Eining - 01.12.1956, Page 6

Eining - 01.12.1956, Page 6
6 EINING Verðlaunastíll unglings hinna gömlu kjmna. Var honum mikil ánægja af að sjá Reykjavík rísa úr kot- bæ í fagra og myndarlega borg, sem eins og skáldið kvað : „Þú rís og blómgast, Reykjavík, sem rós við landsins hjarta“. Hjörtur átti sinn þátt í því að Reykja- vík blómgaðist, og hann var einn af þeim, „sem settu svip á bæinn“, og sá svipur var til fyrirmyndar. Árið 1911 kvæntist Hjörtur Unu Brandsdóttur Bjarnasonar, bónda á Hallbjarnareyri. Lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fjögur mannvænleg böm: Hans, Hjört, Önnu og Helga. Eru þau öll á lífi nema Hans, sem lézt fyrir nokkrum árum í blóma lífsins. Hjónaband Unu og Hjartar var mjög farsælt, og stóð hún við hlið hans í blíðu og stríðu. Ég minnist margra ánægjulegra stunda á heimili þeirra hjóna, þar var hjartahlýja og þar var gleði, því að bæði voru hjónin létt í lund. Þar var sungið og leikið á hljóð- færi, enda var Hjörtur á sínum tíma með beztu söngmönnum bæjarins og í mörgum söngfélögum. Hann hafði bjarta og fagra tenórrödd. Heimilið prýddu falleg og elskuleg börn, sem öll urðu góðir þjóðfélagsþegnar. Margir vinir og félagar sakna nú Hjartar Hanssonar, þessa glæsilega og hjartahlýja manns, sem alltaf var boð- inn og búinn til að rétta hverju góðu máli hjálparhönd. Má segja, og það með réttu, að mikill hluti ævi hans var að vinna að heill annarra af slíkri ósér- plægni, sem var nær einsdæmi. En sárast er hans nú saknað af kærri eiginkonu og börnum, sem mest nutu af hlýju hans, en þeim má vera sú hugg- un í sorg sinni, að slíkur maður hlýtur að eiga fagra heimkomu á bak við tjald- ið mikla. E- Ó. P. Aðalatriðinu má ekki gleyma Víst er það fagnaðarefni, hversu sérfróðir menn og vísindamenn láta nú áfengisvanda- málið til sín taka. Þeir halda áfram rann- sóknum ár eftir ár víðs vegar um heim og rœða málið á alþjóðaþingum hér og þar. Seinast í sumar, sem leið, voru nokkrir þeirra saman komnir á fundi í Genf. Þar komst einn þeirra að mjög viturlegri niður- stöðu. Væri óskandi að henni yrði sinnt, svo að ekki yrði öll þessi vísindamennska endalausir snúningar utanum skilgreininu á áfengissýki og geðtruflunum drykkju- manna. Dr. Beaven minnti á, að áfengið væri eitur — deyfilyf og væri alltaf hin óbrigðula orsök áfengissýkinnar. Það yrði því árangursríkast fyrir mannkynið, ef rann- sóknirnar gætu haldið sig sem mest að því, að finna ráð til þess að minka eða vinna bug á áfengisneyzlunni. Hvílíkt snjallræði ! Reyndar er langt sið- an hinum fáfróðu virtist þetta augljóst og hið eina sjálfsagðasta. Þegar bindindissýningin var á ísa- firði sl. vetur, gerðu nokkrir gagnfræða- skólanemendur á staðnum stuttar rit- gerðir um áfengismál, og var þeim beztu heitið verðlaunum. Sú, sem hér fer á eftir hlaut 1. verðlaun, kr. 300,00. Hana samdi Steinunn Gunnlaugsdóttir (í 4 bekk skólans) Áfengismál eru eitt af allra mestu vandamálum þjóða og einstaklinga. R e y n s 1 a n hefur sýnt, að þar, sem almenn áfengisneyzla á sér stað, skap- ast alltaf töluverður hópur manna, sem verða úti á öræfum lífsins, beinlínis vegna þess, að þá hendir það ólán að bera sér vín að munni og verða þræl- ar þess. Margur hraustur maður gerir lítið úr hættunni í fyrstu, telur sig hafa tögl og hagldir, þar sem vínið er annars vegar. Hann lítur á það sem hreysti og gleðigjafa. T. d. segir eitt okkar beztu skálda: „Hvert clœgurok á braut sig bgr, er bergi eg þelta gamla vín. Nú bregtist allt í ævintýr, og æskubláminn vitjar min“. Undir fyrstu áhrifum áfengisins sjá unnendur þess fegurð og hillingar. Hafa þá margir ort gyllandi, en um leið vill- andi lýsingar á ágæti þess og áhrifum. En hversu gullroðnar sem lýsingarnar eða fyrstu áhrifin eru, þá er það reynsl- an, sem ber sannleikanum vitni hér sem annars staðar. Sannleikurinn er, að áfengisgleðin er skammvinn eða eins og elding sem slokknar brátt. Það hefur margur farið langt yfir skammt að leita gæfu sinnar. Sá, sem leitað hefur á náðir áfengisins og bergt bikar þess í botn, vaknar ef til vill vormorgunn einn og finnur, að hann stendur á rústum æsku sinnar. Það er ekki öllum sjálfrátt um þrek sitt eða viljakraft. Þegar maðurinn hefur beðið tjón á sálu sinni og líkama, er það und- ir hælinn lagt, hvort honum tekst að byggja upp af nýju sitt hrunda musteri. Það getur tekizt með Guðs hjálp og góðra manna, en betra er að hafa bein sín heil en brotin illa. Sá maður, sem þroskar guðsneistann og þar með gleðina í eigin barmi, í stað þess að sljóvga hann með eitruðum dreggjum áfengisins, hefur margföld skilyrði til manndóms og þroska. „Æskan fríba I barm þinn blíSa breiddu fegurö lífsins mót. Flughröö tíða föllin liöa, frjáls án trega vors þíns nját“. (Stgr. Th.) Áfengisgróði íslenzka ríkisins er af mörgum talinn ómissandi. Hann er not- aður m. a. til þess að byggja upp og viðhalda menningarlífi landsmanna. Það er hægt að telja peninga og gleðjast jdir hljómi þeirra (kling, kling, kistan hálf, o. s. frv.), en hver getur talið öll þau tár, hörmungar, kvalir og eymd, sem hlotizt hefur af neyzlu áfengis. Það verður aldrei vegið né metið, hve stór- um sjóði gáfna, mannkosta og framtaks daglega er fórnað á altari Bakkusar. Islenzka ríkið kostar verði laganna um land allt, til þess að handsama, hegna og dæma til fjárútláta hina tryggu viðskiptamenn ríkisins, sem eftir margra ára viðskipti hafa sljóvgast svo, að þeir kunna ekki lengur fótum sínum forráð. Svartasti bletturinn á íslenzku þjóð- lífi á rætur að rekja til áfengisneyzlu. — Utilegumennirnir í Reykjavík hæfa vart íslenzkri menningu. Þeirra líf er til fárra fiska metið. Það dettur kannské fáum í hug, að þeir finni lengur til, þar sem þeir liggja hungraðir, kaldir og gleymdir. „Æskumanna ólánsspor, eru slundum rímlaus kvæöi“. „Ógurlegur undanhalli, afliö gefur straumafalli. Hratt þér niöur stall af stalli, straumur tímans öskugrár. Hlaut þar dýpslu svööusár, sólskinsdraumur vonablár.1 Þú átt aö lokum ekkert tár, ekkert rúm á lífsins palli“. (S. S. frá Hvítad.) Reynslan sýnir að þar, sem áfengið flýtur, ferst alltaf stór hópur manna af völdum þess. Enginn vill verða úrhrak annarra manna, en vínið tekur völdin og vilja og siðferðisþrek sljóvgast eða hverfur. Það ætti því að vera sjálfsögð bróðurskylda, að vinna að því, að úti- loka með öllu áfengissölu á Islandi, og mun algert bann vera það eina, sem til heilla horfir, því að: „Gegndrepa af brennivíni, heldur enginn trúan vörð um auðnu Islands“. — (G. G.) Steinunn Gunnlaugsdóttir. Árvekni Hyggnum lofast heilladís, háttu gó8a ef sá kýs, ríkur, hraustur, vaskur, vís verður hann, ef snemma rís. P. S.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.