Eining - 01.06.1959, Page 14

Eining - 01.06.1959, Page 14
14 EINING i [f fillu væri til skila baldiíl Ef unnt væri að rekja öll hin dökku og blóðugu spor áfengisneyzlunnar víðs vegar um heim, yrði sú skýrsla sennilega öllu ljótu ljótari. Hér fara á eftir fáeinar fréttir úr dag- blöðunum okkar, aðallega einu, og er um aðeins stuttan tíma að ræða. Morgunblaðið 18. des. 1957. Yfirskriftin þar: „Báðir bera við ölæði.“ ætti auðvitað að vera ölvun, en ekki ölæði, því að það er delirium tremens. Þessi fregn segir frá manni sem barði bílstjóra, og svo ungum manni, sem reyndi að brjótst inn í sparisjóð. Tíminn 5. febrúar 1958. Yfirskriftin: ,,Eru drengir um fermingu að verða umfangsmesti afbrotalýður Reykjavílcur? Þar er sagt, að framin hafi verið þá um veturinn „þrú upp í sjö inn- brot um helgi,“ og er greint frá þjófnaði á nokkrum stöðum. Ekki er þess getið í blað- inu, að áfengisneyzla hafi verið þessu sam- fara, en ekki er það ólíklegt. Morgunblaðið 20. febr. 1958 Yfirskriftin: „Enn játa unglinaar á sig þjófnað og stuld. Þrír þeirra skiptu með sér H000 krónum." Piltar þessir stálu rúmum 14 þús. kr. á einum stað, 1000 kr. á öðrum stað, 3000 kr. á þriðja staðnum. „Öllu fénu var eytt jafn- óðum,“ segir í blaðinu. „Réðust þeir þá á bíla og vinnuvélar, er þeir voru að þeysast um bæinn með vinstúlkum sínum.“ — Nærri má geta, hvort engin áfengisneyzla hafi verið samfara þessari hegðun. Morgunblaðið h- marz 1958 Yfirskriftin: „Hryllilegt morð framið. Tveggja barna móðir stungin til bana.“ I annarri grein í frásögn þessa sama blaðs segir: „Árdegis hafði hann keypt flösku af konjakki .... þau (morðinginn og kær- asta hans) höfðu þar drukkið úr flösk- unni .... hann hafði upp á síðkastið gerzt meira hneigður til víns.“ í annarri frásögn virðist sem unglings- stúlka hafi verið sjónarvottur að morðinu. — Áfengisflöskurnar hafa áreiðanlega drepið fleiri um dagana, en sprengjuregnið í stórstyrjöldum. Morgunblaðið 5. marz 1958 Yfirskriftin: „í fyrsta skipti dæmdur og hlaut tveggja mánaða fangelsi.“ Maður þessi „kvaðst ekkert muna hvað hann hafi aðhafzt þenna dag eftir kl. 5 sakir ölv- unar.“ — „Hinn ákærði var þá drukkinn, svo og sá, sem fyrir árásinni varð.“ Tíminn 4. janúar 1957 „Nítján ára piltur játar á sig skemmdar- verk á flugvélum.“ Hann var undir „mikl- um áhrifum áfengis.“ Morgunblaðið 17. janúar 1959 „Lokið rannsóknum á þjófnaðar- og skemmdarverkamálum drengja." Þessir snáðar voru 10, á aldrinum 11—14. Morgunblaðið 9. janúar 1959 „Unglingar hafa framið mörg innbrot í íbúðarhúsum undanfarið .... Yfirleitt hefur þeim ekki tekizt að stela miklum fjárhæðum á hverjum stað, en þó höfðu þeir stolið nær 1000 kr. í húsi einu. Morgunblaðið 3. janúar 1959 „Unglingar stálu 18 þús. króna, tóbaks- vörum o. fl. ■—■ Lokið er hjá rannsóknar- lögreglunni yfirheyrslum yfir fjórum ungl- ingum 15—17 ár, sem hafa viðurkennt að hafa framið mikinn þjófnað í kaupfélagi Kjalnesinga við Brúarland .... Eftir að hafa brotizt inn í húsið, gengu þeir með verkfærum á eldtraustan peninga- skáp, tókst að höggva gat á hann, en þar voru geymdar 18000 krónur í peningum. Stálu drengirnir því, en létu síðan greipar sópa um hillur sem í voru tóbaksvörur. Stálu þeir um 30 lengjum af sígarettum, 26 pökkum af smávindlum og einnig tóku þeir með sér 200 kínverja til að sprengja á gamlárskvöld.“ Tíminn 21. janúar 1959 Brutust inn í fyrrinótt. Handteknir í gær.......Voru það fjórir piltungar 14—16 ára . . . höfðu stolið ýmsum varningi.“ Tíminn 23. septembar 1956 „Tvö bifreiðaslys um miðnætti í fyrri- nótt......Maðurinn var drukkinn,“ segir í fi'ásögninni um annað slysið. Morgunblaðið 9. ágúst 1958 Yfirskriftin: „Brotist inn í sumarbústaði við Þingvallavatn.“ — „Á vettvangi fannst áfengisflaska, og voru nokkrar dreggjar í henni.“ Morgunblaðið 29. ágúst 1958 Yfirskriftin: „Maður rotast á Lækjar- torgi.“ —- „Hann var alldrukkinn.“ segir í frásögninni. Fyrirspurn Morgunblaðsins 24. nóv. 1957 um það, hvort æskilegt væri að hætt væri vínveitingum á vegum hins opinbera, svar- aði frú nokkur á þessa leið: „Ef góða veizlu gera skal — þá er hið bezta ekki of gott. En hugsið ykkur vatns- glas á veizluborði. Hitt er annað mál, að takmarka mætti guðaveigarnar úr því fólk virðist ekki geta haft vit fyrir sér sjálft.“ Þarna er mælt af miklu óviti og ábyrgð- arleysi. Það er einmitt takmörkuðu áfengis- skammtarnir, sem leitt hafa til ofneyzl- unnar og allra hörmunga þeirra, sem engin orð fá lýst. „Hið bezta ekki of gott.“ Það er hægt að kenna í brjósti um konur, sem þannig tala. Skyldi ekki líða yfir þessa frú, ef hún stæði andspænis hrigðarmynd þeirra milljóna kvenna, sem áfengisneyzlan hefur kvalið um dagana. — „En hugsið ykkur vatnsglas á veizluborði.“ — Abra- ham Lincoln hafði í veizlum vatnsglös á borðum. Nafn hans er vegsamað um allan heim. Á.fengispostularnir gleymast. Morgunblaðið, 2. ágúst 1957: „Hörmulegur atburður, ungur maður lætur lifið vegna áverka, er hann hlaut við líkamsárás.“ Nánari frásögn fylgir af at- burðinum. Er ótrúlegt að algáður maður hafi framið þenna verknað. Tíminn, 21. ágúst 1957: „Óhugnanlegt morðmál í Danmörku: Tæmdi brennivínsflösku — myrti síðan foreldra sína með exi.“ t Morgunblaðið, 27. sept. 1957: „Tuttugu umferðarslys, 6—8 meiddir. . .. í þessari tölu eru meðtaldir tveir árekstrar, sem ölvaðir bílstjórar voru valdir að.“ Slys þessi voru öll á einni viku. Morgunblaðið, 12. april 1957: Sex menn biðu bana í krá einni í útjaðri Los Angeles, er þrír ölvaðir menn vörpuðu benzínbrúsa inn í krána og kveiktu svo í.“ Tíminn, 9. apríl 1957: „Einn maður skemmir fjórar bifreiðar .......Þóttu sýnileg merki þess, að hann hafi verið drukkinn.“ Morgunblaðið, 17. ágúst 1957: „Sjö piltar 14—21 árs játa yfir 50 inn- brotsþjófnaði.“ — í greininni er allmikil upptalning. Ótrúlegt er að þessir náungar hafi alltaf verið algáðir. Tíminn, 5 apríl 1959, segir frá ölvuðum vegfaranda, sem varð fyrir bíl og slasaðist. Einnig frá tveimur ungum mönnum, sem stálu bíl og óku hon- um út af veginum. Hefðu allt eins vel get- að ekið á vegfaranda og slasað hann eða drepið, ef einhver hefði orðið á vegi þeirra. Nefna mætti svo hér tvö dauðaslys, sem blöðin sögðu frá. Vitað var, að ölvun var þar að verki, þeir sem fórust voru undir áhrifum áfengis, en frá þessu verður ekki skýrt hér nánar. 1 Þetta eru aðeins örfáar og af handahófi gripnar frásagnir blaðanna af þeirri upp- skéru, sem lestur sorprita, kennsla glæpa- kvikmynda, áfengissala, lélegar skemmtan- ir og lélegt uppeldi færir þjóðunum. Hvernig myndi þessi skuggalega mynd líta út, ef öllu væri til skila haldið? Sá menningarakur, sem slíkt illgresi gefur af sér, er vissulega illa hirtur. /0?? ' ' Vilja ungmenni hafa þenna á hælum sér. / *■ / f t

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.