Eining - 01.04.1957, Blaðsíða 7
EINING
7
leið: ,,Vér finnum, að sá, sem röddina á og ,,arkar“ um leik-
sviðið, er konungssonur í álögum“. Svo mikið segir Einar að
sé af „yndislegum, blíðum og sviphreinum ljóðum Sigurðar",
að ekki verði honum hrundið niður á þann fjölskipaða bekk
beirra, sem ,,bera leirskáldsnafnið með réttu, og sumra þeirra,
sem hafa hlotið þjóðskáldsnafnið með óréttu“.
Einar segir, að mönnum hafi orðið starsýnt á vissa skáld-
skapargalla hjá Grími Thomsen, en telur þetta „næsta lítil-
vægt atriði, þar sem ræða er um slíkt listaskáld, sem Grím
Thomsen, sem er meiri formsnillingur, í réttum skilningi þess
orðs“, segir Einar, „en nokkur lifandi Islendingur“..
„Páll Ólafsson er skáld íslenzkrar alþýðu fremur öllum
öðrum“, segir Einar, „en hann er um leið listaskáld, vand-
virkari og enn smellnari en Sigurður Breiðfjörð, sem átti
þetta öndvegissæti með réttu næst á undan honum. Páll er
fullfær í allan sjó og kveður jafnsnjallt fyrir lærða og leika.
. . . Formið er svo misfellulaust og svo snilldarlegt, orðaleik-
urinn svo háll og hnyttinn, að enginn sleppur alveg frá Páli
án þess að dást að honum“. — Þessu má Páll vel una.
Miklir andar, eins og Einar Benediktsson og Bernard
Shaw, hafa manndóm til þess að líta öðrum augum á brenn-
andi áhuga og skaphita, en sumir lágkúrulegir ritsnákar, er
seint og snemma slá um sig með orðinu ,,ofstæki“, er þeir
standa rökþrota í andleysi sínu og hálfvelgjumóki..
Einar getur þess, að sumum þyki kvæði Jóns Ólafssonar
„of svæsin, of stórorð og grófyrt. En“, segir Einar, „hvort-
tveggja á vel heima í þess konar kvæðum. Þau eru ort í hita,
meðan á stríðinu stendur, og þurfa að ná eyrum almenn-
ings. . . . Gífuryrði fara mönnum misjafnlega vel. Þau sóma
sér álíka og þungt vopn í hönd þess manns, sem hefur góða
krafta og skap til að veifa því. Og eins og Jón hefur verið
stórorður, hefur hann verið umsvifamikill og stórstígur í lífi
sínu og ekki hrokkið aftur á bak fyrir smámunum“.
Þannig dæma menn um blíð ljóð Sigurðar Breiðfjörðs og
stóryrt kvæði Jóns Ólafssonar, sem eiga skarpskyggni til að
sjá undir yfiriborðið og meta gildi hvers og eins á sínum stað.
Skarpskyggni Einars missir heldur ekki marks, er hann
ritar um skáldskap Þorsteins Erlingssonar:
„Hersöngvar hans gegn þessum tveim meginvöldum (auð-
valdi og kirkjuvaldi) eru víða orðaðir af svo mikilli heift, að
hann kveður sig þar út úr skáldskapnum og ríki fegurðarinn-
ar yfir í rímaðar æsingaræður“.
Einar átti þó vissulega nokkra samleið með Þorsteini í því
að höggva stórt gegn bæði klerkavaldi í sinni verstu mynd og
einnig kúgun auðvaldsins, en Einar gleymdi því aldrei, að
vegsama á sama tíma mikilleik og sköpunarmátt trúar, til-
beiðslu og sannrar guðsdýrkunar, né heldur mátt auðsins
til umbóta og stórra verka. Naprara hefur varla nokkur kveð-
ið um spilltan klerkdóm en Einar:
„En voldugast tjón hinni trúandi þjóð
var tildur þess prestvígða hroka,
sem hræsnandi, flár við guðs fótskör stóð
að fylla út hempunnar poka.
Með klerkdómsins hefð og liin köldu ráð
hann kunni leikmann að oka, —
en sóknin um himneska huggun og náð
var hungruð til æviloka“.
Og ennfremur:
„En helvítið málsvörn máttuga á
hjá meinhægum, jarmandi brauðklerk,
sem lét úti grjót fyrir lífsins auð,
með langdregna orðaprjálið, —
því ritning er hljómlaus, hol og dauð,
ef hjarta les ekki í málið“.
Engu síður er hersöngur Einars þróttmikill, er hann kveður:
„Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð,
leggur stórliuga dóminn á feðranna verk.
Heimtar kotungum rétt — og hin kúgaða stétt
liristir klafann og sér hún er voldug og sterk“.
Ýmsir umturnendur og niðurrifsmenn, sem tíðum kyrja
hástöfum þessa herhvöt skáldsins, ættu að syngja aldamóta-
kvæðið hans um leið og benda á, að hinn mikli framfara- og
umbótahugur skáldsins kvað oss einnig:
„Vér óskum hér bóta við aldanna mót,
en allt þó með gát og á þjóðlegri rót“.
Ekkert veitti nú af að leggja áherzlu á orðin, ,,allt þó með
gát“ og á þjóðlegri rót. Menn mundu þá ekki svíkja þjóð sína
vegna blindrar skoðanadýrkunar.
Já, við vorum einmitt þar, sem Einar minntist á Þorstein
Erlingsson. Einar hefur meira um Þorstein að segja, en þess-
ar línur, sem áðan voru tilfærðar.
„Þyrnar eru“, segir Einar, „vafalaust eitt hið jafnbezta
kvæðasafn af lýriskum kvæðum, er vér eigum“, og í sam-
bandi við lýsingar Einars á ljóðagerð Þorsteins, kemur fyrir
þessi setning: „Því að vel ort íslenzk vísa í góðum bragar-
hætti er hinn dýrasti og formfegursti skáldskapur, sem heim-
urinn þekkir“.
II
Þegar stórblöð meðal stórþjóða fussuðu og sveiuðu, stór-
hneyksluð yfir leikritum Ibsens, ritaði Bernard Shaw um þau
sem snilldarverk. Auðvitað hlaut annað eins skáld og Einar
Benediktsson að taka í sama streng. Hann segir:
„Með láti Henriks Ibsens er hinn frumlegasti, stórvirkasti
og listfengasti skáldandi Norðurlanda fallinn frá. Braut hans
liggur yfir langa mannsævi, frá lægstu kjörum örbirgðar og
lítilsvirðingar, frá stigi til stigs upp til hæstu frægðar hjá
þjóð sinni og meðal allra listmetandi manna um siðaðan
heim“.
Eitt af fyrstu verkum Ibsens, leikritið Catilina vildi helzt
enginn útgefandi sjá. Þó var það prentað í 250 eintökum og
seldust af því á einu ári aðeins 50 eintök. Hitt fór svo aðal-
lega í umbúðapappír. En svo stígur Ibsen fram á sínum tíma
„fullgjör og gallalaus að list“, segir Einar, „svo að enginn
leikritasmiður heimsins á sama tíma hefur hlotið algildari
frægð og viðurkenningu heldur en hann. . . . Skáldskapur
hans er andans verk. . . . Hann notar flugfæri tauga sinna og
hjarta til þess að bera skeyti anda síns fram sem hæst og
sem lengst, en hann lætur aldrei hjartað fá yfirvald yfir heil-
anum“. En ekki er laust við, að Einar gefi í skin, að hlutur
hjartans hafi stundum verið of lítill hjá hinu mikla leikrita-
skáldi. Orð Einars eru þessi:
„Síðasta rit Ibsens er Naar við döde vaagner. Heldur hann
þar dóm yfir sjálfum sér og lífsstarfi sínu, og þar virðist hann
fyrst sjá, hve villta vegi andinn velur sér, þegar hjartað er
ekki með. . . . Ibsen lifði það ásamt fleirum samtímamanna
sinna að falla frá ofdýrkun bölsýnis, vægðarleysis í dómum,
háðs og annars þess, sem hinn einangraði, hjartalausi manns-
andi villist til“.
I þessa snöru féll Einar Benediktsson aldrei. Himinn hans
er hár, heiður og fagur, og stigann frá jörðu til hæstu himna
sér hann glöggt og yrkir um, — „Jakobsþrep undir starandi
stjörnum, stigin skulu af Eddunnar börnum“. Og Guð Ein-
ars er enginn lágkúrulegur klíkuguð. Nei:
„Eilífðar kyrrð hýr hans höfuðfald.
Vetrarbrautin er belti’ um hans miðju,
en blindninnar nótt er skör við lians stól.
Hjartað er algeiinsins sólnasól,
þar segullinn kviknar í frumeldsins smiðju.
Hans þanki er elding, en þruma hans orð.
Allt þiggur svip og afl við hans borð.
Stormanna spor eru stillt í hans óði;
stjarnanna hvel eru korn í hans blóði.
Hans bros eru geislar, og blessuð hver storð,
sem blikar af náð undir ljóssins sjóði“.
Andi sem á slíka alverumynd í sál sinni, „blessuð hver
storð, sem blikar af náð undir ljóssins sjóði“, verður ekki