Eining - 01.12.1956, Qupperneq 9

Eining - 01.12.1956, Qupperneq 9
EINING 9 styrktar í helgidómum sínum ? Eru ekki margar kirkjur á Jörðu ? Jú, herra, svaraði höfuðengillinn Réttsýnn, en á yfirborð- inu er oft erfitt að sjá, hvað eru helgidómar mannanna og hvað þeir tilbiðja. Kirkjurnar eru að vísu margar ,og sumar þeirra eru dásamleg musteri, er sýna, að einhverntíma hafa menn verið hollir kirkjunnar málefni. Ég kom í fjöldamarg- ar kirkjur í mörgum löndum, en víða koma fáir í kirkjurnar, oft sára fáir. Hvað veldur því ? spurði drottinn alvaldur. Er fólkið frá- hverft guðsdýrkun eða eru þjónar drottins, kennimennirnir, ekki verki sínu vaxnir ? Orsökin er hvorugt þetta, ekki hin raunverulega orsök, herra, svaraði höfuðengillinn Réttsýnn. Að vísu eru margir kennimenn ósnjallir,, makráðir og áhugalitlir. Þar brennur illa eða ekki hinn heilagi eldur og logar því aldrei glatt í kringum þá. Þetta er þó ekki rót meinsins. Ekki heldur guð- leysi manna. I sínu innsta þrá mennirnir Guð. Hvar safnaðist fólkið þá mest saman ? spurði drottinn alvaldur. I kvikmyndahúsunum, herra, oft þrisvar á dag alla daga vikunnar, svaraði höfuðengillinn, einnig á öðrum skemmti- stöðum og í veitingahúsum. Hvað sér fólkið í kvikmyndahúsunum og hvaða fullnæg- ingu óska sinna fær það þar og á öðrum skemmtistöðum ? spurði drottinn. Það, herra, sem hold þeirra girnist, svaraði höfuðengill- inn Réttsýnn. Mennirnir sækjast ákaft í æsimál og æsilyf, áfengi, tóbak, kvikmyndir, dansa og aðrar skemmtanir. Er þá fólkið sælt í þessum skemmtunum og nautnalífi sínu? spurði drottinn alvaldur. Nei, herra, svaraði höfuðengillinn. Það hlær og það veitir sér margt það, sem æstar og uppörfaðar hvatir þess heimta, en svo andvarpar það í hvílum sínum, þegar það er orðið einmana, sumir gráta yfir syndum sínum og biðja um fyrir- gefningu og styrk. Aðrir hrópa á Guð og biðja um þrek til að sigrast á einu og öðru. I dýpstu fylgsnum sálnanna ólgar hyggja andans, guðsþráin og löngunin eftir hinum æðsta veruleika. Hver eru undirrót hinna margvíslegu þjáninga og allrar þessarar ófarsældar mannanna á Jörðu ? spurði drottinn alvaldur. Undirrótin er hinn mikli misskilningur, beiskur ávöxtur vanþroskans. Böl mannanna starfar af því, að allir þrá þeir svo ákaft einhverja sælu og vilja höndla hana strax, allir hlaupa þeir ákaft eftir því, sem þeir kalla hamingju, og hennar leita þeir í mörgu misjöfnu. Þeir hafa auðvitað sínar líkamlegu þarfir, sem þarf að fullnægja. Á milli þeirra gengur gjald- miðill og fyrir hann kaupa þeir nauðsynjar sínar. Margir halda því, að hamingjuna höndli þeir til fulls, ef þeir geti aflað sér auðs, og til þess að afla hans skyndilega bjóða þeir ýmislegt til sölu, svo sem kvikmyndasýningar, skemmt- anir, áfengi og þetta allt, sem á greiðastan veg til frumstæðra hvata manna, en með því örfa þeir og þroska þær hvatir manna, sem þeir eru að berjast við að sigra, og hrinda þær þeim raunverulega aftur á bak til hins óæðra lífs, þess lífs nautna, sundurlyndis,, ráns og ófriðar, sem eykur stöðugt á þjáningar og ófarsæld mannanna. Þannig er það í raun og veru hinn mikli misskilningur í hamingjuleit mannanna, sem veldur böli þeirra og þjáning- um. Þessi misskilningur leiðir til mikillar fásinnu, hræðilegs kaupskapar ög leiks með velferð mannanna, og tefur þannig fyrir þeim andlega þroska þeirra, sem einn getur opnað augu þeirra fyrir misskilningnum mikla. Mannkynið er þannig, herra, í eins konar sjálfheldu milli orsaka og afleiðinga, sem þeir, sökum vanþroskans, sjá ekki nægilega skýrt ráð til að brjóta, þótt tilraunir geri þeir marg- ar. Þeir hafa því þörf fyrir máttugan lausnarmann — frels- ara, sem brýtur sjálfhelduna og vísar mönnunum veg lífsins, hinn sanna veg hamingjunnar. Vér höfum sent mönnunum spámenn og spekinga, og einnig hæstan son himnanna, sem dvaldi á meðal þeirra og ekki aðeins kenndi þeim um veg hinnar sönnu hamingju, heldur vísaði þeim einnig veg lífsins og gekk hann á undan þeim, sagði drottinn alvaldur. Já, herra, svaraði höfuðengillinn Réttsýnn, en í heimi hins mikla misskilnings hættir mönnunum til að misskilja allt og alla, jafnvel hið augljósasta, einfaldasta og allra bezta hefur valdið hvað mestum misskilningi á meðal þeirra. Að vísu feta nokkrir í fótspor meistarans og eru ljós heimsins, en hinir eru miklu fleiri, sem hafa kosið að búa til alls konar kenningakerfi og játningaforskriftir, og halda sig svo ganga, samkvæmt þeim bókstafsákvæðum, veg grandvarleiks og rétt- lætis, verða dómsjúkir og jafnvel kaldlyndir, kasta steini að bróður sínum fyrir það að ganga ekki með sams konar játn- ingar á vörum sér og þeir. Þannig hafa mennirnir einnig mis- skilið meistarann og tilgang tilbeiðslunnar, hlaðið stöðugt upp af nýju millivegg lagabókstafsins, er orsakar fjandskap- inn, og blindaðir af misskilningnum mikla, einnig á þessu sviði mannlífsins, hafa þeir ofsótt hver annan grimmilega og háð langvarandi og blóðug trúarbragðastríð. Hvað er þá hægt að gera til þess að eyða hinum milda misskilningi á meðal mannanna ? spurði drottinn alvaldur. Eigum við að senda þeim meira ljós ? Ekki þykir mér líklegt að það bjargráð dugi, svaraði höfuð- engillinn Réttsýnn. Einnig það mundu þeir misskilja og deila um. Það sem einn segir að komi frá Guði, getur annar sagt að komi frá djöflinum. Svo rammur er hinn mikli misskiln- ingur mannanna. Trúa mennirnir að til sé djöfull ? spurði drottinn alvaldur. Mönnunum er óljúft að kannast við sekt sína og verða því að kenna einhverjum öðrum um allan ófarnað þeirra, og til þess er trú á djöful þægileg. Hvað leggur þá höfuðengillinn Réttsýnn til, að vér gerum mönnunum til hjálpar ? spurði drottinn alvaldur. Að þú, herra, gefir mönnunum þrek til þess að ganga krossgönguna allt til enda, þar til er þeir ná fram til full- komnunar. £g sá þeim enga aðra leið opna en leið þjáning- anna framvegis. Mönnunum virðist ekki búin nein önnur leið til andlegs þroska. En aðeins reynsla, þekking og andlegur þroski getur eitt hinum mikla misskilningi, sem öllu bölinu veldur. Rétt og satt mælir þá vafalaust, höfuðengill Réttsýnn, sagði drottinn alvaldur. Og mönnunum mun verða veittur styrkur á þjáningagöngu þeirra. P. S. St. Stephcms dómkirkjan í Vín. Myndin sýnir aðallega þak kirkj- unnar, sem er af sérstakri geró, mósaíkskreytl.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.