Eining - 01.12.1956, Blaðsíða 12

Eining - 01.12.1956, Blaðsíða 12
12 EINING Horf þú ekki á vínið, hversu rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. — Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. ......................................-> mismunandi þjóðerna í þjóðasambandi U.S.S.R." Bókarhöfundur bendir á, hversu krafan til kennara í Rússlandi hefur breytzt frá því sem var á fyrstu árum byltingarinnar. í stað kjörorðsins, sem áður var: að „störf kennarans skyldu metin eftir þörfum hans, skulu þau nú metin eftir hæfileikum og getu hans.“ „Árið 1928—9, er fyrsta fimm ára áætl- unin var gerð, veitti rússneska stjórnin nokkuð yfir einn milljarð rúbla til uppeldis- mála. 1938 var þetta orðið 19 milljarðar. Aukningin á hvern mann var frá átta til 113 rúblur. Nýir skólar risu upp með ótrú- legum hraða. 20 þúsund skólar með sæti fyrir sex milljónir nemenda, voru byggðir á árunum 1933—-1938. Þetta bar góðan árangur. í staðinn fyrir átta milljónir í framhaldsskólum árið 1914—15, voru þar 31 milljón nemenda árið 1938—9. Og á sama tíma fjölgaði þeim, er hlutu æðri menntun. úr 112,000 í 603,000.“ „Samkvæmt allsherjar manntalsskýrslu í Sambandsríkjum Rússlands árið 1939, sem talin er nokkuð áreiðanleg, hafði tala þeirra, er ólæsir voru fallið niður í 18,8 af hundraði, úr 70 af hundraði árið 1917, það er að segja meðal fólks 9 ára og eldra. Mestar höfðu framfarirnar orðið meðal kvenna í sumum Asíulýðveldum rússneska sambandsins (þar hafði lestrarkunnátta stigið sums staðar allt úr 1% upp í 65,2%). Sama skýrsla sýnir, að 89,4% af námsfólki við framhaldsskólana var undir 39 ára aldri, og sýnir um leið að það hefur hlotið menntun sína undir hinu nýja stjórnskipu- lagi. Sama er að segja um 70% þeirra er stunduðu æðra nám. Kennurum við fram- haldsskólana fjölgaði á árunum 1926—1939 úr 348,000 í 1,201,000. Vissulega eru þetta merkilegar tölur.“ Framhald. Aldrei ánægður Hvar sem maður einhver er, sem engin byrði hefur þreytt. Sannarlega segi ég þér, sá kann ekki aS meta neitt. P. S. Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri þann 20. október síðastliðinn. Brynleifur Tobiasson, stórtemplar, mætti á þinginu. Þar var rætt uin vetrarstarf stúkn- anna í umdæminu, og í sambandi við atkvæðagreiðslu um vínverzlun á Akureyri, var samþykkt eftirfarandi tillaga : „Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 átel- ur liarðlega, að bæjarstjórn Akureyrar skuli hefja áróður fyrir opnun áfengisútsölu á Akureyri, samanber samþykkt bæjarstjórn- ar, livernig verja skuli væntanlegum ágóða af tekjum áfengisverzlunar, í stað þess að leggja málið lilutlaust fyrir kjósendur bæjar- ins. Þingið mótmælir því eindregið, að opn- un áfengisverzlunar liér, og ef til vill vín- sala í veilingahúsum, geti á nokkurn hátt dregið úr áfengisnautn, heldur hljóti, ef til kemur að verka alveg öfugt. Fyrir liggja skýrslur um ölvun við akstur og handtökur vegna ölvunar, og benda þær til þess, að ástand í bænum hafi batnað í þessu efni síðan héraðsbannið kom. f sömu átt benda og tölur, er fyrir liggja um áfengiskaup. Þá liggja fyrir ummæli frá lögreglunni, að bæj- arbragur liafi batnað til muna við lokun áfengisverzlunarinnar, og að bæta þurfi við minnst 4 lögregluþjónum, verði hún opnuð aftur. Að öllu þessu athuguðu telur þingið sjálfsagt, að lialda héraðsbanninu áfram, en bætt verði úr augljósum göllum við frain- kvæmd þess.“ -------ooOoo------- Stofnfundur félags áfengis- varnanefnda við Eyjafjörð Stofnfundur félags áfengisvarnanefnda við Eyjafjörð var haldinn í Varðborg á Akureyri þ. 20. október síðastliðinn. Bryn- leifur Tobiasson, áfengisvarnaráðunautur og Pétur Björnsson, erindreki, mættu á fundinum. Á fundinum voru nefndarmenn frá 10 áfengisvarnanefndum í héraðinu og gengu frá stofnun félagsins. — í stjórn voru kosn- ir : Davíð Árnason, Eiríkur Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur : 1. Félagið felur stjórn sinni að vinna að því, að samin verði sem fyrst sérstök reglu- gerð um löggæzlu á skemmtisamkomum í héraðinu, þar sem ákveðnari fyrirmæli verði sett uin þessi efni, en þau sem nú eru í gildi. Héraðinu verði skipt í löggæzlu- svæði, er hvert hafi sinn löggæzlumann og aðstoðarmenn, er allir skulu vel þjálfaðir til starfsins. 2. fulltrúafundur áfengisvarnanefnda við Eyjafjörð, haldinn á Akureyri 20. október 1956, telur að opnun áfengisútsölu á Akur- eyri og ef til vill vínsala á veitingahúsum mundi auka mikið áfengisneyzlu á Akureyri og í nálægum sveitum. Fundurinn skorar því á Akureyringa að greiða atkvæði með héraðsbanni áfram. ----------------ooOoo------— Kvennasýningar Mörg þúsund ára síbreytilegir tízkusiðir vitna um, að konur allra alda liafa sa'tt sig við að vera á ýmsa vegu eins konar leik- föng manna. Stundum svo reirðar í lif- stykki, að 1 i 11 u m u n a ð i að þær dyttu í tvennt, stundum kvaldar í fótareyfum til þess að geta sýnt eins konar barnsfætur. Stundum hafa þær orðið að hylja andlit sín og svo á öllum öldum að þola margs konar óþægilegan klæðnað, allt eftir kenjum og keipum kaupsýslunnar og leikaraskap manna. Nú láta þær aka sér berlæruðum á skraut- vögnum um fjölförnustu götur stórborga, þar sem ginntur múgurinn glápir á þær eins og krakkar á nýstárleg leikföng. Allt á þetta að heita fegurðarsamkeppni. Haldin er sýn- ing á þessum ungu snótum, rétt eins og verið væri að sýna einlivern kynbóta bú- pening. í seinni tíð hafa konur ekki viljað standa karlmönnuin skör lægra, og má þá furðu- legt lieita, að þær skuli láta þetta eftir karl- mönnum, sem þurfa að hafa þær fyrir eins konar verzlunarvöru. Annars væri ekki efnt til slíkra fyrirbæra. --------ooOoo-------- Bókin Þegar Walter Scott, heimsfrægur og af- kastamikill rithöfundur og skáld, lá banaleg- una, kallaði hann eitt sinn lágum rómi til þjóns sín og bað liann lesa ögn fyrir sig í b ó k i n n i, en þessi mikli bókamaður átti auðvitað mikið bókasafn og þess vegna spurði þjónninn : „í hvaða bók ?“ „Því spyr þú ?“ svaraði skáldið, „Það er aðeins ein, sem heitir bókin — Biblían“. Þessi rithöfundur, sem samið hafði fjölda skáldsagna, skrifað sögu Skotlands, ævisögu Napóleons í mörgum bindum og margt fleira, þekkti aðeins eina bók girnilega til sálarfóðurs og fróðleiks, er hann stóð við inngöngudyrnar til eilífðarinnar. Mörgum fleirum en honum hafa á þeirri stundu þótt fagnaðarboðskapur hennar betra veganesti en skáldsögur og fræðibækur. --------ooOoo-------- Kœruleysi og slys Tvær flugvélar rekast á yfir gljúfrunum miklu, Grand Canyon í Bandaríkjunum og 128 manns týnir þar lífinu. Rannsókn er hafin og svo flytja blöðin þá fregn, að „úrelt skipulag og ónóg árvekni sé ástæða“ slyssins. Hvílík játning: trassamennska, kæruleysi orsök þess að á annað liundrað manns týn- ir lífinu. Þetta er auðvitað ekki neitt ein- stakt tilfelli í s ö g u þjóðanna. Líklega er kæruleysið ein af stærstu syndum mann- kynsins. Það er viða að verki og veldur meira tjóni, en nokkur maður gerir sér ljóst. Kæruleysið er eins konar óþrif sálarlífs- ins. Vel ræktuð sál leyfir sér hvergi trassa- skap né k æ r u 1 e y s i. Ábyrgðartilfinning hennar er næm og sívakandi. Allt bendir til þess, að mikilvægasta viðfangsefni manns- andans og alls uppeldis sé einmitt ræktun sálarlífsins. Takist þar vel, er allt unnið í senn. Verk það er vandasamt og margþætt, en eitt er öðru mikilvægara, að á s á 1 i r manna þarf að drjúpa sönn liimnadögg, ef góður árangur á að fást. Hún hreinsar og gefur vöxtinn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.