Eining - 01.04.1957, Qupperneq 10
10
EINING
HRAFNHILDUR
Skáldsaga eftir Asfríði Torfadóttur.
«au þögðu bæði um stund. Hann horfði niður í boll-
ann eins og hann væri að reyna að lesa þar ör-
lög sín, sagði svo hálfdræmt og lágt: „Hrafnhild-
ur, nú hefur mér loks tekizt að útvega þér vinnu-
,,En, góði minn, ég hef alls ekki beðið þig að
útvega mér neina vinnukonu“, svaraði Hrafnhildur, ,,ég kemst
vel af síðan börnin stækkuðu, en vinnumann finnst mér heim-
ilið þurfi að fá, þar sem þú getur aldrei verið neitt heima
sjálfur. Það er ófært að hafa engan karlmann á heimilinu,
hvað sem fyrir kemur, eins og t. d. nú í síðasta stórhríðar-
bylnum, þegar ég varð að fara frá börnunum hágrátandi í
bænum og út í ofviðrið til þess að reyna að bjarga vesalings
drengnum úr fjárhúsunum. Hefði ég þá ekki haft hyggni til
að binda saman tvö færi, sem hangið hafa í ganginum síðan
þú áttir bátinn, bundið þau við dyrastafinn til þess að ég
kæmist þó í öllu falli heim aftur með því að rekja mig eftir
þeim, ef ég næði ekki fjárhúsunum, þá er ég handviss um,
að hvorki ég eða drengurinn hefðum náð heim til bæjar aft-
ur. Ég er ekki orðin fær um að standa í slíkum stórræðum“.
,,Mér hefur skilizt það áður“, Hrafnhildur, ,,að þú viljir
helzt fá ungan mann á bæinn, sjálfsagt einhvern munnfríðan
og snotran svein“. —
,,Mér er nákvæmlega sama um, hvort hann er haltur og
skakkur eða, hvort munnurinn er langsum eða þversum, ef
hann aðeins er duglegur til útiverka“ —
„Heldur þú nú, Hrafnhildur, ,,að ég viti ekki, hvers vegna
þú umfram allt vilt fá karlmann á heimilið“.
Hrafnhildur þykktist við, en sagði aðeins: „Margur heldur
mig sig, Pétur“.
„Ekki stendur á bölvuðum ónotunum“, hreytti Pétur úr
f U
ser .
„Svo má lengi brýna deigt járn, að bíti um síðir”, svaraði
Hrafnhildur. „Nú fer að verða nóg komið, Pétur“.
„Jæja, það verður nú að ráðast, hvernig þú tekur þessu“,
sagði Pétur, „konan kemur á heimilið í vor.. Hún er vega-
laus sem stendur og ég lofaði henni vistinni, og er vanur að
standa við loforð mín. Þú þekkir hana, það er Bessa, ekkja
Vestergaard beykis“.
„Þetta hefur nú svo sem flogið fyrir, en ég hef ekki trúað
því“, sagði Hrafnhildur, „að þú værir svo djúpt sokkinn, að
þú tækir jafnillræmda kvensnift inn á heimilið til barnanna
þinna, og það án þess að ráðgast um það við mig“.
„Það er hægur eftirleikurinn“, Hrafnhildur, „þú tókst
Gunnar að þér án þess að gera nokkra grein fyrir, hvers
vegna þú gerðir það á móti mínum vilja“. —
„Æ, erum við nú ekki búin að ræða það mál svo oft, að
kyrrt megi liggja? En sé það ósk þín, skal ég reyna að skýra
það mál á ný. Ég tók drenginn af því, að hann átti engan að
í þessum heimi, og ég tók hann vegna þess, að ég kenndi
okkur að nokkru leyti um dauða Gunnhildar móður hans.
Við létum hana hrekjast hlífðarlaust úti í óveðrum og kulda
á meðan hún gekk með barnið. Auðvitað vissi ég ekki, hvern-
ig var ástatt fyrir henni, annars mundi ég hafa reynt að hlífa
henni meira, og þú varst fjarverandi eins og venjulega, og þig
hefur líklega ekki grunað, hvernig ástatt var á heimili þínu“.
Hrafnhildur greip andann á lofti, þagnaði og horfði fast á
mann sinn, en Pétur horfði stöðugt ofan í bollann og þagði.
Hrafnhildur færði sig nær honum og stóð einbeitt og alvar-
leg frammi fyrir manni sínum. Varir hennar titruðu og dökkir
dílar sáust í kinnum hennar. Hún tók aftur til máls:
„Ég tók drenginn, Pétur, af því að ég vonaði, að ef hann
yxi upp á heimili okkar eins og okkar eigin börn, yrði synd
barnsföður Gunnhildar léttari, þegar kæmi fyrir hinn æðsta
dóm“. Hún þagnaði aftur um stund, færði sig svo enn nær
Pétri, lagði hönd á öxl hans og sagði með blíðri en skjálfandi
rödd:
„Pétur, það er ekki ýkja margt, sem ég hef beðið þig um,
öll þessi ár, er við höfum verið saman, eða að minnsta kosti
ekki margar bænir mínar, sem þú hefur uppfyllt, en nú ætla
ég samt að treysta þér til að verða við þessari, ef til vill síð-
ustu bæn minni: Láttu þessa konu ekki koma á heimilið. Ég
bið ekki þessa aðeins mín vegna, heldur barnanna þinna.
Enginn getur ábyrgzt, að slíkur félagsskapur geti ekki orðið
viðkvæmum barnssálum að ævilöngu tjóni“.
Pétur hristi hönd hennar af öxl sér, og sagði: „Ég vil ekki
heyra meira af þessum bölvuðum þvættingi. Bessa er ráðin
hingað og hún kemur“. Svo staulaðist hann inn í svefnher-
bergi þeirra hjónanna og lokaði hurðinni á eftir sér.
Hrafnhildur slökkti ljósið og lagði sig í öllum fötunum fyr-
ir framan Bergljótu litlu, og leið svo þessi nótt, að ekki varð
henni svefnsamt, en tár hennar þeim mun fleiri.
Pétur var árla á fótum næsta morgunn að vanda, borðaði
og drakk kaffi sitt, og kastaði svo lauslega kveðju á mæðg-
urnar og drenginn, eins og væri hann að fara sem snöggvast
frá. Hrafnhildur horfði á eftir honum upp túnið. Hann stað-
næmdist við hliðið á túngarðinum, sneri svo við, gekk á miðja
leið aftur heim að bænum, en sneri þá aftur á ný og hljóp við
fót, og þannig sá hún hann hverfa út í morgunhúmið og fjar-
lægðina.
XXIII
agar, vikur og mánuðir liðu og Hrafnhildur
heyrði ekkert frá manni sínum. Henni var
stundum farið að finnast sem samtal þeirra
hefði aldrei átt sér stað, væri aðeins vond-
ur draumur, sem aldrei þyrfti að rætast, en
rétt fyrir páska kom Gísli á Gerði, sem ver-
ið hafði töluvert í N-firði, og bar Hrafnhildi kveðju frá Pétri
og þau boð, að hann ætlaði að koma heim fyrir páskana.
Hrafnhildi varð órótt, en reyndi að leyna því. „Veizt þú,
Gísli minn”, spurði hún, „hvort Pétur kemur einn?“
„Hann kemur víst með Bessu og son hennar með sér. Við
hjónin höfum verið að tala um þetta síðan ég kom heim, að
nú hvorki mættir þú né ættir þú að vera lengur á Hrauni,
og kona mín bað mig bera þér kveðju sína og segja þér, að
þú sért velkomin, hús okkar standi þér opið hvenær sem sé,
að nótt eða degi, hvenær sem þú viljir koma með börnin, og
hjá okkur getir þú verið á meðan þú sért að ráða ráðum þín-
um varðandi framtíðina.. Láttu okkur vita, Hrafnhildur mín,
ef það er eitthvað, sem við getum gert fyrir þig.. Við reyn-
um að hjálpa þér eftir mætti á meðan ástæður þínar eru eins
og nú standa sakir“.
Hrafnhildur þakkaði honum alla velvild þeirra hjónanna
frá því, er hún kom að Hrauni, „en þessa stundina get ég
ekki“, sagði hún „afráðið neitt. Ég vona, að þú komir bráð-
um aftur og get ég þá ráðfært mig við þig um, hvernig ég
geti bezt snúizt við þessu vandamáli. Eins vil ég þó biðja
þig strax, að þú komir við hjá Bergljótu og greinir henni frá
þessari ákvörðun Péturs. Sjálfsagt fellur henni fréttin engu
léttar en mér. Ef hún ætti ekki ykkur hjónin að, væri hún
algerlega einstæðingur".
Þegar Gísli var farinn, settist Hrafnhildur með litlu dóttur
sína á mókassann hjá eldstónni. Það var sem barnið skynjaði
ósjálfrátt, að eitthvað væri að, því að hún lagði handleggina
um háls móður sinnar og stakk litla gull-lokkaða höfðinu í
hálsakot hennar. Þannig sátu þær langa stund án þess, að
Hrafnhildur gæti komið nokkurri hugsun fyrir sig, en svo tóku
málin smátt og smátt að skýrast. Henni skildist nú, að taflið,
sem hún hafði teflt með öllu því viti og allri samvizkusemi,
er hún átti til, frá því hún kom að Hrauni, var algerlega
tapað, taflið um gæfu og heiður heimilisins. Hún vissi, að