,,Pétur fór“, sagði Hrafnhildur, ,,til þess að láta stúlk-
una hita kaffisopa handa okkur. Honum þykir alltaf svo
vænt um, ef hann getur sýnt gestum sínum ofurlitla gest-
risni“.
„Ég vil helzt ekki þiggja neitt kaffi að þessu sinni“,
sagði frú Lína, ,,en ég vona, að þú verðir frísk og á fótum,
er ég kem næst, og þá skaltu sannarlega fá að hafa íyrir
mér“.
,,Ég er viss um, að Pétri þætti það reglulega leiðinlegt,
ef þú færir án þess að þiggja eitthvað“, sagði Hrafnhildur
og var alvarleg, ,,þú gerir það fyrir mig, að sitja ofurlítið
lengur og drekka með okkur kaffisopann“.
Þegar Pétur kom aftur, spurði hann: „Batnar skapið
nokkuð, gæzkan?“
Frú Lína svaraði honum ekki. Hún stillti sig og drakk
kaffið með þeim. Þegar hún fór, fylgdi hann henni út, leiddi
hest hennar að bakþúfu og hjálpaði henni á bak með mestu
hæversku, en þá gat hún ekki stillt sig lengur, og sagði:
„Ég verð að segja þér, Pétur, áður en ég kveð þig, að
það hefur urgað svo í mér illskan við þig, síðan ég kom
hingað, að hefði það ekki verið af hlífð við Hildu, væri ég
fyrir löngu búin að taka þig rækilega til bæna“.
„Ef ég man rétt“, svaraði Pétur, „þarf nú ekki ævinlega
svo mikið til að skap þitt komist í uppnám, en mætti ég
spyrja, með hverju hef ég misþóknast frúnni svo hrapa-
lega?“ sagði hann brosandi.
„Auðvitað með mörgu“, svaraði hún, „en sérstaklega
með því, hvernig þú ferð með Hildu. Ég varð svo undrandi,
er ég kom hér að bænum í dag og fann hana liggjandi rúm-
fasta og hjálparlausa, og enga mannveru í bænum, nema
tvö ósjálfbjarga börn. Engum hefði komið til hugar, er við
gengum saman í barnaskólann, að hinn hæverski og hátt-
prúði Pétur yrði annar eins, annar eins —“.
„Vertu ekki að hika, Lína, annar eins ræfill, ætlaðir
þú víst að segja“, greip Pétur fram í.
„Nei, ekki var það nú orðið, sem var í huga mér, en
ef þér finnst sjálfum það eiga við, má það gjarnan vera,
annar eins ræfill, að þú mettir meira fáeinar heytuggur en
heilsu og líf konu þinnar. Reyndar veit ég, að þetta er ekki
eins dæmi. Of oft hefur það komið fyrir hér á landi, að
konur hafa misst heilsuna, jafnvel dáið, stundum orðið
geggjaðar af því, að vera skildar eftir einar undir þessum
kringumstæðum. Og Hilda í dag . . . Jæja, Pétur, ég er
víst búin að lesa nóg yfir þér í þetta skiptið. Vertu nú sæll“.
Hún rétti fram hendina í kveðjuskyni, en hann hleypti
brúnum, stakk krepptum hnefanum í buxnavasann og tók
ekki undir við hana.
Það þaut í svipuól frú Línu, klárinn hringaði makkann
og þaut af stað. Pétur starði stundarkorn á eftir henni, sneri
svo heim að bænum og gekk fram og aftur um bæjarhlaðið
alllanga stund með hendur í vösunum. Svo gekk hann út í
slægjuna og skipaði svo fyrir, að önnur stúlkan færi strax
heim, tók ljá sinn, brýndi hann ákaft og tók til að hamast
við sláttinn. Það kvein í ljánum við hvert ljáfar. Vinnuhjúin
íitu hvort til annars og vinnumaðurinn hvíslaði að stúlkunni:
„Ég held, að hann sé nú að verða vitlaus, mannfjandinn“.
Það var komið langt fram yfir venjulegan hættutíma,
er loksins var haldið heim. Pétur yrti ekki á nokkurn mann
í marga daga. Það var eins og einhver mara lægi yfir öllu
heimilinu, en aldrei var Hrafnhildur ein í bænum eftir þetta.
Ef Pétur þurfti á stúlkunni að halda, fór hann sjálfur heim.
Hann var þá fámáll, en reyndi þó að gera það, er með
þurfti á meðan hann var heima við.
Hrafnhildur hresstist furðu fljótt og gat tekið við innan-
hússtörfunum. En þetta sumar var allt léttara, en áður fyrr.
Nú þurfti hún hvorki að sækja vatn í ána né bera inn eldivið
á morgnana. Þegar hún kom ofan var vatnstunnan full og
búið að láta eldivið í kassann á sínum stað. Hún vissi vel,
hver það var, er var svona hugulsamur, en hún hafði ekki
orð á því þar til morgunn einn, er hún mætti manni sínum í
bæjardyrunum með fullar vatnsfötur. Það var eins og hann
færi hjá sér fyrst í stað, en svo bauð hann góðan dag.
„En, góði minn“, sagði hún, eins og nokkuð undrandi,
„ert það þú, sem sækir vatnið?“
„Þær eru nokkuð þungar þessar, fyrir veigalitla hand-
leggi, til þess að halda á þeim upp brekkuna“, sagði hann
fremur viðkvæmnislega.
„Já, þú berð þær fullar. Ég hef þær aldrei nema hálfar
og nota svo einnig okið og þá gengur þetta furðanlega.
Ég gæti naumast lyft þeim, ef ég hefði þær svona fullar“,
sagði hún og brosti blíðlega til hans.
Hann horfði á hana þögull, með þessu einkennilega
augnaráði, sem ávallt yljaði henni inn að hjartarótum.
„Varla mundi þér verða hlíft við þessu, ef þú aðeins orkaðir
því“, sagði hann þungbúinn, og burtu var hann áður en
hún gat svarað.
Þenna dag söng Hrafnhildur og vordraumar hennar
tóku að gera aftur vart við sig. Hví skyldu draumar hennar
ekki geta ræzt eins og margra annarra. Heilan mánuð hafði
Pétur ekki farið burt af heimilinu, og þegar hann var heima,
já, hvar var þá yndislegra en hérna á Hrauni.
XV.
AÐ leyndi sér ekki, að heimilisbragurinn á Hrauni
var allt annar, en verið hafði. Það var sem allt
léki í lyndi hjá þeim hjónunum þetta sumar. Tíð-
arfarið var hagstætt, heyfengurinn mikill, börnin
hraust og efnileg, og hjúin gengu ánægð til verka
sinna og var sem þeim innist tími til hvers, er vera skyldi.
Síðari hluta sumars fór allt heimilisfólkið stundum í berjamó,
hafði með sér mat og kaffi, tíndi ber og lék sér eða hvíldi
sig, og kom heim að kvöldi ánægt og endurnært. í þessum
sunnudagsferðum var Pétur ævinlega einn í hópnum. Hrafn-
hildur bar venjulega Önnu Sigrúnu í fanginu, en Hákon
litli hélt sig að pabba sínum. Þeir máttu aldrei hver af öðr-