Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 12
12
EINING
J
Hilsen fra Island til D.NT. — jublieet
TIL DET NORSKE TOTALAVHOLDSSELSKAP sender
avholdsfolket i Island sine varmeste hilsener i forbindelse med
100 árs jubileet. Med stor interesse har vi altid fulgt avholds-
sakens framgang i Norge. Vi er godt kjent med banebryternes
store tak og har altid beundret deres seiermod og hentet
derfra opmuntring og inspiration.
Má Det norske Totalavhaldsselskap framdeles bli seierrik
i kampen for den gode sak og et eksempel for avholdsfolket i
norden, ja,i hele verden.
Benedikt S. Bjarklind
Islands stortemplar.
Kristinn Stefánsson,
Statens edruelighetskonsulent
Pétur Sigurðsson,
Landsforbundet for bekœmpelse af alkoholismen.
Skólamót á Sauðárkróki
Hinn 9. maí 1959 var haldið skólabarnamót á Sauðár-
króki. Var mótið fyrir fjóra hreppa: Víkur, Rípur, Staðar og
Skarð-hreppa. Til mótsins komu flestir áfengisvarnanefnda-
menn úr nefndum hreppum og allir búsettir kennarar og auk
flestallra bama á skólaskyldualdri. Auk þess nokkur böm úr
barnastúkunni Eilífðarblómið á Sauðárkróki. — Af fullorðnu
fólki komu nokkrir fleiri af forsjármönnum blamanna. Munu
alls hafa verið á mótinu hartnær 80 manns.
Á dagskrá voru fjögur erindi, þrjú skemmtiatriði, söngur
mikill milli atriða og kvikmyndir sýndar, Mótinu stjórnaði
Jón Eiríksson, Fagranesi, formaður á. f. v. ni. Skarðshrepps.
— Erindi fluttu: Magnús Bjarnason kennari æt. stúkunnar
„Gleym mér eigi“ á Sauðárkróki, Jón Þ. Björnsson fv, skóla-
stjóri, formaður Félags áfengisvarnanefnda í Skagafirði,
Pétur Björnsson erindreki Áfengisvamaráðs og Guðjón Ingi-
mundarson kennari, formaður Ungmennafélagasambands
Skagafjarðar. Ámi Jónsson söngstjóri á Víðamel stjórnaði
almennum söng, og Gunnulaugur Björnsson, Brimnesi, for-
maður áfengisv.nefndar Viðvíkurhrepps sleit mótinu með
ræðu. — Skemmtiatriði fluttu skólabörn úr Viðvíkur - og
Staðarhreppum undir stjóm skólastjóra sinna, þeirra Bjarna
Gíslasonar og Hróðmars Margeirssonar. Kvikmyndir sýndi
Guðjón Ingimundarson. En Pétur Björnsson lagði myndirnar
til og útskýrði efni þeirra. Veitingar handa aðkomufólki voru
framreiddar í Bæjarþingssalnum. Önnuðust þær sem sagt
nokkur börn stúkunnar á staðnum. En Jón Þ. Björnsson hafði
þar annast undirbúning allan og stjómaði starfinu.
Félag áfengisyarnanefnda í Skagafirði sá um kostnað við
mótið. En undirbúning og skipulagningu önnuðst þeir Pétur
Björnsson og Jón Þ. Björnsson, og formenn áfengisv.nefnda
sáu um framkvæmdir hver í sínum hreppi.
Að mótinu loknu afhenti Sigurbjörg Gunnarsdóttir, fyrmm
húsfreyja í Utanverðunesi, Félagi áfengisvamanefndanna að
gjöf peningaupphæð, er nam hartnær öllum beinum kostn-
aði við mótið. Má hin höfðinglega gjöf Sigurbjargar vel skoð-
ast sem tákn þess, hvílkan hug íslenzkar konur bera til bind-
indisstarfsins og varnanna gegn áfengisbölinu yfirleitt.
Skólamótið var mjög ánægjulegt og kom fram áhugi um
að endurtaka það á næsta ári.
ÆSKULYÐSHEIMILi TEMPLARA A AKUREYRI
Starfsemi þess veturinn 1958—1959
Æskulýðsheimil templara hóf starfsemi sína að þessu sinni
um miðjan október 1958. Voru þá opnaðar lestrarstofur og
leikstofur íi Varðborg og auglýst nokkur námskeið. sem fyrir- *
huguð voru á vetrinum.
Leikstofurnar voru opnar á hverjum þriðjudegi og föstu-
degi kl. 5—7 fyrir börn á aldrinum 10—12 ára og sömu
daga kl. 8—10 fyrir unglinga Eins og að undanförnu voru í
leikstofunum knattborð, borðtennis, bobb og margs konar töfl
og spil
Nú hafði Æskulýðsheimilið yfir fleiri stómm herbergjum
að ráða en áður, og veitti ekki af, því að aldrei hefur aðsókn
verið jafnmikil. Fram til jóla var oftast yfirfullt í húsinu bæði
fyrri og seinni tímann, sem opið var, en þegar líða tók á vet-
urinn minnkaði aðsóknin eins og jafnan áður. Suma dagana j.
sóttu heimilið nokkuð á annað hundrað manns. Sérstaklega
var aðsókn unglinganna á tímanum kl. 8—10 mun meiri en
áður, og hélzt svo til loka.
Námskeið, sem fram fóm á vegum Æskulýðsheimilisins,
voru þessi:
1. Námskeið í föndri (börn) Kennari Indriði Ulfarsson.
Nemendur 12.
2. Námskeið í föndri (böm). Kennari Jóhann Sigvalda-
son. Nemendur 12.
3. Námskeið í meðferð olíulita. Kennari Einar Helgason.
Nemendur 10. r
4. Flugmódelnámskeið. Kennari Dúi Eðvaldsson. Nem-
endur 15.
5. Námskeið í tágvinnu. Kennari Sigríður Skaftadóttir.
Nemendur 14.
6. Námskeið í tágvinnu. Kennari Hermann Sigtryggson.
Nemendur 14.
7. Námskeið í Hjálp í viðlögum. Kennari Tryggvi Þor-
steinsson. Nemendur 15.
Alls voru því á þessum 7 námskeiðum 92 nemendur.
<*
8. Módelfélag Akureyrar.
Auk þessara námskeiða starfaði Modelfélag Akureyrar í
Varðborg tvo til þrjá daga í viku og fékk þar húsnæði, ljós
og hita án endurgjalds. Þátttakendur í félaginu hafa flestir
verið á námskeiðum í Varðborg. Og eftir námskeiðið í vetur
hafa myndast nýir hópar í þessari tómstunastarfsemi.
9. Skák
Æskulýðsheimilið lét Skákfélagi Akureyrar í té húsnæði
handa unglingum til skákæfinga nokkurn hluta vetrarins.