Eining - 01.04.1961, Blaðsíða 2
2
EINING
ar á eitthvað máttugra til þess að létta
af okkur byrðinni. Þegar eitthvað hefur
veitt okkur þrek til þess að bera sigri-
hrósandi byrði dagsins, þá höfum við
fundið helgidóm.
Við þurfum ekki að leita fjarlægra
undralanda til þess að finna hvíld. Oft
er mistúlkuð ritningargreinin: „Hann
leiðir mig að lygnum vötnum, þar sem
ég má næðis njóta. Hann hressir sál
mína.“ Okkur verður hugsað til hinna
lygnu vatna eða sléttlendislækja. En
slík voru ekki hin lygnu vötn hjarð-
mannsins. Þau voru aðeins hluti af
beljandi fjallavötnum, straumhörðum
lækjum á þeim slóðum, er hann varð
að gæta hjarðar sinnar, en á stöku
stöðum voru hin lygnu vötn „næðisins"
— lygnir pollar, afkvæmi beljandi
straumsins. Þannig getum við einnig
fundið í straumi lífsins hin lygnu vötn,
sem geta róað og endurnært sálir vorar.
Helgidómurinn þarf ekki að vera
fjarlægari en húsgarðurinn okkar. Allt
frá dögum Edens hafa ýmsir menn
fundið nærveru Guðs betur í jurtagarði
en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.
Námsmaður nokkur lét eitt sinn þau
orð falla, að fall eplisins til jarðar,
hefði ekki nauðsynlega þurft að vera
aðalorsökin til þess, að Newton upp-
götvaði þyngdarlögmálið. Hann var al-
einn í helgiró garðsins, þegar sann-
leikurinn opinberaðist honum.
Fjöllin og hafið eru ævarandi helgi-
dómar. Kona, sem var svo vel sett, að
frá glugganum í íbúð hennar brosti við
henni fögur fjallasýn, segir: „Þegar
ég er að gefast upp við eldhússtörfin,
geng ég að glugganum og horfi til
fjallanna.“ Þá gagntók helgikyrrð og
hvíld sál hennar, en prófessor nokkur,
sem ekki hafði slíka útsýn, gat aftur
hvílt og róað sál sína hvern morgun
við það, að standa við gluggann og
horfa út á glitrandi hafflötinn.
Þá er einnig hægt að gera herbergið
sitt að helgidómi. Höfundur þessarar
greinar minnist næst á vinkonu sína
(höfundurinn er kona). Þessi vinkona
hennar er „social worker,“ hvað eigum
við að kalla hana á íslenzku, ármann
eða starfsmann félagsmála? Hennar
starf var mjög þreytandi, sífelt rölt
um steinlögð stræti, upp stiga í fjöl-
býlishúsum, að þurfa að hlusta sí og
æ á raunatölur og kvartanir og semja
leiðinlegar skýrslur. „Kvöld eitt kom
ég við hjá henni með skilaboð,“ segir
greinarhöfundur. „Hún bauð mér inn,
og viti menn. Litla herbergið hennar
var uppljómað af kertaljósum. „Þetta
er mín aðferð til þess að halda sál og
sönsum,“ sagði hún. „Hvert kvöld læt
eg þessi kerti loga 15 mínútur. Ég veit
ekkert, sem betur róar hugann en
kertaljósið."
Sumir finna sálarfrið og hvíld í þjón-
ustu, í því að heimsækja sjúka, gefa
blóm eða gleðja gamalmenni. Jafnvel
við hádegisverðarborðið er unnt að eiga
sína helgistund. Góð hljómlist getur
orðið andlega þjökuðum og líkamlega
örmagna manni nýr orkugjafi. „Láttu
20 mínútur nægja til þess að matast,
en gæddu þér svo á Brahms það sem
afgangs er af stundinni,“ segir rithöf-
undur nokkur. — Þöndum vængjum
svífur hún aftur frá hljómlistarhelgi-
dómi sínum til starfsins.
Jafnvel volg laug getur verið þessi
blessunarlind. Einn af elztu viðhafnar-
siðunum var einmitt hreinsunarlaugin,
athöfnin að hreinsa sig af öllum óhrein-
leik lífsins. Ein af nútímaaðferðunum
til að lina þjáningu og taugaspennu eru
heilsuböðin.
Fleira má nefna. Kona nokkur, sem
ól upp og annaðist stóra fjölskyldu og
hafði auk þess matsölu, var spurð,
hvernig hún færi að því að varðveita
geðró sína. „Ég á stóran ruggustól uppi
í herberginu mínu,“ svaraði hún, „og
hversu annríkt sem ég á, fer ég ævin-
lega síðari hluta dagsins upp þangað og
rugga mér stund í stólnum á meðan
ég tæmi huga minn og heila.“
Stundum þurfum við þó að tæma
meira en huga og heila. Við þurfum þá
að úthella sál okkar, og þá þurfum við
að gera okkur ljóst á ný, að „máttur
og prýði er í helgidómi hans,“ (Guðs).
Morgunstund í guðshúsi eða bænastund
í sjúkrahússkapellu, bæn fyrir sjúkum
ástvinum eða öðrum, getur verið dýr-
mæt helgistund.
Yfir flesta menn kemur einhvern-
tíma sú stund, þegar enginn jarðnesk-
ur helgidómur, enginn launklefi og
ekkert friðskjól nægir til að bæta úr
hinni sáru þörf þeirra. Hvað þá?
Þegar brezk herskip lenda í háska,
þá er skyndilega blásið til athyglis —
„The Still blown.“ Þetta táknar:
„Reiðubúinn að gera hið rétta.“ Áður
en aðvörunarmerkið kallar, vita fæstir
hvað hið viturlega er, en á hinni hljóðu
stund, sem merkið krefst, skilst mönn-
unum það. Hver maður athugar stöðu
sína og tekur á öllu sínu. Með því að
hlýða athygglismerkinu þurrkast út allt
fálm og öll ringulreið, og þannig er voða
afstýrt.
Þannig er oft ástatt um okkur. Fæst-
ir gera sér ljóst viðstöðulaust, hvað sé
viturlegast. „Ef ég aðeins vissi, hvað
gera skyldi!“ hrópum við, en gleym-
um fyrirskipun hins hæsta: Ver hljóð-
ur!
Hve lítið sem þú veizt og hve skammt
þú ætlar að trú þín nái, þá skalt þú,
næst er þig skortir þrek, hætta ger-
samlega öllum ákafa þínum og fara að
dæmi þeirra manna, sem fundið hafa
bjargráðið: „Ver kyrr og viðurkenn,
að ég er Guð.“
óteljandi fjöldi aðþrengdra manna,
karla og kvenna, hefur fundið í trú
sinni hugfró og friðskjól, þegar hjörtu
þeirra hafa hrópað á helgihvíld sálar-
innar. — Hér komum við þá aftur að
hinum mikilvægasta veruleika allra
æðri trúarbragða: „Guð er oss hæli og-
styrkur, örugg hjálp í nauðum.“
Hér lýkur Margaret Blair Johnstone
máli sínu. Um nákvæma þýðingu er
hér ekki að ræða, heldur endursögn, en
á því hygg ég að greinin hafi engu
tapað. Upphaf greinarinnar hér, þar
sem minnst er á flótta unga mannsins,
er inngangur minn, en ekki hluti af
grein frúarinnar, en heilræði hennar
eru áreiðanlega þarfari margri sál, sem
í hafróti lífsins hrekst, en ýmislegt það,
sem oft er eftirsótt og stundum dýru
verði keypt. — Rósemd hjartans! Hví-
lík auðlegð, hvílík heilsulind, hvílíkur
helgidómur í stormum og hretviðrum
lífsins!
P. S.
Innsta þráin
Alla mína ævi hef ég
hrópað, Guð, til þín.
Hræddur, þegar barn ég var
og tók upp áköll mín.
Með ári hverju óx svo vandinn,
einnig hjartans þrá,
og hungrið eftir hjálpræði,
sem himnum kemur frá.
Ég fávís maður valdi það
að vinna, drottinn, þér
og vegna slíks mig hjartaþorstinn
sárast alltaf sker.
Ég hef því alltaf hrópað, Guð,
í himininn til þín.
Þú heyrir eflaust kallið mitt
og bænarandvörp mín.
P. S.