Eining - 01.04.1961, Qupperneq 5
EINING
5
sem formaður félags áfengisvarnanefnda í Rangárvallasýslu, Sigurður Tómasson, bóndi
að Barkarstöðum í Fljótshlíð, flutti á skólamóti í Skógaskóla undir Eyjafjöllum, í febr. sl.
Ánægjuleg sjón er það, að sjá margt
æskufólk samankomið í umhverfi nátt-
úrufegurðar. Við, sem eldri erum, fögn-
um þeim stórfelldu umbótum, sem orð-
ið hafa á kjörum og þroskaleiðum
æskumanna, frá því er við vorum að
slíta barnsskónum. Þess vegna vonum
við, að hlutur ykkar sem ung eruð í
dag, megi verða mun betri til góðra
verka landi og þjóð til heilla, en okkar
eldri kynslóðarinnar, sem varð að fara
margs á mis sökum umkomuleysis og
fátæktar.
Við komum saman hér í dag, til þess
að gleðjast með ykkur og minna ykkur
á miklar og bjartar vonir, sem bundnar
eru við uppvaxandi æskumenn þessa
lands. Óteljandi verkefni bíða huga og
handar, en til þess að góður árangur
náist, þarf einbeitta skapgerð, stöðug-
lyndi og umfram allt trú. Trú á guð-
lega forsjón, trú á sjálfan sig og sigur
hins góða.
Þið kannist við dæmisöguna um tal-
enturnar. Öll höfum við fengið þær að
láni og berum því ábyrgð á, hvemig
við ávöxtum þær. Það er ósk mín, að
ykkur megi takast að ávaxta svo ykk-
ar pund að við ykkur verði sagt: „Gott,
þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu
trúr, yfir mikið mun ég setja þig.“
Misvitrir og óforsjálir menn hafa
sett á leið ykkar til manndóms og
þroska hættulegan bölvald, og ef þið
Guðlaug I. Guðjónsdóttir,
Eining hefur áður minnst á æskulýðs-
starfsemi þessarar ágætu konu og systur
hennar Jónínu, í sambandi við afmæli
barnastúkunnar í Keflavík, en ekki verður
fjölyrt um hana hér fremur en þá, en
blaðið Faxi, sem málfundafélagið Faxi í
Keflavík gefur út, birti afmælisgreinar um
Guðlaugu 70 ára, en það var hún 14. febr.
sl., og mynd þá er fylgir þessum línum.
Einingu fannst ástæða til þess að birta
mynd af Guðlaugu í þessum fallega hópi
ungmenna, og fékk leyfi til þess. Barna-
hópurinn er 3. bekkur A, sem Guðlaug
kenndi í barnaskóla Keflavíkur veturinn
1955. Aðeins 16 ára var hún fengin til þess
að kenna börnum í forföllum annars, en
hélt þó kennslunni ekki áfram fyrr en hún
hafði búið sig betur undir það, en síðan
1913 hefur hún verið kennari, alltaf í
barnaskóla Keflavíkur, að fráteknum fyrstu
fjórum vetrunum.
Guðlaug I. Guðjónsdóttir var ein af
stofnendum barnastúkunnar Nýársstjöm-
unnar í Keflavík árið 1904 og var fyrsti
æðstitemplar hennar, og síðan 1919 hafa
þær Framnessystur, Guðlaug og Jónína,
verið gæzlumenn stúkunnar og leist það
verk frábærlega vel af hendi, næstum 42 ár.
Stúka þessi mun vera f jölmennasta barna-
stúka landsins. Félagar hennar eru 550,
börn á skólaskyldualdri og eldri ungling-
ar, jafnvel fullorðnir, sem halda tryggð
við stúkuna. 47 ár við kennslustarfið og
42 ár við uppeldisstarfið í barnastúkunni.
Skyldu menn almennt gera sér ljóst, hví-
líkt þjónustustarf þetta er? Áreiðanlega
þakkar margur ævilangt holla og góða
leiðsögn, sem hann hefur hlotið á ungl-
ingsárum hjá fórnfúsu fólki, sem þannig
starfar. Alþjóðarþakkir á það skilið.
gefið ykkur honum á vald, er lítil von
um að þið getið ávaxtað ykkar pund
svo, að til sæmdar horfi ykkur sjálfum,
landi okkar og þjóð. Á ég hér við böl-
vald alls böls — áfengið.
Árið 1960 seldi íslenzka ríkið þegn-
um sínum áfenga drykki fyrir 187
milljónir króna. Þetta er mikið fé fá-
mennri þjóð, og nú standa átökin um,
hvort auka skuli á þessa óheilla þróun
eða spyrna fótum við.
Frá því er bindindismenn á íslandi
hófu skipulega sókn gegn áfengisbölinu
með stofnun stúkunnar ísafoldar á Ak-
ureyri árið 1884, hafa fjölmargir á-
gætustu menn þjóðarinnar, konur jafnt
sem karlar, unnið ómetanlegt starfj,
sem skylt er að virða og muna.
Sumir áfengisdýrkendur á Islandi
telja nú í dag bindindismennina mestu
óþurftarmenn heilbrigðri þróun í „á-
fengismenningu“ þjóðarinnar, eins og
þeir orða það. Þetta er hrein rökvilla
manna, sem vondum málstað þjóna.
Áfengi — menning og manndómur,
eru andstæður, sem aldrei verða sam-
ræmdar, af þeirri einföldu og augljósu
ástæðu, að áfengið leiðir til mann-
skemmda, og oft hreinnar glötunar,(
en menning og manndómur til full-
komnunar á þroskabraut mannsins til
fegurra mannlífs og gróandi þjóðlífs.
Yndislegt er að vera á æskuskeiði.
Ykkar er framtíðin, unga fólk, og ef
ég ætti mér þótt ekki væri nema eina
ósk ykkur til handa, þá myndi ég óska
þess, að hin unga kynslóð landsins ætti
yfir þeim metnaði og manndómi að
ráða, að hún teldi sig of góða og upp
úr því vaxna að lama þrótt sinn og
spilla fegurð sinni á neyzlu eiturlyfja
og óhollra lifnaðarvenja.
Viljið þið ljá því alla getu ykkar, að
þess ósk þúsunda manna og kvenna á
íslandi rætist?
Ef svo er, þá er íslandi og íslenzkri
menningu borgið.
Sigurður Tómasson.
Einhvern drykk með
Litla danska seskulýðsblaðið Unge Kræftevj
segir þessa ,sögu:
Einum af samstarfsmönnum blaðsins var
boðið í veitingahús. Meðal annarra sátu þar
út í horni nýtrúlofuð hjú, sem sjáanlega vissu
ekkert af heiminum né umhverfinu. Allt í
einu segir pilturinn við ástina sína: Þú ert
svo indæl að ég gæti étið þig. Veitingaþjónn-
inn var á næstu grösum og heyrði þetta, beygði
sig niður að piltinum og spurði kurteislega:
Vilduð þér ekki fá eitthvað með að drekka?
Guðlaug og bömin.