Eining - 01.04.1961, Qupperneq 6
6
EINING
,<$--------------------------------------------------------Æ,
H / /\ / / /\ /f _ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
y-L-L V vJT menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku
Islands, kostar 30 kr. árg., 3 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982, Reykjavík.
Sími: 15956.
4----------------------------------------------------------S>|
Hverju er minnkandL
áfengisneyzla Svía að jba/c/ca?
tZpsambandi við ölþvceluna undanfarna mánuði var eitt dag-
ft|!« blaSanna í Reykjavík að telja fnönnum trú um, að það
vceri að þakka frjálsari áfengissölu og ölsölu, að neyzla
sterku drykkjanna hefur heldúr minnkað í Svíþjóð. Þeir sem
bezt þekkja til þessara mála í Svíþjóð, myndu ekki samsinna
þessu. Hitt er sanni ncer, að þetta sé árangur af mjög auk-
inni bindisstarfsemi í landinu, öflugu skipulagi og aðgerðum
stjórnarvaldanna.
Scenska ríkið eykur stöðugt framlagið til áfengisvarna og
bindindisstarfsemi. Árið 1960 veitti ríkið 43,244,900 sœnsk-
ar krónur til drykkjumannahcela og allra slíkra hjálparstofn-
ana, einnig áfengisvarnanefnda og A.A. samtakanna, en nú
er ráðgert að upphceðin verði 49,701,000 scenskar krónur.
Til ýmissa greina bindindisstarfseminnar og bindindisfrceðslu
veitti ríkið í fyrra 2,454,000, en á nú að hcekka í 2,544,00
scenskra króna. Til œskulýðsstarfseminnar í fyrra 5,912,100,
en á nú að verða 8,082,000.
Þessir þrír liðir gera samtals árið sem leið 51,611,000,
en eru nú ácetlaðir 60,327,000 — sextíu milljónir þrjú
hundruð og tuttugu og sjö þúsundir scenskra króna. Þetta
er laglegur skildingur, sem scenska ríkið veitir til þess að
draga úr áfengisbölinu. Það verða margar ísl. krónur þegar
búið er að margfalda þessar rúmar 60 milljónir sjö til átta
sirúnum.
Þótt neyzla sterku drykkjanna hafi minnkað nokkuð í Sví-
þjóð, frá því, sem h!ún var mest eftir afnám skömmtunar-
innar, en þá þaut hún upp gífurlega, þá telja Svíar ekki að
áfengisvandamál þeirra hafi minnkað áð neinum mun og
kemur þar margt til greina, ekki sízt vaxandi áfengisneyzla
ungmenna og kvenna. 1 slíkum vexti á sinn drjúga þátt hin
algerlega frjálsa áfengissala og ölið.
Fyrir skömmu lét sœnskur lœknir af yfirlœknisembcetti
sínu á Lillhagens sjúkrahúsi, til þess að taka við prófessors-
embœtti í Uppsalaháskóla, sérgrein hans er geðsjúkdóma-
frœðin. Hann heitir Torsteinsson Frey. í sambandi við þessa
stöðubreytingu birti Göteborgs Handels- och Söfarts-Tidning
samtal við prófessorinn. Þá voru orð hans m. a. þessi:
,,Ofdrykkjan er nú þjóðarinnar mesta heilbrigðisvanda-
mál andlegs eðlis — (várt största mentalhygieniska pro-
blem) og hefur stórum versnað síðustu árin.“
Þeir menn, sem halda, að áíengisvandamál þjóða megi
létta eða leysa með áfengum bjór og frjálsri sölu hans, cettu
að kynna sér betur það vandamál, sem lœknirinn rceddi í
þessu blaðamannsviðtali
Hann sagði, að á nokkrum árum hefði sjúklingafjöldinn
í áðurnefndu sjúkrahúsi tvöfaldast. Þessi fjölgun sjúkling-
anna hefði hafizt þegar áfengisskömmtunin var lögð niður.
Áfengisneyzla cetti sökina á sjúkdómi 50—60 af hundraði
sjúklinganna.
I greininni segir, að almennt hafi menn haldið, að rýrnun
neyzlu sterku drykkjanna og aukning vínneyzlunnar, vceri
spor í rétta átt. Prófessor Frey er ekki á þeirri skoðun, segir
þar. „Aukin vínneyzla er vissulega ískyggilegt fyrirbceri“,
segir sérfrceðingurinn. „Þeir sem valda þessari aukningu
vínneyzlunnar eru hinir illa-förnu áfengissjúklingar. Mikill
fjöldi þeirra hefur kosið vínneyzluna fremvtr en sterku drykk-
ina sökum þess, að hún veitir jafnari og þcegilegri ölvun.“
Þá getur prófessorinn þess, að áfengisneyzlan sé inngang-
urinn að annarri eiturlyfjanotkun, sem fcerist heldur í auk-
ana meðal ungmenna. Það sem þessi sérfrceðingur lagði svo
helzt til málanna var þetta: Að Svíar tcekju upp hömlur á á-
fengissölu, svipaða og í Finnlandi, aldurstakmark ungmenna
til áfengiskaupa sé sett hátt og kaupandinn skyldaður til þess
að sýna réttindaskilríki og þegar ofneyzla taki að gera vart
við sig, sé hann sviftur réttindunum til áfengiskaupa.
Við þetta gerir blaðið ýmsar athugasemdir. Þar er bent á,
að meðal annars hafi ofdrykkjan aukizt við það, að í raun og
veru hafi áfengið orðið ofdrykkjumönnunum ódýrara, þegar
skömmtunin var lögð niður. Áfengisneytendur geti dregið úr
ofdrykkjunni með því að scetta sig við hcekkað verð á áfeng-
um drykkjum, hafa áfengi ekki alls staðar á boðstólum í sam-
kvcemum og veizlum, halda því ekki að ungmennum og við-
urkenna yfirleitt rétt manna til þess að ihafa áfengi ekki um
hönd.
Prófessor Frey varar mjög eindregið við vínáróðrinum
og víkur þar að nýrri bók eftir hinn alkunna áfengismála-
frceðimann, prófessor E. M. Jellinek. Þar fceðir hann of-
drykkjuna sem sjúkdóm, gerir greinarmun á gamma-áfengis-
sýki og delta-áfengissýki, sem útbreiddust er í Frakklandi og
öðrum vínlöndum, og gerir ofdrykkjumönnum ncestum ókleift
að ihcetta, en þar sé öðru máli áð gegna um gamma-áfengis-
sýkina, sem algengari sé í Svíþjóð og geri ofdrykkjumanni
auðveldara að hcetta. Þar með sé þó ekki sagt, að hún sé
auðleystara vandamál yfirleitt.
Heimild, varðandi fjárveitingu Svía til bindindisstarf-
semi og áfengisvarna, er sænska fræði- og vísindaritið
Alkoholfrágan, en varðandi síðari hluta greinarinnar,
Motorföraren, tímarit bindindisfélags ökumanna í Sví-
þjóð.
HvaÖ hefur unnizt?
JÓS og myrkur, líf og dauði skiptist á í tilverunni, og
1 hin miklu átök allra alda hafa staðið milli réttlætis og
ranglætis, sannleika og lygi, og hafa sigrarnir oft orðið
sitt á hvað.
Enginn lætur sér um munn fara, að réttlæti og sannleikur
hafi gersigrað ranglæti og lygi, en enginn sanngjam og upp-
lýstur maður myndi heldur telja alla sókn sannleika og rétt-
lætis um þúsundir ára árangurslausa. Hin miklu átök hafa
verið sitt á hvað, og svo er enn.
Siðbætur hafa oft orðið, svo hefur þeim hrakað, og aftur
komið endurlífgunartímar. Þannig hefur þetta einnig verið
um baráttu bindindisaflanna við hinn bölþrungna óvin mann-
legrar velferðar1, áfengissöluna og áfengisneyzluna. Þótt
sjálfselskufullir andstæðingar sannleikans í þessu máli reyni
enn í dag að telja þjóðum trú um, að sú siðbótarstarfsemi