Eining - 01.06.1959, Page 15

Eining - 01.06.1959, Page 15
15 !L E I N I N G Misþyrmingar Hvort er verra, andlegar eða líkam- legar misþyrmingar? — Allar þær sög- ur, sem síðustu áratugina hafa borizt út um heiminn um líkamlegar misþyrming- ar, hafa fyllt hugi manna skelfingu og * viðbjóði, en mönnum hafa einnig verið búnar miklar andlegar þjáningar. Við tölum djarflega um þetta og höldum okkur saklausa sjálfa, en höfum við hreinar hendur? Alls staðar þar sem illvíg flokkapóli- tík magnar sitt ,,kalda“ stríð eru að verki mannskemmdir og andlegar mis- þyrmingar, Skyldi ekki vera unnt að finna dæmi þess hér á landi, einmitt meðal núlifandi kynslóðar, að ágætis- -y_ menn hafi gengið fyrir tímann til grafar sökum þess, hve á þeim mæddu andleg- ar misþyrmingar. Stundum hefur varla verið unnt að veita mönnum svo em- bætti, að með því hafi þeir ekki orðið að sætta sig við allríflegan skammt af rógi og svívirðingum, og oft er varla unnt að kjósa prest, án þess að andar rógs- iðjunar fari á kreik og vinni það tjón, sem seint gengur oft að bæta. Það fer illa á því, að kristnir menn, sem taka vilja hendi til í víngarði Drottins, ljái sig einnig til þess að kasta rekum á glóðir Andskotans. Hinn sífeldi rógur vinnur að því sleitulaust að niðurlægja menn og mál- efni. Rekur þá að því, að virðing fyrir embættum, stöðum og störfum þrýtur, en það er sálartjón jafnt einstaklingi sem þjóðfélagi. Flokkapólitíkin er í þess- um efnum skaðvaldur mikill, því að þótt hún hafi tekið að sér stjórnmálin, þá niðurlægir hún þau einnig, og það svo, að stjórnmálastarfsemi verður metin af öllum þorra manna, sem eins konar skítverk. Stundum getur verið fróðlegt að fletta gömlum blöðum. 17. janúar 1941 birti Morgunblaðið grein, sem komið hafði í Aftenpotsten 28. des. 1939. Þar koma fyrir þessar setningar: ,,Axel Oxenstierna sagði við son sinn: ,,Sonur minn. Ef þú vissir, með hve lítilli skynsemi heiminum er stjómað.” Á vorum dögum virðist svo komið að skynsemi og pólitík geti enga samleið átt. Það er allt annað hugtak, sem manni dettur í hug í sambandi við stjórnmálin. — Og gegn heimskunni bíða, sem kunnugt er, jafnvel guðirnir ósigur.“ Þannig talaði í þá daga Aftenposten og Morgunblaðið. Þriðja stjórnmála- blaðið, Alþýðublaðið, 6. maí 1942, hagaði orðum sínum á þessa leið: ,,I því glórulausa moldviðri, þar sem hvergi sér handaskil í blindhríð rógs og blekkinga og fyrir slær af öllum áttum, verður flestum villugjarnt, jafnvel þeim, sem kynnst hafa af nokkurri eigin raun refilstigum íslenzkra stjórnmála.“ Hér er allhraustlega að orði kveðið: Glórulaust moldviðri, þar sem hvergi sér handaskil og jafnvel þeir reyndustu villast á refilstigum íslenzkra stjórn- mála. Ekki getur hjá því farið, að í slíku pólitísku tíðarfari og andrúmslofti, verði töluvert um mannskemmdir og mis- þyrmingar, og hefur slíkt valdið sið- gæðisuppeldi þjóðanna meira tjóni en nokkur er fær um að útreikna. Auk þess er það fullvíst, að stundum hafa hinir ágætustu mannkoslamenn fallið í val- inn, lamaðir á líkams og sálar kröftum undan rógsiðju og andlegum mis- þyrmingum, sem annars hefðu senni- lega starfað lengur á meðal okkar og unnið gott verk. Þegar svo unga kynslóðin heyrir stöðugt og les lítilsvirðandi uppnefning- ar á mönnum og málefnum, ekkert sleppur, jafnvel ekki æðstu embætti þjóðarinnar við það, að einhver geti vaðið á forugum skóm þar um, þá er ekkert undur þótt málvenjur unglinga verði nokkuð áþekkur þessu og með uppgerðar hreystibrag. -------ooOoo------- . ÞINYALLARFUNDUR cyCandááamlancll^ c^ec^n ápencjlálölinu \ hoðar til Þingvallarfundar sunnudaginn 14. júní n. k. Fnndurinn hefst í Valhöll klukkan 2 eftir hádegi og mun standa fram á kvöld. Aðalrceðumenn. verða:. Guðmundur G. Hagal'm rithöfundur og Baldur lœknir Johnsen, í Vestmanna- eyjum. Sérstakur gestur fundarins verður Ruben Wagnsson, fyrrv. landshöfðingi í Kalmar í Svíþjóð, en hann er ceðsti maður alþjóða góðtemplarareglunnar og forustumaður í fleiri samtökum bindindismanna. Hann er kynntur hér í blaðinu á 1. og 2. blaðsíðu. Aðrir dagskrárliðir fundarins verða, söngur, kvikmynd og sennilega sýning þjóðdansa. Gott er jafnan að koma á Þingvöll og þar á við að rœða vandamál þjóðarinnar.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.