Eining - 01.12.1956, Page 4
4
EINING
á þinginu í Miklagarði af hérumbil 50,
sem flutt voru þar eða sendur útdrátt-
ur af. Mun ég ekki freista þess að flytja
hér erindin í ágripi, því að það myndi
taka heilt ár fyrir Einingu að koma
þeim út á meðal lesenda sinna. En eins
og ég gat í síðasta blaði, var þetta þing
fjölmennara en fyrri þing hafa verið,
og kom nú greinilega í ljós, að skiln-
ingur færustu manna á sviði heilbrigðis-
mála um víða veröld fer vaxandi á þeim
miklu erfiðleikum, sem áfengisneyzlan
bakar mannkyninu. Ahrifamenn í
stjórnarsessi láta sig einnig meiru skipta
þessi mál nú en nokkru sinni fyrr. Þetta
hvort tveggja kom í ljós á þinginu, og
er það gleðilegur framfaravottur. En
það er meira drukkið í heild sinni í
heiminum nú en áður.
— Ritari alþjóðlega Bláa krossins,
Dr. H. Schaffner í Basel í Sviss, flutti
merkilegt erindi, er hann nefndi :
V a x a n d i áfengisböl í heim-
inum , Siðrcent, pólitískt og hag-
rœnt vandamál. Kvað hann áfengis-
neyzluna vaxandi á vorum tímum og
áfengisbölið eftir því. Bjórframleiðslan
í veröldinni óx frá 9,4 lítr. á hvert
mannsbarn 1929 í 12,9 lítr. árið 1953
(í Bandaríkjunum úr 7,5 lítr. í 42,0 1.
og í Afríku úr 0,7 1. í 1,9 lítra). í Sví-
þjóð hefur neyzla sterkra drykkja auk-
izt gífurlega eftir afnám Brattkerfisins
1. okt. 1955 (skömmtunar áfengis). —
Vodkadrykkja í Bandaríkjunum hefur á
árunum 1949—1955 fimmtánfaldast.
— 1 Frakklandi fjölgaði þeim, sem
fengust við bruggun í smáum stíl, úr
90 þúsundum 1869 í 3 milljónir árið
1950.
Freyðvínneyzla í Vestur-Þýzkalandi
óx á árunum 1950 til 1953 úr 6 milljón-
um í 17 milljónir fl.
Eftir rannsóknum kemur í ljós í
ýmsum löndum, að 5—10% þjóðar-
teknanna er varið fyrir áfenga drykki.
Það kemur einkum í ljós í Frakklandi,
hve miklir skaðar standa af áfengis-
neyzlu milljóna manna í landinu, og
ekki einungis þar, heldur líka af stór-
auknum vínútflutningi frá Frakklandi
til Mið-Afríku og Madagaskar. Hann
hefur sjöfaldast frá 1938—1953, og
má nærri geta, hverjar afleiðingar hann
hefur haft fyrir heilsufar og efnahag
þessara nýlendumanna.
Heilbrigðismálaráðherra F r a k k a
sagði í þinginu 1953, að tjón það, sem
áfengisbölið bakaði Frökkum. næmi
árlega að minnsta kosti 380 milljörðum
franka. I Bandaríkjunum er framleiðslu-
tjónið, sem hlýtzt af drykkjumönnun-
um, metið á 500 milljónir dollara.
Frakkar missa árlega yfir 6 milljónir
vinnudaga vegna drykkjubölsins.
Áfengistollar nema í Frakklandi á ári
53 milljörðum franka, en áfengisbölið
og tjónið er metið á 152 milljarða
franka. Loks bendir fyrirlesarinn
á brýna þörf fyrir ríkið, sveitarfélögin,
kirkjurnar, bindindisfélögin og önnur
félög að berjast harðari baráttu en
hingað til gegn áfenginu. —
Allar voru þær á eina lund skýrslurn-
ar frá Frakklandi, en Norðurlöndin
standa framarlega nema Svíþjóð, enda
menningarlönd. En er þá ekki allt von-
laust, þegar drykkjuskapur fer vaxandi?
Nei, öðru nær! Sumsstaðar hefur hann
minnkað, og ber á það að líta ekki síð-
ur. En þar sem góðir menn, vitrir og
lærðir, sjá nú fleiri en áður brýna þörf
á að leysa mannkynið undan ánauðar-
oki áfengisdrykkjunnar, mætti segja, að
roðaði nú fyrir nýjum degi. — Og
minnumst þá í því sambandi þess, er
fornir kváðu : Það er dimmast rétt áður
en dagar.
Mr. W. A. Scharffenberg frá
Washington, sem er forustumaðurinn í
alþjóðaráðinu til varnar áfengisbölinu,
flutti erindi á þinginu og benti á, að
áfengisvenjurnar væru ó e ð 1 i 1 e g a r.
„Flestir byrja að drekka af því að rekið
er fast á eftir í samkvæmislífinu. —
Þeir taka að drekka, af því að aðrir
gera það. Drykkjuskapurinn magnast
af margs konar misskilningi, kæruleysi
og villandi upplýsingum um áfengið.“
Ruben Wagnsson
landshöfðingi í Kalmar, I. C. T. (Inter-
national Chief Templar) eða formaður
alþjóðareglu Góðtemplara, varð hálf-
sjötugur 8. sept. s. 1. —
Stórstúka íslands árnar hátemplar
allra heilla á þessum tímamótum í ævi
hans, þakkar honum ágæta forustu
Reglu vorrar og vonar, að hún megi
njóta krafta hans sem lengst í öndvegi
hennar. T-
Próf. Scharffenberg lagði fram eins
konar starfsskrá í f j ó r u m greinum
(framtíðar-prógram), og samþykkti
þingið hana :
1. Rækileg fræðsla, er sýni og sanni, að
áfengi sé deyfandi eitur og að lækna-
vísindin skoði það þannig.
2. Unnið sé að því, að æskulýðurinn
fái sem beztu möguleika til tóm-
stundaiðju.
3. Lagt sé kapp á að sannfæra menn
um, að áfengið sé ekki gleðigjafi og
að enginn glæsibragur í rómantísk-
um stíl sé fylgjandi drykkjuveizlum.
4. Takmarkanir um sölu og veitingar
áfengis og bann gegn áfengisauglýs-
ingum. — Frh-
B. T.
Þeftfta sagði sá góði
gesftur
Sá merkisviðburður gerðist 24.
september sl., að utanríkisráðherra
Canada, Lester B. Pearson og frú,
heimsóttu Island. Islendingum hlaut að
vera mjög ljúft að taka á móti tignum
gesti einmitt frá því landi, sem verið
hefur í raun og veru annað föðurland
fjölda Islendinga, og um þá sagði ráð-
herrann þessa minnisstæðu og fallegu
setningu :
„Auðmenn væru þeir ef til vill ekki
miklir, en þeir hefðu auðgað þjóðlíf
Canada“.
Hollir þegnar hvers þjóðfélags eru
þeir einir, sem auðga þjóðlífið, og það
gera allir heiðarlegir drengskaparmenn,
hversu ófjáðir sem þeir kunna að vera
og hvaða störf sem þeir inna af hendi.
En sú er þjóðarhættan mest, er menn
spillast þannig, að þeir þpgsa eingöngu
um sinn egin hag, hversu sem ásælni
þeirra og eigingimi kann að skaða þjóð-
arheildina.
Islenzku þjóðinni þótti eitt sinn sárt
að sjá á bak hinna mörgu sona sinna,
sem Canada bauð betri lífskjör, en Is-
lendingar vestan hafs, hafi haldið merki
þjóðar sinnar mjög hátt. Það hefur ver-
ið fósturjörðinni mikil sæmd að eiga þá
að sonum. Þeir hafa skarað fram úr,
haft á sér orð fyrir trúmennsku, dreng-
skap og dugnað, fyrir gáfur og góða
hæfileika. Þeir og afkomendur þeirra
hafa unnið sér til á g æ t i s við nám í
menntastofnunum hins mikla heims þar
vestra, hlotið verðlaun þráfaldlega og
verið í fararbroddi þar sem keppt hefur
verið um snillimennsku á einhverju
sviði. Þeir hafa verið hvorttveggja í
senn : traustir og hollir þegnar þess
ágæta lands, er fóstrar þá, og sannir
merkisberar hins bezta menningararís
föðurlandsins. Von er því, að við tökum
vel í þá vinarhönd, sem framrétt er
austur yfir hafið mikla.
P. s.