Eining - 01.12.1956, Side 13
EINING
13
HRAFNHILDUR
Skáldsaga eftir Ástríði Torfadóttur.
Bergljót kom fljótt og þær reyndu í sameiningu að hag-
ræða Gunnhildi og verja hana frá því að meiða sig. Þær los-
uðu um hana fötin og sáu þá fyrst, hvað um var að vera.
„Ógæfan ríður ekki við einteiming á þessum bæ“, hraut
af vörum Bergljótar. ,,Við verðum að ná í lækni og það sem
allra fyrst“, bætti hún við og kallaði um leið niður til Hákon-
ar litla, bað hann að taka Sokka og ríða í snatri til Gísla í
Gerði og biðja hann að ná í lækni eins fljótt og unnt væri.
Ég hripa fáein orð til læknisins, sem Gísli getur einnig lesið.
Þú ert nú eini karlmaðurinn á heimilinu, Hákon minn, og
verður að vera duglegur."
Bergljót vék sér frá augnablik til þess að hripa þessar
línur. Er hún kom aftur að rúmi sjúklingsins, stóð Hrafnhild-
ur í sömu sporum og var að þerra svitadropana af enni
Gunnhildar.
Gísli brá skjótt við og ekki leið á löngu, unz hann var
kominn með lækninn, og með honum var ljósmóðirin.
Læknirinn rannsakaði sjúklinginn, taldi fæðinguna vera
furðu eðlilega, en hér væri lítil von, jafnvel um bæði.
Heita mátti, að hvert krampakastið tæki við af öðru fram
eftir öllum degi, og aldrei komst Gunnhildur svo til meðvit-
undar að hún vissi af sér eða þekkti þá, sem hjá henni voru.
Undir kvöldið fæddist lítill drengur, og hélt lífi, þrátt fyrir
allt. Hrafnhildur tók við honum af ljósmóðurinni, vafði um
hann hlýrri ullarvoð og settist á kistil, er stóð gagnvart
rúmi Gunnhildar. Rétt á eftir opnaði Gunnhildur augun.
Hún virtist hafa fulla rænu, en henni var auðsjáanlega varn-
að máls. Hún hvarflaði augum um alla baðstofuna og sá þá
hvar Hrafnhildur sat með son hennar á hnjánum. —
Hrafnhildur stóð upp, gekk að rúmi Gunnhildar og lagði
barnið við kinn hennar, og sagði : ,,Ég skal gera allt, sem
mér er unnt fyrir drenginn þinn, Gunnhildur mín“.
Gunnhildur horfði á hana andartak, svo lokaði hún aug-
unum, fölva brá yfir andlit hennar og eftir nokkur andartök
var hún liðið lík.
Þeir, sem viðstaddir voru, drupu ósjálfrátt höfði, og heilög
þögn hvíldi yfir öllu í baðstofunni á meðan engill dauðans
sveif yfir.
Þegar læknirinn kvaddi, spurði hann, hvort hann ætti ekki
að biðja Gísla að koma til þeirra, hann riði hvort sem væri
um hlaðið hjá honum. Ómakið væri því ekkert.
Bergljót þakkaði tilboð hans og bað hann biðja Gísla, að
koma til þeirra snemma í fyrramálið, og ef unnt væri, að hafa
annan mann með sér. Skila svo kveðju til húsmóðurinnar og
segja henni, að þær mundu vera þakklátar, ef hún gæti hýst
börnin fyrir þær yfir nóttina“.
XVIX
»ær lögðu Gunnhildi til og veittu henni nábjargirn-
ar. Tign og friður hvíldi yfir hinni engilfögru
ásjónu hennar. Bergljót stóð stund hjá rúmi henn-
ar og kreisti saman hnefana á víxl, svo að hvítnaði
fyrir hverjum hnúa. Hver dráttur í andliti hennar
vitnaði um sterk átök innifyrir, en hún feldi ekkert
tár, hún Bergljót.
Hrafnhildur sat þögul og starði á barnið í kjöltu sinni.
Ljósmóðirin gekk til hennar, tók barnið og sagði : ,,Það er
víst kominn tími til að sinna þér, litli vesalingurinn“, en
Hrafnhildur sat eftir sem áður þögul og horfði niður á hend-
ur sér í sömu stellingum og þá, er barnið lá á þeim.
Bergljót sneri sér frá rúmi Gunnhildar og horfði andartak
á Hrafnhildi, gekk svo til hennar, lagði hönd á öxl henni og
bað hana að koma með sér, en Hrafnhildur horfði á hana
sljóvum augum, þögul og hreyfingarlaus. Þau voru beisk tár-
in, sem þá féllu af augum Bergljótar. Hún tók utan um Hrafn-
hildi og bað hana blíðlega að koma með sér og hátta.
Hrafnhildur hlýddi ósjálfrátt, stóð upp og þær leiddust
inn í svefnloft þeirra hjónanna, og Bergljót afklæddi hana
og hlúði að henni. — ,,Ertu veik, góða, spurði hún,“ en
fékk ekkert svar, fremur en áður.
Bergljót gekk aftur fram í baðstofuna til Ijósmóðurinn-
ar, og þær tóku vöggu barnsins og báru hana inn til Hrafn-
hildar og settust þar sín hvorumegin við borðið.
Oft hafði verið dapurlegt í baðstofunni á Hrauni, en nú
tók þó út yfir. Líkið í frambaðstofunni og Hrafnhildur liggj-
andi sinnulaus í rúmi sínu, og enginn nema þær á bænum,
hvað sem að höndum bæri. Þær reyndu að yrða á Hrafn-
hildi, en hún svaraði engu, starði aðeins á sama kvistinn í
þiljunum fyrir ofan hana. Þó heyrðu þær hana tala tvívegis
við sjálfa sig. Annað skiptið sagði hún lágt og veikum rómi:
,,Þér er óhætt að treysta mér, Gunnhildur mín, ég skal
áreiðanlega annast um drenginn þinn.“ — Alla nóttina kom
henni samt ekki dúr á auga.
Um morguninn kom Gísli með annan mann með sér, og
fluttu þeir lík Gunnhildar niður í stofuna. Það virtist sem
Hrafnhildur hefði einhverja hugmynd um, hvað verið var
að gera, en hún talaði ekki.
Gísli spurði um líðan Hrafnhildar, og er hann heyrði, að
hún væri veik, varð honum að orði: ,,Æ, það er ekki furða,
þótt hún láti einhverntíma undan, eins margt og hún hefur
orðið að þola síðan hún kom að Hrauni“.
,,Það má nú s'egja, Gísli minn, sagði Bergljót. Mörg
ógæfan hefur steðjað að þessu heimili, en ég held ég verði
að segja það, að dagurinn í gær hafi þó verið einna erfið-
astur, þótt oft hafi, eins og þú veizt, gengið á ýmsu, en ég
veit ekki, hvernig við hefðum komizt frá erfiðleikunum
stundum, hefðum við ekki getað flúið til ykkar hjónanna í
Gerði,! þegar í harðbakkana hefur slegið. Slík hjálp, sem
þið hafið veitt, verður ekki fullþökkuð. Guð einn getur laun-
að hana“.
Bergljót ráðgaðist nú um það við Gísla, hvað þau ættu
að gera fyrir Hraínhildi. Leizt þeim báðum ráðlegast, að
láta börnin koma heim, áður en læknir væri sóttur, og sjá,
hvort hún áttaði sig ekki, er hún sæi börnin og heyrði mál-
róm þeirra. Gísli bauðst til að taka þau aftur, ef þess gerðist
þörf. —
Börnin komu, og Bergljót lét þau fara snjóug upp og
sagði um leið og þau komu upp á loftskörina: ,,Ég held,
að þið drepizt nú úr kulda, greyin mín. Ég skal hjálpa
ykkur úr“.
Hrafnhildur hrökk við og greip andann á lofti, sneri sér
fram í rúminu, reis upp á olbogann og rétti fram hina hönd-
ina. — „Hvað ertu að segja, Bergljót, eru börnin að deyja?“
,,Nei, þeim er aðeins kalt eftir að hafa verið svo lengi úti.
Þess vegna lét ég þau fara upp strax, þótt snjóug séu, til
þess að þau dræpust ekki úr kulda, greyin, á meðan ég væri
að taka af þeim“, sagði Bergljót, og ýtti þeim um leið frá
dyrunum, þar sem þau höfðu hniprað sig saman, og inn að
rúmi Hrafnhildar. Og Anna Sigrún, sem annars var svo
sein á sér, hljóp til mömmu sinnar, kastaði sér um háls
hennar og hágrét.
Þetta varð til þess að losa um tilfinningar Hrafnhildar og
tárin streymdu niður kinnar hennar. Drengirnir komu nú
einnig að rúmi hennar og kysstu hana. Þeir fóru þó fljótt
aftur frá rúminu. Hákon litli stóð lengi alvarlegur við glugg-
ann og lét sem hann væri að horfa út, en Pétur hljóp að
vöggunni, gægðist ofan í hana og spurði undrandi: ,,Ha,
mamma, eigum við þenna strák ? Sá er nú ljótur“.
,,Já, elskan mín, við eigum hann,“ og enn tóku tárin að
renna niður kinnar hennar.
„Komið þið nú, krakkar“, kallaði Bergljót, ,,og flýtið
ykkur að komast úr hlífðarfötunum, svo að þið getið hjálpað