Eining - 01.04.1957, Page 8
8
EINING
vænglaus og festist aldrei í snöru bölsýninnar. Hvort Ibsen
hefur séð svipaða sýn og þessa Einars, verður hér ekki sagt,
en verk hans standa óbrotgjörn.
„Byggingarlist Ibsens“, segir Einar, ,,sem leikritahöfund-
ar stendur hæst af öllu því af sama tagi, sem menning vor
þekkir“. —
Norsku risarnir í heimi listarinnar — Ibsen — Vigeland.
— Undarlegir menn, og furðuleg þeirra saga. Neðan frá, frá
,,lægstu kjörum örbirgðar“, og upp til hinna hæstu hæða í
heimi anda og listar, tignaðir og dáðir.
Einar Benediktsson kunni vel við sig á skáldaþingi, en
hann undi því einna bezt, að klífa brattann algerlega einn
og kafa einnig einn í hinar dýpstu ráðgátur tilverunnar. I
þessum tveimur bindum, Laust mál, eru hreinustu perlur
eftir Einar á þessu sviði. Ekki mundi þó sá, er þessar línur
ritar, telja allar greinar Einars í þessum bókum gull, en þær
sem glitra og glóa þoka hinum í skuggann.
A annan tug ára hafði ég þráð, að rekast aftur á grein, sem
ég las fljótlega í Lögbergi á árunum 1927—30, en í gáleysi
gleymdi ég nafni ritgerðarinnar. I „Lausu máli“ kemur greinin
upp í fang mér. Hún heitir Alhygð. Þótt margt sé undrunar-
efnið í þessari ritgerð, þá varð mér þó sérstaklega ein setning
ógleymanleg. Hún er þessi:
„Mannapinn horfði svo lengi upp í himininn, að hárin
hættu loks að vaxa á enni hans“.
Einari tekst oft að koma fyrir í einni eða tveim setningum
heilli mannsævi, t. d. ,,Á brjóstinu hvílir helföl og köld, hönd-
in sem alltaf sló vankant á steininn“. Og þróunarferill mann-
kynsins birtist eins og í sýn í setningum skáldsins um himin-
sækni mannapans. Þekkingarþorstinn, sannleiksleitin, trúin
á hið máttuga og dularfulla, ljóselskan, guðsleitin og guðs-
hyggjan og hinn himinsækni hugur umskapar og leiðir mann-
veruna frá bæli dýrsins og helli villimannsins upp himna-
stigann til fegurðar, manndóms og andlegs þroska. 1 trúnni á
sálarsamfélagið við máttarvöld himnanna hlýtur jarðarbúinn
þegnrétt sinn í ríki Ijóssins og vex upp að því vaxtarmarkmiði,
að verða hlutaki í guðlegu eðli og þannig meira en maður —
líkjast Guði.
Viðrburðir síðustu áratuga sýna, að hætti maðurinn guðs-
leit sinni, hætti að mæna í bæn og þrá til himins, nær rán-
dýrseðlið aftur tökum á lífi hans og breytni. Hann hrapar
jafnvel niður fyrir þroskastig mannætunnar og finnur hug-
fróun í því að kúga og kvelja, kvelja bráð sína á milli víg-
tanna sinna.
Þessi skilningur Einars Benediktssonar á tilveru-undrinu
gerði hann óviðjafnanlega víðfeðman, háfleygan og þróttmik-
inn, sannkallað kraftaskáld í heimi andans, hugsjónanna og
trúarinnar á dásemdir lífsins og einingu allrar tilveru.
Ritgerðarperlan, Vesturklaustrið mikla, sýnir, hvaða aug-
um skáldið leit á þjálfun og sjálfsuppeldi manna í ríki trúar
og tilbeiðslu, þjálfun hins himinsækna huga. Hvílíkt andans
þrek skáldið hefur átt til þess að kafa í hið mikla ómælisdjúp
tilverunnar, birtist í snilldarverkinu, þótt aðeins sé greinar-
korn, Gdfa geimsins.
,,Ég lít svo á“, segir þar, ,,að gáta geimsins eigi að ráðast
á grundvelli tveggja meginlögmála. Annað er alnánd aflsins,
hitt kyrrstaða sköpunarverksins í heild. . . . Hin furðulegasta
og himinhæsta einkunn hnattakerfisins er sú, að eiga stað-
laust almætti í hverri ósæisögn um allt regindjúpið. Allra
síðustu rannsóknir vísinda vorra staðfesta þessa undurorku
alls lífs og efnis. Og einungis í ljósi hennar verða blindir
sjáandi og daufir öðlast heila heyrn. . . . Bænarkraftur krist-
ins manns og ,,illt auga“ austræna seiðmannsins eru hvort-
tveggja sprottin af sömu rót, fullmættisorku þeirra, er þekkja
sig sjálfa. En ,,ljósberinn“ hefur þess vegna sokkið í eldsæ-
inn og orðið að öllu hinn minni máttar, að hann fylgdi ekki
kraftlínum hins sterka. Heilagur vilji ríkir í öllu og yfir öllu.
Snertist klæðafaldur almættsins, fer eldingarstraumur kær-
leiks gegnum hjarta heimsins, og undrin miklu birtast og
heyrast hverjum, sem vill skynja“.
Síðar í þessari ritgerð segir svo: „Lausn geimsgátunnar
getur ekki rökstuðst án þess, að tekinn sé til greina að fullu
möguleiki andlegrar veraldar handan við alla efnisheima. . . .
Ef síðari alda vísindi hefðu ei svo ósveigjanlega þrætt
gegn öllu, sem fræðimennirnir skildu ekki sjálfir, mundi vor
eigin heimur án efa vera kominn miklu lengra í ýmsum þeim
fræðum, sem ennþá eru þó bæld niður án þess að taka hin
fornu fræði til greina, meðan skrift hafði ekki skert hug-
skyggni manna“.
Að þessu sama ígrundunarefni víkur skáldið í ritgerðinni
Alhyggð á þessa leið:
„Um allan Austurveg finnast enn glæsilegir, lifandi vitnis-
burðir um óbrotið samband manna við þann anda, sem er
ekki bundinn við stund né stað. Og um endilanga Norðurálfu
heims eru jafnskýrar sannanir þess, hve lamað og vængstýft
er flug hins námsfjötraða, íhugandi jarðarþegns....
Vér þekkjum einmitt svo lítið af lífinu eins og það er, af
því að vér sökkvum oss niður í nám á því, sem liggur á
yfirborðinu. Innri skynjun vor og skyggni á ósýnilega hluti
er af yfirgnæfandi fjölda menntaðra manna dæmd ógild og
hégómi einber“.
Bezt mun nú að Ijúka þessu spjalli með örfáum línum enn
úr Alhyggð, en í þeim er höfundurinn við sama efnið og hér
að framan:
„Eg hef kynnzt mönnum frá Austurlöndum, og ég hef að
ýmsu leyti gert mér far um að skyggnast nokkuð inn í háttu
þeirra og hugsanir. Biblía vor er og í því efni (sem á undan
er rætt) alómetanlegur fjársjóður dásamlegrar þekkingar,
þar sem málsandi hebreskrar tungu er logabjartur viti, á há-
um tindi, yfir hafvillurnar í reiki þjóða, gegnum ótölualdir.
Máttur einfeldninnar er megineinkunn þess máls, er kastaði
gneistum fjallræðunnar út yfir heiminn. Alls staðar, í anda
og bygging hins þrísamhljóða helgimáls, ræður frumleikans
guðdómlega hagkvæmni. Opinberun, spádómar, áköll til al-
valdsins og umfram allt bænir, hljóðbærar til alföður stjörnu-
ríkjanna, mælast á engu máli sannar og með langskeytara
hæfi en á þessari forntungu hins útvalda lýðs“.
Menntastofnanir þjóðarinnar þyrftu að leggja mikla rækt
við að kynna uppvaxandi kynslóðum þá ótæmandi auðlegð,
sem þjóðin á í verkum mestu skáldanna okkar, og á ég hér
eingöngu við skáld, sem ekki hafa gengið í þjónustu hins
spillta tíðaranda. Nóg er af hinum og þar er ótæmandi sjóð-
ur.. P. S.