Eining - 01.12.1956, Síða 15
EINING
15
Atvinnnmál
og áfengi
Áfengisbölið eitt mesta
vandamál þjöðanna
A f h o ITl s { o l k e t s Pressekontor
í Osló fhjtur eftirfarandi fréttir, bæSi eflir
finnskum, sænskum o. fl. blöóum :
í Þýzkalandi eru nú taldir vera tvœr
milljónir áfengissjúklinga. Konum, sem eru
þar áfengissjúklingar, hefur fjölgað um
helming á stutturn tíma. Þá er talið að í
Þýzkalandi séu 15 milljónir karla og kvenna,
er drekki daglega, reyndar ekki það, sem
kallað er í óhófi, en þó allverulegt magn
sterkra drykkja. Þjóðin ver nú árlega til
áfengiskaupa, segir sænska Daghlaðið, því
er svarar 4—5 milljörðum sænskra króna.
Þetta er stjórnarvöldum landsins mikið
áhyggjuefni, og ekki sízt það, að aldur
drykkjumannanna færist stöðugt niður. Ár
frá ári eru það yngri og yngri menn af báð-
um kynjum, sem verða áfenginu að bráð.
Áður fyrr var meðalaldur áfengisjúklinga
55 ár, en er nú oft aðeins 35 ár.
Þetta eru nú ekki skemmtilegar fréttir,
en bindindisstarfsemin eflist nú einnig í
Þýzkalandi.
Svíþjóð.
Leonard Goldberg, dósent við Karólinsku
stofnunina í Stokkhólmi, er frægur víða um
lönd fyrir margra ára rannsóknir sínar á
sviði áfengismáianna. Á fundi einum gat
hann þess nýlega, að um 300.000 slys við
ýmsa vinnu og almenn störf ættu sér stað
árlega í Svíþjóð. Þetta mundi kosta þjóð-
ina, sagði dósentinn, um 700 millj. sænskra
króna.
Hann hafði rannsakað 429 slík slysatil-
felli. Opinberar skýrslur höfðu gefið upp,
að af þessum slysum hefði áfengisneyzla
átt þátt í aðeins 4%. Nánari rannsókn sýndi
þó, að yfir 11% þessara manna höfðu neytt
áfengis, er svaraði til þriggja „staupa“ af
sterkum drykkjum. Hér væri íhugunarefni
fyrir tryggingafélög einnig í sambandi við
umferðarslys. Reynt er að telja mönnum trú
um, að í þeim eigi áfengið fremur lítinn
þátt, en slíkt er hin grófasta blekking.
Það kom einnig í ljós, að helft þeirra
manna, er Goldberg rannsakaði, og 1 e n t
höfðu í slysum, voru menn, sem neyttu iðu-
lega áfengis í óhófi.
Óþarfi er að eyða hér mörgum orðum
um áfengisneyzlu Svía. Hún hefur aukizt
svo geigvænlega síðan skömmtunarkerfið
var afnumið, að stjórn og aðrir ráðamenn
þeirra mála virðast standa sem liöggdofa og
úrræðalitlir. Danskt blað skrifar um „myrk-
an himinn yfir Svíþjóð", og norsk og sænsk
hlöð taka ekki grynnra í árinni. Allir vona
nú, að þetta sé gönuskeið fyrstu mánuð-
anna, en hætt er við, að margur verði þar
fyrir vonbrigðum. Nútímakynslóðin er ekki
öflug í sjálfsafneitun. Afrek hennar eru
fremur á öðrum sviðum. Hún hefur verið
frædd um margt, en siðgæði hennar ekki
ræktað að sama skapi, og hugsjónalífi hnign-
að með dvínandi trú á mikinn t i 1 g a n g
lífsins.
Bretland.
Fjárhagsráð í London hefur nýlega gefið
út skýrslu, er sýnir, að drykkjuskapur hafi
aukizt hjá þjóðinni um 32% síðan 1954. Sé
þetta rétt, þá eru það óglæsilegar fréttir.
Nýtt lagafrumvarp hefur komið fram, er vill
banna áfengisveitingar á skemmtisamkom-
um til unglinga innan við 18 ára aldur. Áður
eru slíkar veitingar bannaðar á knæpum og
veitingahúsum.
Ástralía.
í Ástralíu hefur nú verið viðurkenndur
sérstakur sunnudagur, er vera skal bind-
indismáladagur. Þá taka liöndum saman
kirkjan og bindindisfélög landsins í sókn
gegn áfengisneyzlunni. í öllum kirkjum
landsins er áfengisbölið þá ræðuefnið.
Þá fer fram samkeppni um beztu ræðurn-
ar. Bæði ræður þeirra, er viðurkenningu
hljóta, og m a r g a r aðrar, eru fengnar til
notkunar endranær við ýms tækifæri.
Noregur.
Bindindisfélag ökumanna í Noregi liefur
stígið risaspor fram á við. Á tveimur árum
hefur það bætt við sig 3000 nýjum félögum,
og eru félagarnirr nú 11,000 alls í landinu.
Þetta sýndu skýrslur, sem lagðar voru fram
á síðasta landsþingi samtakanna.
Félagið leggur nú mikla áherzlu á að nota
kvikmyndir bæði utan liúss og innan, er
geri tvennt í senn, að fræða fólk almennt
um umferðarmál og vinni gegn áfengis-
neyzlu í sambandi við alla umferð.
Finnland.
Áfengisneyzla Finna er nú 2 litrar á mann
árlega af 100% áfengi, og er það mesta
áfengisneyzla, sem s k ý r s 1 u r vitna um í
Finnlandi fyrr og síðar. Blaðið Hembygden
bendir á, hve erfitt sé að gefa nákvæma
mynd af áfengismálum hverrar þjóðar, en
með athugun á ölvunarafbrotum, vissum
áfengisneyzlusjúkdómum, a f b r o t u m og
glæpum, heilbrigðisástandi almennt, um-
ferðaslysum og alls konar sambúðarerfið-
leikum, sé unnt að fá allskýra heildarmynd.
Mynd þessi er því miður oftast mjög dap-
urleg.
Um þetta eru því miður litlar skýrslur til
á íslandi. Ýmsar aðrar þjóðir vita þar meit’a.
Á mjög fjölmennu mannamóti í Texas flutti
dr. Duke K. McCall, formaður landssam-
bands bindindismanna í öllum Bandaríkj-
unum, erindi, sem vakti mikla athygli. Með-
al annars minnti hann á, að í Bandaríkjun-
um væri hálf fjórða milljón manna, er neyttu
áfengis að staðaldri. Þar af væru 750,000
lífstíðar áfengissjúklingar. í liinum ýmsu
greinum atvinnulífsins sagði hann að væru
1,300,000 til 2,000,000 manna, sem neyllu
áfengis að staðaldri. Það eru um 30 af hverj-
um 1000 eða 3%. Á hverju ári glata þessir
áfengisneytendur 22—25 vinnudögum sök-
um drykkjuskapar. Tap atvinnulífsins að-
eins á þessum eina lið í sambandi við áfeng-
ismálin verði því hálfur þriðji milljarði
dollara. Menn geri sér ljóst að milljarði er
há tala.
Með þessa staðreynd fyrir augum, sagði
dr. McCall, væri það ekkert undarlegt, þótt
mikil fyrirtæki, svo sem Metropolitan líf-
tryggingafélagið, Gcneral Motors-félagið og
hlutafélagið mikla Du Pont, væru tekin að
láta sig varða áfengisböl þjóðarinnar. Gleði-
legt, ef svo er. Mætti minna liér á, að það
var einmitt hið sterkríka Du Pont fyrir-
tæki, sem einna drýgsl lagði fram milljónir
sínar til þess að eyðileggja áfengisbannið,
og var það gert í þeim eigingjarna tilgangi,
að geta velt drjúgri skattabyrði af breiðum
herðum sínum yfir á bogin bök allra þeirra,
sem eyða myndu fjármunum sínum í áfengi
og óreglu, og með því móti auka tekjur
ríkisins.
Lögleg áfengissala í Bandaríkjunum nem-
ur nú níu milljörðum dollara árlega. Það
eru 50 dollarar á hvert mannsbarn í land-
inu, en í þessu sama landi nota menn ár-
lega 50 doollara á mann fyrir allan fatnað,
10 fyrir skófatnað og 20 til skólamála. Menn
verja þannig þar í landi tveimur og hálfu
sinni meira til áfengiskaupa en til skóla-
mála.
Ræðumaðurinn fór þá einnig nokkrum
orðum um ýmsar aðferðir áfengisframleið-
enda til þess að afla sér vinsemda og nýrra
viðskiptamanna, og veifuðu þá oft í áróð-
urssyni ýmsum þekktum mönnum, en vör-
uðust þó grandvarlega að minnast nokkru
sinni á einn þekktasta mann þeirra, Carl
Austin Hall, sem fékk í arf 200,000 dollara,
en sóaði öllu því fé í drykkjudrabb og aðra
óreglu. Varð svo kunnastur af mannráni og
morði, er hann framdi hvorttveggja til þess
að reyna að ná sér í fé til uppbótar öllu,
er liann hafði sóað.
Það er gömul saga, að miklar blekkingar
og ginningar eru samfara áfengistízkunni,
en reynt er að láta falla sem mest í gleymsku
allan ófarnaðinn, er hún veldur.
Það er lítilmannlegt að drekka