Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 13
EINING 13 Kirkjusókn og guðsþjónustur Oft er kvartað undan lítilli kirkju- sókn, sennilega ekki af ástæðulausu. Margt kann slíku að valda og ekki þarf það allt að vera af hinu illa. Fleira tog- ar nú í menn en oft áður, aldarfarið er alvörumálum á ýmsa lund óheppi- legt, svo að ekki sé minnzt á skipulags- hundna andstöðu við trú og kirkjulíf. En svo kemur einnig til greina krafa •okkar kirkjugestanna. Hún er sjálfsagt ærið misjöfn, sennilega stundum órétt- lát, en ekki ævinlega. Ég tel mig einn þeirra manna, sem gjarnan vilja hag kirkjunnar sem mestan, þó kem ég nú í seinni tíð sjaldnar í kirkju en ég ætti að gera, sérstök atvik valda því, en ég er dálítið kröfuharður varðandi guðs- þjónustuna. Góðar ræður viljum við flestir gjarnan hlusta á, en ræðan á þó ekki að vera mælikvarðinn. Mikil- vægast er það, hvernig kirkjugestun- um líður og hve mjög andar þar guðs blæ. Stundin verður að vera endurnær- andi og áhrifarík. Fátt veldur þessu betur en kirkjusöngurinn. Vel sungnir beztu sálmarnir okkar eru það dásam- legasta, sem ég fæ í guðsþjónustunni, en stundum er illa með þá farið. Ef til vill er allt í einu komið nýtt lag við sálm, sem við erum búnir að syngja alla ævina. Ástæðulaust væri að amast við slíku, ef hið nýja lag væri svo inn- blásið, að það næði til hjartnanna. Þetta vill bregðast. Og svo er það söng- urinn. Ég hlustaði fyrir skömmu á útvarps- messu, ekki var messan í Dómkirkjunni, en að þessu sinni var sunginn sálmur- inn Enn í trausti elsJcu þinnar. Þetta er bænarsálmur, ég hef kunnað hann frá unglingsárum mínum. Sálmurinn var sunginn svo fljótt, að mér sár- gramdist og ég slökkti á útvarpinu. Það er hneyksli að syngja bænarsálm fljótt. Sami hraði á ekki við alla sálma. Eitt sinn hlustaði ég á konu í Winni- peg syngja sálminn Hærra, minn GuS, til þín, og aldrei gleymi ég, hve áhrifin voru dásamleg. Þau voru svipuð við jarðarför fyrir skömmu í Dómkirkj- unni. Þá líður sálum okkar vel, þegar þannig er andað á þær. Eitt sinn heyrði ég einnig kirkjuorganista í allstórri kirkju fyrir vestan Klettafjöll í Can- ada leika yndislegt lag á pípuorgel kirkjunnar og syngja lagið einsöng um leið. Þessu get ég 'heldur aldrei gleymt, svo unaðslegt var það. Mönnum er gerð- ur meiri greiði með því, að syngja þó ekki sé nema tvö sálmavers hátíðlega og hjartnæmt, en að belja áfram lang- an sálm, eins og væru menn á hoppi út um holt og móa. Margt fleira mætti svo nefna. Kirkju- gestir verða að hafa næði í kirkjunni, til þess að njóta áhrifanna, fyrir rápi og relli í krökkum. Aldrei ætti að hleypa fólki inn á meðan prestur flytur bæn. Bænin er eitt hið mikilvægasta í guðs- þjónustunni og sennilega vandamesta. Kirkjan á að vera helgidómur og þar að streyma til okkar himnesk áhrif. Pétur Sigurðsson. í bjórlandinu — Þýzkalandi „ShocJcing statistics“ — ægilegar töl- ur, heitir þetta í hinni erlendu frásögn. Árið 1960 supu menn í Vestur-Þýzka- landi um 132 milljónir lítra meira en 1958, en það var þá metár í víndrykkju. Sömu skýrslur greina frá því að Vest- ur-Þjóðverjar hafi eytt 2.600.000 doll- ara fyrir áfenga drykki árið 1959, og samkvæmt mælikvarða heilbrigðisstofn- unar sameinuðu þjóðanna er talið að nú séu þar 2.300.000 áfengissjúklinga, eða þeirra manna, sem teljast ofdrykkju- menn. 16.000 ungmenna á aldrinum 17—20 ára eru á hættulegu stigi áfeng- isneyzlunnar og þarfnast mjög læknis- aðstoðar. Af 300.000 umferðarslysa árið 1959, voru 14 af hundraði af völdum ölvun- ar við akstur, og talið er að 20% af öllum slysum í verksmiðjum og vinnu- stöðum orsakist af ölvun. Ölneyzla Þjóðverja er gífurlega mikil og virðast þeir þó hafa góða lyst á hin- um drykkjunum einnig. Áður drukku Þjóðverjar tvo þriðju hluti af allri áfengisneyzlu þeirra í veitingahúsum, en nú hefur þetta snú- izt við og meirihlutinn flutzt inn á heimilin í sambandi við sjónvarpið og „cocktail“-samkvæmi. Alert. Frásögn eins og þessi, væri engu minna efni í rammagrein í Morgun- blaðinu, heldur en öldrykkja hundrað ára karlsins. Ekki er ýkja langt síðan að einn kunnasti stjórnmálaskörungur heimsins státaði af þoli sínu við reyk- ingar og vínneyzlu, en nú skýra heims- blöðin frá dóttur hans og glímu hennar við áfengispúkann. Löngum hefur þótt veglegt að bera sannleikanum vitni, en að bera lyginni vitni, er ömurlegt hlut- skipti, og samkvæmt allri reynslu og vísindalegri þekkingu, er það lygi og ekkert annað, að áfengisneyzla lengi líf manna. Langlífi á hver maður vissu- lega öðru að þakka. Afbrotafaraldur æskumanna Á æskulýðsmóti í Noregi þar sem voru 4000 ungmenni, flutti hæstaréttar- dómari, Terje Wold fyrirlestur. Meðal annars upplýsti hann að afbrot ung- menna á aldrinum 14—17 ára hefðu aukizt meira en 100% síðustu þrjú árin, og að ungmenni undir 21 árs aldri fremdu helming allra afbrota í landinu. Frá þessu er skýrt í ritstjórnargrein í norska blaðinu Folket og þar bent á, hve nauðsynlegt sé að til komi full- komnari refsilöggjöf varðandi þessi af- brot æskumanna, en hitt svo ekki afrækt að efla sem bezt félagslíf æskumanna og verði ríkið að leggja þar fram miklu meira en verið hefur. Æskulýðsstarf- semin ber góðan árangur, segir rit- stjórinn, minnir á, að á þessu móti voru 4000 ungmenni. önnur æskulýðssamtök höfðu, einnig sett met í aðsókn á þessu ári. Mjög fjölmennt hefði einnig verið á ársþingi norskra ungtemplara. Ritstjóri blaðsins telur sjálfsagt, að nú, þar sem hæstaréttardómarinn hafi veitt svo alvarlegar upplýsingar, hljóti forystumenn þjóðarinnar að hafast eitthvað að til úrbóta. Dagana 18. til 27. nóv. sl. dvaldi ritstjóri blaðsins nor'ður í Eyja- firði, á vegum Ungmennasam- bands Eyjafjarðar og var í þeirri ferð gestur í A kureyrarkirkju, þegar vígt var hið nýja pípuorgel kirjcjunnar. Til þess ekki aðj seinka prentun desemberblaðsins, verður frásögn af ferðalaginu að blða næsta blaðs.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.