Eining - 01.04.1957, Page 1
15. árg. Reykjavík - Apríl - 1957. 4. tbl.
Gefa konungar, forsetar og ráðherrar fordæmið ?
Hvað segir hnattgöngumaðurinn,
William August Scharffenberg, pró-
fessor ?
Þótt samkvæmt fornri málvenju væri
hnattgöngumaður réttnefni, hefur hr.
Scharffenberg þó ekki slitið svo mjög
skóm á för sinni um allar álfur heims
undanfarin ár, því að farskjótur hans
hefur farið loftvegu háa og flogið með
hann 500,000 enskar mílur. Fyrir þetta
hefur flugsambandið United Air Lines
sæmt hann sínu fimm-stjörnu heiðurs-
merki og gert hann þar með félaga
klúbbs sambandsins.
Hver er maðurinn?
William A. Scharffenberg er fæddur
í Bandaríkjunum, af dönsku bergi brot-
inn. Nám stundaði hann við tvo háskóla
í Bandaríkjunum, einnig við tvo háskóla
í Nanking í Kína. Hann er fyrsti útlend-
ingur í Kína, sem lauk prófi í fimm ára
námi í kínversku við háskólann í Nan-
king. Hann kenndi um 18 ára skeið við
ýmsa skóla í Kína, bæði miðskóla,
menntaskóla og var prófessor við há-
skóla í Shanghai, veitti förstöðu sérstakri
stofnun, Home Study Institute, á árun-
um 1923—1941. Þessa Austurlanda
deild hafði hann og stofnað. Einnig kom
hann á fót eins konar skóla í austur-
landamálum, og var höfuðstöð þessarar
stofnunar í Shanghai, en svo deildir í
Hong Kong, Manila, Singapore og
Tokyo.
Við margt fleira markvert hefur hr.
Scharffenberg verið riðinn. Flutt fyrir-
lestra við mörg alþjóðleg mót og nám-
skeið, samið fræðslurit, fengizt við
ritsjtórn, skrifað 150 greinar um tungu-
málanám, 50 greinar um kínversku,
200 greinar um menntamál í Kína, og
svo auðvitað mikið um bindindismál,
en að þeim vinnur hann nú alger-
lega. Hann hefur verið gerður félagi
margra stofnana og samtaka, einnig
nýlega heiðursborgari Istanbulborgar,
en of langt mál yrði hér að kynna
manninn miklu nánar. Hann er og fram-
kvæmdastjóri alþjóðaráðs til varnar á-
fengisbölinu — International Commis-
sion for the Prevention of Alcoholism.
Frœðslu- og menningarstarf.
í áðurnefndu alþjóðaráði skulu vera
250 fulltrúar frá öllum löndum heims.
Fer tala þeirra eftir fólksfjölda hverrar
þjóðar. Indland á þar t. d. 9 fulltrúa,
en Island einn, Brynleif Tobiasson, á-
fengisvarnaráðunaut. — Höfuðstöðvar
þessara samtaka eru í Bandaríkjunum.
Forseti þeirra er dr. Andrew C. Ivy,
margfaldur doktor og prófessor við há-
skóla í Chicago, en heiðursforsetar eru
Saud konungur í Saudi-Arabíu og for-
sætisráðherra Hollands, Willem Dress,
en heiðursforsetar munu fleiri þjóðhöfð-
ingjar verða.
Tilgangur samtakanna er fyrst og
fremst fræðsla og menningarleg áhrif
til eflingar bindindi og varnar gegn á-
fengisbölinu. Stofnaðar eru undirdeildir
í hinum ýmsu heimsálfum, og hafa þeg-
ar verið stofnaðar tvær í Bandaríkjun-
um, ein í Svisslandi, ein í Asíu og ein
í Mið-Afríku, en undirbúningur er haf-
inn að stofnun deilda í Afríku og Suður-
Ameríku. Deildir þessar gangast fyrir
þingum eða námskeiðum. Koma þar
fulltrúar frá mörgum þjóðum og flytja
þar fræði- og vísindamenn fyrirlestra.
Slík þing hafa verið haldin í Bandaríkj-
unum og í Sviss. Á einu slíku þingi í
Genf í Sviss átti ísland fulltrúa, Kjartan
J. Jóhannsson lækni og alþm.
Koman til íslands.
Á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna
kom hr. Scharffenberg við á Islandi og
TaliS frá vinstri: Pélur Sigurðsson, Villijálmur Einarsson, William A. Scharffenberg,
Brynleifur Tobiasson, Magnús Jónsson, Björn Magnússon og Pétur Ottesen.