Eining - 01.12.1956, Side 7
EINING
1
Bíður efftir hverju?
Eftir Dr. Joseph Fort Newton.
„Allur h e i m u r i n n bíður, eins og
Micawber gamli í sögu Dickens, eftir
heppni. Með öðrum orðum, við bíðum
eftir því, að eitthvað verði til þess, að
draga oss upp úr hinni botnlausu gryfju,
sem við höfum fallið í.
Já, öldum saman hefur heimurinn
beðið eftir einhverjum viðburði, ein-
hverri nýrri hugsun, einhverju því, er
kæmi réttu lagi á hlutina. Eða hann
hefur beðið eftir einhverjum langt að
komnum guðlegum viðburði, er léti
drauma hans rætast.
Oft hafa menn verið vonsviknir, en
aldrei vonlausir, og altaf vissir um eitt:
Þetta, að tjaldið á sjónarsviði heimsvið-
burðanna hafi ekki fallið í síðasta sinni.
Meira er eftir, og þetta meira. sem eftir
er getur komið hvenær sem er, skyndi-
lega og með gleðilegum hraða. Þess
vegna varðveitir maðurinn sinn ódauð-
lega áhuga.
Eftir hverju bíður hann? — Siðmenn-
ingu? Grikkir áttu mikla siðmenningu,
en ekki megnaði hún að bjarga þeim
frá eyðileggingu. Það er vonlaust um
sáluhjálplega siðmenningu. Hún getur
aðeins gert oss ofurlítið heflaðri og dug-
legri ribbalda..
Erum við að bíða eftir lýðræði ? Það
er þegar komið, og komið með hátíð-
lega fána frelsis, jafnaðar og þjóðrækni
— orð, sem brátt urðu þó blóði drifin.
Heimskan verður ekki að vísdómi þótt
henni sé dreift út meðal fjöldans, og
sannleikurinn á ekkert skilt við atkvæða-
magn.
Erum við að bíða eftir nýrri mynd af
þjóðskipulagi ? Hér eru þegar allar
gerðir, allt frá keisarastjórn til kommún-
isma,, og allt, sem þar er á milli frá harð-
stjórn einveldisins að skelfingum stjórn-
leysisins. Allt hafa menn reynt, og allt
hefur misheppnast sökum þess, að
mennirnir hafa ekki verið nógu góðir
til þess að geta látið það heppnast.
Eru vísindin Messías okkar ? Slíkur
boðskapur var hrópaður háum rómi um
heiminn á síðustu öld og vakti undrun.
Nú erum við að verða hálfhræddir við
vísindin. Geislar þeirra eru ekki allir
bjartir. Þau geta líka framleitt eiturgas.
Og vélar þeirra hafa nálega tekið stjórn-
ina úr höndum okkar og gert oss að
þrælum.
Það, sem heiminn skortir. er kynslóð
manna með andlega heilbrigðar sálir
andlega innsýn og andleg takmörk fyrir
auga. Eða eins og vor gamla biblía orð-
ar það, við bíðum eftir opinberun guðs
barna — mönnum, er rekið geta dýrið í
okkur á flótta og leyst engil sálna vorra
úr fjötrum; sannleikselskum hugsjóna-
mönnum, auðugum af vísdómi kærleik-
ans.
Það sem við þörfnumst mest, er ekki
meira af snarmensku og dugnaði, held-
ur drengskap og einlægni. Ekki meira
af umbrotum, heldur meira af innsýn.
Ekki meiri vellíðan. Ekki meira af æs-
ingum og látum, en meira af gleði“.
Vísir 16. ágúsi 1935.
Aðfluftitingsbann
Eftirfarandi grein var endurprentuð í
Lögbergi 18. júní 1925, úr Morgunblaðinu.
Greinina hefur skrifað Sigurður Jónsson,
skólastjóri Miðbæjarskólans, og er hún
á þessa leið:
Hvað hefur gerzt síðan íslenzkir kjós-
endur kváðu upp úrskurðinn með bann-
lögunum?
Margt hefur gerzt. Mörgu hefur sann-
arlega verið umtumað, svo að nú veit
niður það sem þá vissi upp. En ekki
ein einasta af þeim niðurstöðum vísind-
anna, sem bannmennirnir byggðu á,
hefur afsannast. Ef ég fer með rangt
mál, þá bið ég um leiðréttingu.
En auk þess sem hinar gömlu stoðir
standa óhaggaðar, hafa nýjar bæzt við,
nýjar staðreyndir banninu í vil.
Þjóðin okkar var forgönguþjóð
1908. Hún bar vit og gæfu til þess að
ganga á undan öðrum þjóðlöndum í
þessu máli. En síðan hafa ýms ríki
önnur gengið þessa sömu braut, þar á
meðal Bandaríkjamenn Norður-Amer-
íku og eru þeir þó ekki að jafnaði taldir
öðrum þjóðum óvitrari. Og enn aðrar
þjóðir hafa á þessu tímabili verið að
starfa að því í fullri alvöru, og eru enn
að starfa að því að lögleiða hjá sér að-
flutnings- og tilbúningsbann á áfengi.
Ymsir merkustu stjórnmálamenn
heimsins hafa látið uppi það álit sitt,
að fullkomið áfengisbann sé eina hugs-
anlega Ieiðin til að forða þjóðfélögun-
um frá einum stærsta voða hvíta kyn-
flokksins, áfengisbölinu.
Séu nú þessar þjóðir og þessir menn
óvitar, en andbanningarnir íslenzku
vitrir, þá eru víst farin að verða cnda-
skipti á nokkuð mörgu.
Og hvað hefur gerzt hér í þessu landi
síðan 1909? Það mundi ef til vill vera
aðalkjarni málsins.
Ég skal segja ykkur hvað hefur gerzt.
1 fyrsta lagi hefur það gerzt, að þrátt
fyrir mjög ófullkomin bannlög, sem
alltaf hafa verið skemmd meira og
meira, og þrátt fyrir mjög slæglegt eft-
irlit að hálfu löggæzluvaldsins, og þrátt
fyrir það, þótt stundum hafi átt að gæta
laganna menn, sem af ýmsum orsökum
eru gersamlega óhæfir til þess starfa,
— þrátt fyrir allt þetta hefur þó það
gerzt, að stór svæði af landinu hafa orð-
ið alveg ,,þur“. Ég hef ferðast um
sveitir hér á landi og átt tal við gamla
drykkjumenn. Drykkjumennirnir gömlu
drukku frá sér vit og rænu í hverri kaup-
staðarferð og oft endranær, allt þangað
til bannlögin gengu í gildi. Nú segjast
þeir ekki hafa smakkað deigan dropa
í mörg ár, og þeir segja það með sár-
um söknuði — sumir. Bindindissinnuðu
mennirnir vilja gjarnan halda uppi
góðtemplarastúkum í þessum gömlu
byggðarlögum. Þær þrifust þar vel á
fyrsta tug aldarinnar. Nú segja þeir, að
þetta sé ókleift, af því, að áfengisnautn
þekkist þar ekki; það sé ekki við neitt
að berjast.
En í öðrum hlutum landsins, einkum
í kaupstöðunum og sjóþorpunum, og
allra helzt hér í höfuðstaðnum, hefur
gerzt annað enn merkilegra. Það er
þetta: Fyrstu árin eftir að bannið var
lögleitt, þetta ófullkomna bann með
þessu ófullkomna eftirliti, mátti heita
að drykkjuskapur hyrfi. Áfengisnautn-
in minnkaði svo mjög, að góð von var
um að hún legðist alveg niður á tiltölu-
lega skömmum tíma. En svo koma til-
slakanir á lögunum, hver á eftir annarri,
og síðast sú stórfelldasta, undanþágan
1922. Og með hverri tilslökun hefur
drykkjuskapurinn aukizt og mest við
þá síðustu.
Hvað sannar þetta?
Það sannar það sem menn með opin
augu vissu áður, að því fullkomnari sem
bannlögin eru, þess minni er áfengis-
nautnin, og því ófullkomnari sem lögin
eru,, þess meira er drukkið.
Rökrétt hugsun segir: Reynsla vor
hefur kennt, að fullkomið bann með
samvizkusamlegu eftirliti minnkar á-
fengisnautnina svo mikið, að hún allt
að því hverfur með öllu. Afnám allra
hafta á sölu og aðflutningi áfengis eykur
drykkjuskap svo mjög, að vér, sem nú
lifum, höfum varla eða ekki séð þess
dæmi, því að fæstir af oss muna þá tíð,
er engar hömlur voru í þessu efni.
Þjóðin bað um bannlög til þess að
útrýma áfengisnautn úrlandinu. Reynsl-
an hefur sýnt, að þetta var rétta leiðin.
Hvers vegna skyldi þjóðin þá hafa skipt
um skoðun síðan 1908?
Krafa þjóðarinnar er því og verður
alla tíð, unz fullnægja er fengin, þessi
sama: Látið oss fá fullkomin bannlög
og framfylgið þeim samvizkusamlega.
Þessi fundur á að undirstrika þessa
kröfu með því að samþykkja svolátandi
tillögu.
„Fundurinn telúr aðflutningsbann á
áfengi sjálfsagt og krefst þess, að lög
um það verði svo úr garði gerð, að þau
komi þjóðinni að fullum notum“.
Sig. Jónsson.