Eining - 01.04.1957, Qupperneq 6

Eining - 01.04.1957, Qupperneq 6
6 EINING E I N I N G Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Pélur Sigurösson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Sími l)laðsins er 5956. Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. „Koitði, hví grœtur þú?** við mennina tvo, sem voru á leið frá Jerúsalem til Emmaus. Einnig þeir höfðu grátið, augu þeirra voru þrútin og haldin af vökum og sorg. Þeir þekktu því ekki Meistarann, er hann slóst í för með þeim, en hjörtu þeirra tóku að brenna, er hann talaði við þá. Þá vaknaði trúin og vonin á ný. Þá varð bjart. Heimurinn nýr, því að þeir urðu allt í einu nýir menn. Páska- fögnuðurinn varð þeirra. Laust mál Ritgerðasafn, eftir Einar Benediktsson og œviágrip skáldsins, eftir Steingrím J. Þor- steinsson, prófessor, sem einnig hefur val- ið ritgerðirnar og (búið til prentunar. etta er mánuður páskanna, fagnaðarhátíð kristinna manna. Hún boðar mönnum trú á lífið. Vor er í lofti. Upprisutíð náttúrunnar er að hefjast hér á norðurhveli jarðar, og upprisuboðskapur pásk- anna færir sálum manna fögnuð og huggun. ,,Huggið, huggið lýð minn“, voru orð drottins til spámannsins fyrr á öldum. Enn beygja erfiðleikar og alls konar þjáningar hugi manna. Margra sár svíða og víða falla tár. Jafnvel hinir sterkustu vikna og guggna stundum. Enn þarfnast heimurinn huggunar. Eitt sinn mun trúarhetjan Lúther hafa verið beygður, því að sagan segir, að kona hans hafi klætt sig sorgarbúningi. Þá spurði Lúther: ,,Hvað kemur til, hver er dáinn?“ ,,Guð er dáinn“, svaraði kona hans rólega. ,,Hvað segirðu, kona, Guð dáinn?“ ,,Já, mér virðist þú bera þig sem Guð væri dáinn“. Siðbótamaðurinn lét sér segjast, sagði ekki neitt. Páskadagsmorguninn stóð María við gröf Krists og var að gráta. Hvorttveggja er sælt, að gráta og láta huggast. Börn gráta fremur en fullorðnir. Tárin eru svölun hinna vanmátt- ugu, en þau eru líka lind hins bljúga hjarta. María leitaði Meistarans, en hún leitaði skakkt. Hún leit- aði á mannlega vísu, leitaði trúarveik, leitaði í vantrú. Hún leitaði hans í gröfinni, en gröfin var tóm. Við þessa tómu gröf stóð hún og grét. Sorg hennar var hyldjúp, augu hennar voru hálfblinduð af tárum. Einhver stóð hjá henni og spurði: ,,Kona, hví grætur þú?“ Vegna táranna sá hún illa og hélt að þetta væri grasgarðsvörðurinn, og svaraði því: ,,Af því að búið er að taka burt dorttinn minn, og ég veit eigi, hvar hann hefur verið lagður. . . . Herra, hafir þú borið hann burt, þá segðu mér hvar þú hefur lagt hann, og mun ég taka hann“. Jesús segir við hana: María, og þá þekkti hún hann. Það hefur orðið hlutskipti manna á öllum öldum, að standa við gröfina og gráta, gráta þar ástvini sína. Sumir horfa í vonleysi og trúleysi niður í gröfina, enginn geisli brýzt gegn- um sorgarmyrkrið. Heimurinn er kaldur og dimmur þeim, sem guðvana græt- ur. Það var von að María gréti. Búið var að taka burt drott- in hennar, og svo er alltaf verið að taka drottin mannanna, huggun mannanna frá þeim. Hvílíkur glæpur! Við gröfina, við sjúkrabeðinn, í háskanum og erfiðleikun- um stendur huggarinn enn í dag, og þess vegna verður spurn- ingin æ hin sama: ,,Hví grætur þú?“ ,,Ég er upprisan og lífið“, voru orð meistarans. Þetta er boðskapur páskanna. Þetta er huggun kristinna manna. Án trúarinnar á boðskap páskanna verður kalt í þessum heimi. Án trúar verður jarðneska lífið grátt og sviplaust. í útsýn andans hillir þá engin vonalönd. Þá er gröfin lokamarkmiðið, og er þá unnt að verjast gráti? Komi trúin, þá glitrar allt og glóir. Þá er vor, söngur og birta í lofti. ,,0, þér heimskir og tregir til að trúa“, sagði Meistarinn Skömmu eftir að þessi gagnmerku bindi komu út, birtist einhvers staðar í dagblöðunum eins kon- ar ritdómur um þau, og var þar kvartað yfir göllum bókanna. Flest verk manna eru gölluð, auðvitað mis- jafnlega, en ekki er það á valdi mínu að dæma um galla þessara bóka. Hitt er mér bæði ljúft og leyfilegt, að láta í ljós hjartans fögnuð minn yfir bókunum og tjá Stein- grími J. Þorsteinssyni innilegustu þakkir fyrir verkið. Það er snilldarhandbragð á æviágripinu, og um snilldina í ritsmíð- um Einars Benediktssonar, er öllum kunnugt sem til þekkja. Það er engu líkara, en að Einar Benediktsson geti talað af guði gefnum myndugleika og þekkingu um öll mál, sama hvort hann ræðir um guðamál hljómlistarinnar, umdeildu rím- urnar okkar og rímnalögin eða hámessu í Vesturklaustrinu mikla (Westmonasterie — Westminster Abbey). Alls stað- ar er sama snilldin og andagiftin að verki. Þó er hvergi stæri- læti né rembingur, og oftast virðast ritdómar hans um önnur skáld og verk þeirra vera skrifaðir af samúð og sanngirni, þótt hann geti haft það til að höggva stórt svo að undan svíði, og má þá stundum draga sanngirnina í efa, þegar slík- ur bardagahugur nær tökum á honum. Þessi mikli heims- borgari er svo glöggskyggn á eðli og gildi eins og annars, og gullið finnur hann í margs konar jarðvegi, en hann er heldur ekki neitt ragur við að dæma það fánýtt, er sumir hafa metið skíran málm. Ég varð bæði undrandi og að vissu leyti glaður, er ég las ritdóm hans um verk Gests Pálssonar. Þegar ég hér á árun- um las Kærleiksheimilið eftir Gest, sem talin hefur verið ein bezta saga hans, var ég mjög hneykslaður og gramur, og einhvers staðar skrifaði ég smágrein um söguna og hélt því fram, að sálfræðilega væri hún hreinasta bull. Um þetta segir Einar Benedksson, m. a.: ,,Þess vegna leiðist manni að lesa hina hástilltu sorgardrápu um Onnu frá Hrauni og önnur píslarvætti Gests, og manni hlýtur að finnast lítið til um alla þessa stæling á stæling ofan eftir útlendum utanveltuskáld- skap“. Einar vitnar svo í aðra sögu Gests og leggur á þenna dóm: „Annað eins og þetta er naumast lesandi“. I fyrra bindinu, Laust mál, eru greinar eða greinabrot um Sigurð Breiðfjörð, Grím Thomsen, Matthías Jochumsson, Gísla Brynjúlfsson, Pál Ólafsson, Jón Ólafsson, Gest Pálsson, Þorstein Erlingsson og Hinrik Ibsen. Á hinn síðast talda er eytt mestu máli, og ekki kynlegt, en þar næst á Sigurð Breið- fjörð og Þorstein Erlingsson. Gildi þessara ritgerða verður þó ekki metið eftir lengd þeirra. Matthías getur unað sínum hlut. Hann ,,ber höfuð og herðar yfir öll skáld íslenzk, þau er nú lifa“, segir Einar, ,,og yfir þá dauðu með upp að Hall- grími Péturssyni“. Matthías er þó ekki gallalaus í augum Einars: ,,Því hljóta yfirburðir og afl þessa hroðvirka höfuð- skálds vors að skipa honum á fyrsta sætið“. Af næmum skilningi lýsir Einar Sigurði Breiðfjörð á þessa

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.