Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 5

Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 5
EINING 5 \ ■4> Islenzkir ungtemplarar «>—-------------- Ritstjórn blaðsíöunnar: Guðmundur Þórarinsson og Einar Hannesson. _________________________i -J * X X \ uraf/óÉ Lag: BlessuS sértu sveitin mín Heill sé hverjum svanna og svein, sem að björtu merki lyftir. Innsta hjartans eðalstein, auðgar fegurð, græðir mein. Að vor stefna öll sé hrein, alltaf stærstu máli skiptir. Heill sé hverjum svanna og svein, sem að björtu merki lyftir. Heill þér alltaf æskusveit! Einhuga til nýrra dáða. Vertu trú í ljóssins leit, legg á brattann, strengdu heit. Dáðríkt starf til vaxtar veit, vorhugur skal stefnu ráða. Heill þér alltaf æskusveit! Einhuga til nýrra dáða. G. Þ. LIMGA FÓLKIÐ OG GRÓDLRIMIM Æskan og vorið eru hugtök, sem koma tíðum saman í huga vorn. Með vorinu vaknar allt til lífsins, þá gægist hver jurt úr moldu, sem á einhvern vaxt- armátt, lífið ómar af þúsund radda kliði. Æskan hið dýrmætasta vor mannsins, elur líka sín blóm, aldrei á hugurinn fegurri lífgrös, fleygari vængi, hærri þrár og hugsjónir. Vorinu fylgir athafnaþrá og öllum er nauðsyn að komast eitthvað í snertingu við móður jörð. Eiga kunningsskap við smávini fagra, foldarskart. Fáum mun það heillavænlegra en ungu fólki í bæ og borg, að geta átt stund saman við gróðurstörf. Landið bíður okkar. Margir staðir kalla á okkur. ,,Komið grænum skógi að skríða.“ Alltaf er sú stóra hugsjón að fá meiri og meiri byr í seglin, að hér megi rækta stóra nytjaskóga, og við eygjum líka þann draum skáldsins. ,,Að akrar hylji móa“ að minnsta kosti fög- ur tún. Við fögnum hverjum þeim gróð- urblett, sem við bætist. Vitur maður hefur sagt, sá sem rækt- ar vel garðinn sinn, ræktar um leið hug sinn. Geturþaðekki orðið eitt af verkefnum ungtemplara, að koma upp fögrum skrúðgarði í nágrenni Reykjavíkur t. d. í námunda við Jaðar. Ég held að þetta mál væri vel athug- andi. Um leið og unnið yrði að góðu málefni, gæti það orðið skemmtileg kynning. Unga fólkið gæti farið í leiki og gert sér ýmislegt til ánægju. — Það mundi setja metnað sinn í að gera garðinn sinn sem fjölbreyttastan, skreyta hann fögrum trjálundum og margbreyttu blómskrúði. Þangað gæti það öðru hverju leitað sér hvíldar og hressingar. ------00O00------- Arvid Joh. Johnsen. Morska ungtemplarasambandið 50 ára. t þessum mánuði eru liðin 50 ár frá því er norska ungtemplarasambandið (Norges God- templar Ungdomsforbund) var stofnað. 1 tilefni af þessu afmæli efna norskir ungtemplarar til fjölbreyttra og veglegra hátíðahalda í bænum Skien dagana 10.—18. júlí n. k. Hátíðahöldin mun sækja fjöldinn allur af ungtemplurum, og meðal þeirra verða þar 4 ungtemplarar frá Islandi á vegum Islenzkra ungtemplara. NGU, en svo er norska ungtemplarasamband- ið skammstafað, var stofnað í Fridrikstad 26. og 27. júní 1909. Þremur árum áður hafði verið stofnað í Svíþjóð samband sænskra ungtempl- ara og höfðu áhrif þaðan gert sitt til að norskir ungtemplarar hófust handa um að stofna sitt samband. Að stofnun NGU stóðu 15 ungtempl- arafélög, sem starfað höfðu um lengri eða skemmri tíma, hin elztu á 3 tug ára. Félög þessi höfðu verið stofnuð af templurum i undirstúkum, sem höfðu fundið þörf á slíkri starfsemi, er gæti sameinað unga fölkið í undirstúkunum til félagsstarfs; þar sem hinir ungu gætu tileinkað sér bindindissamt líferni og bróðurlegt samstarf og jafnframt starfað að hinum fjölbreytilegustu hugðarmálum sín- um. Félög þessi buðu upp á ýmislegt i starfinu, sem ekki hafði verið notað í stúkunum og sumt af þvi var i banni hjá undirstúkunum. Má í þvi sambandi minna á dansinn, en um hann hefur löngum staðið stríð meðal templara í Noregi og svo er enn. Þeir eru þar æði margir, sem fordæma dansinn og eru á móti því að dansað sé í fundarhúsnæði templara. Af þess- um ástæðum m. a. mætti þessi starfsemi ekki velvilja eða skilningi almennt meðal templara fyrst í stað og reyndar í áratugi þvi að það er ekki fyrr en árið 1947 sem að NGU er samþykkt á stórstúkuþingi sem æskulýðsdeild á vegum IOGT í Noregi. Fram að þeim tíma var sam- bandið algerlega sjálfstæð félagasamtök, sem þó kenndu sig alla tíð við templara, og þau unnu starf sitt á sama grundvelli og góðtemplara- regian, þ. e. hugsjóninni um algert bindindi á áfenga drykki og bræðralagi allra manna. Kjörorð NGU er í dag — Bindindi — Friður — Lífshamingja. Ekki er unt að skýra hér ýtarlega frá starf- semi NGU, en aðeins skal minnst á nokkur atriði, sem máli skipta. Á hverju ári hefur verið efnt til landsmóts ungtemplara. Hefur þar tekizt hin ágætasta kynning félaganna víðs vegar að í Noregi og hinn sanni félagsandi fengið að njóta sín. Allt frá þvi fyrsta hefur sambandið lagt ríka áherzlu á leshringi, og hafa á hverju ári yerið starfandi fleiri eða færri leshringir. Á skemmtanasviðinu hefur verið allmikil fjölbreytni: leikrit, gamanþættir, og hafa þjóð- dansaflokkar starfað af miklu fjöri í sumum ungtemplarafélögunum, og hafa slikir flokkar oft komið fram i dagskrá stúknanna og á mót- um templara. Lífsgleði fylgir jafnan æskulýðnum og söng- urinn á sinn drjúga þátt í að skapa hana. Mikil áherzla er lögð á hinn almenna söng, og oft hafa komið fram söngflokkar frá ungtemplur- um og vakið athygli á mótum templara. Eitt af fyrstu stórmálum ungtemplara var það, að koma upp sumarhúsum, svo að þeir gætu átt þar fundi á sumrum og haft þar bækistöð, einnig til skíðaiðkana á vetrum. Hafa flest félögin komið sér upp slíkum skála. Margir ungtemplarar úr ýmsum landshlutum í Noregi hafa gist þessi sumarheimili á ferðum sínum um landið. Nátengd þessu máli hefur verið friðarstarf- semin, og var hún mjög á dagskrá NGU í byrjun og reyndar alla tíð. Cft vakti hinn skeleggi áróður ungtemplara á þessu sviði mikla athygli. Þannig efndi sambandið til sérstaks friðarmóts árið 1914, sem sótt var af 10 þúsund manns. Hin seinni ár hefur að dómi margra þessi þáttur í starfseminni ekki verið jafnvel ræktur sem oft áður. En stefna NGU er skýr í þessu máli, þ. e. að berjast gegn hernaðar- anda í hvaða mynd sem hann birtist. NGU hefur verið aðili að Norrræa ungtempl- arasambandinu frá stofnun þess 1916 og hefur rækt þar skyldur sinar með ágætum. Þannig hafa nokkur rorræn ungtemplaramót verið haldin í Noregi og seinasta mót rorrænna ungtemplara var haldið í Oslo 1957. Norðmenn hafa sýnt dugnað og útsjónarsemi við skipu- AfmcslishátíSar- sveinninn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.