Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 7
EINING 7 Góðtemplararegla kaupir Friðbjarnarhús Góðtemplurum var það merkisviðburður að hinn 25. sept. sl. gekk góðtemplararegl- an frá kaupum á Friðbjarnarhúsi, Aðal- stræti 46, Akureyri. í þessu húsi var stofnuð fyrsta stúkan á íslandi, st. ísafold nr. 1, 10. jan. 1884. Húsið minnir því á merkisviðburð og dýr- mætar minningar eru tengdar því. Sunnudaginn 15. okt. sl. blakti góðtempl- arafáninn fyrir hlýjum sunnanvindi við Friðbjarnarhús. Þar var saman komið framkvæmdaráð stúknanna á Akureyri með blaðamönnum og fréttaritara útvarps. Set- ið var um stund við rausnarlega búið kaffi- borð, sem nokkrar stúkusystur höfðu búið í kvistherberginu, þar sem stofnuð var stúkan ísafold fyrir tæpum 78 árum. For- maður framkvæmdaráðs, Jón Kristinsson bauð gesti velkomna og drap nokkuð á ýmsa þætti í störfum Reglunnar fyrr og síðar. Minnti á, að hugsjón góðtemplara- reglunnar átti snemma hljómgrunn í sál þjóðarinnar og að ýmsir mikilhæfir áhrifa- menn hafa sótt fram undir merkjum henn- ar bæði fyrr og nú. Þræðirnir frá litla kvistherberginu, sem áður var dagstofa Friðbjarnar Steinssonar, bóksala og bæjar- fulltrúa — hins trausta brautryðjanda og þrautseiga baráttumanns — liggja nú víðs vegar um landið. Góðtemplarareglan varð stórveldi í landinu og sterk er hún enn. Öllum starfskröftum sínum beitir hún Framhald af bls. 6. Þannig mælti skólameistari, Þórar- inn Björnsson, á því herrans ári 1952. Hvað segja svo hinir raunsæu menn þjóðarinnar um gang þessara mála síð- an. Hefur þar verið þróun eða mein- þróun, hefur þar batnað eða versnað? Við erum ef til vill glámskyggnir dóm- arar, en hinar mörgu umkvörtunar- raddir vekja vissulega ugg. Ef einhverjir æskumenn, sveinar eða meyjar, skyldu lesa þessar línur, vil ég skora á þá, að leita sér frægðar í því á komandi árum að beina straum fram- vindunnar til heilla fyrir land og þjóð, og afkvæmi sín í framtíðinni. Það mun veita þeim meiri lífsfögnuð, en kaffi- húsasetur, skaðnautnir og lélegar skemmtanir. En einhver af Guði sendur verður að verða til þess að fá ungu hjörtun til að brenna af áhuga á slíku, áhuga á að gera hag þjóðarinnar sem beztan og menningu hennar sem glæsilegasta. Við skulum vona, að einhver og einhverjir af Guði sendir verði á vegi uppvaxandi æskumanna landsins, er leiðbeini svo, að ungu hjörtun taki að brenna, augun að ljóma og framtíðin að opnast í und- urfagurri sýn. þjóðinni til heilla og til eflingar sjálfstæði og þroska einstaklingsins. Ræðumaður minnti einnig á, hve merkur þáttur í öllu félagslífi þjóðarinnar hin mörgu templarahús voru, sem Reglan kom upp víðs vegar á landinu, má t. d. enn benda á fornan stórhug góðtemplara þar sem er Samkomuhús bæjarins á Akureyri, sem áð- ur var Góðtemplarahúsið, eitt hið mesta og bezta samkomuhús landsins allt fram að síðustu áratugum. Húsið var reist árið 1907 og er enn eitt af stórhýsum bæjarins, stíl- hreint og fagurt. Það vitnar um bjartsýni, dugnað og samheldni aldamótamannanna. Við tók svo af því húsið Skjaldborg sem félagsheimili Reglunnar á Akureyri um aldarfjórðungsskeið. Og nú er það Varð- borg, sem hýsir þrjá þætti starfseminnar: Borgarbíó, sem nýtur almennra vinsælda, fyrirmynd í reglusemi og góðri umgengni. Hótelreksturinn, sem á stuttum tíma hefur sýnt að bindindishótel er vinsæl stofnun og gegnir mikilsverðu hlutverki. Og svo er æskulýðsstarfið. Þar hafa hundruð ung- linga bæjarins eytt tómstundum sínum við leik og starf og lestur góðra bóka. Húsi Friðbjarnar þarf að sýna allan sóma, sagði ræðumaður að lokum, svo að það geti verið bæjarprýði, og það skal jafn- an vera lýsandi tákn og minnisvarði, er hvetji alla ísl. góðtemplara til samstarfs og sóknar að settu marki. Framkvæmdastjóri reglustarfsins á Ak- ureyri, Stefán Á. Kristjánsson, ræddi framtíðarstarfið og benti á, að æskulýðs- starfsemina skorti nú mjög aukinn húsa- kost, einnig hefðu stúkurnar orðið að starfa í leiguhúsnæði síðan Skjaldborg var seld. Aðkallandi væri því að koma upp nýrri byggingu handa þessari starfsemi og væri nú þegar hafinn undirbúningur að þeim framkvæmdum. Ennfremur væri fyr- irhugað að reisa á lóð Varðborgar nýtt og fullkomið kvikmyndahús. Slíkar eru fréttirnar frá Akureyri. Ein- ing óskar þeim athafnasömu mönnum, sem þar eru að verki í þessum málum, til heilla með öll þeirra þjóðhollu og góðu störf. Þau ættu að geta orðið öðrum góð hvatning. 21. félag áfengisvarnanefnda Laugardaginn 4. nóvember sl. komu saman til fundar í Reykjavík áfengis- varnanefndirnar í Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi og stofnuðu sitt eig- ið félag. Það er 21. félag áfengisvarna- nefnda í landinu. Þar með eru allar á- fengisvarnanefndir landsins 228, að undanskildum þremur, skipulagðar í þessi 21 félög. Nefndirnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi hyggja á meira starf með þessu samstarfi. Eftir góðar og gagn- legar umræður var stjórn félagsins kos- in og urðu fyrir valinu þessir: Páll V. Daníelsson, viðskiptafræðingur, Hafn- arfirði, Frímann Jónasson, skólastjóri, Kópavogi, Finnbogi Júlíusson, verk- stjóri, Reykjavík og varamenn konurn- ar þrjár: frú Sigríður Björnsdóttir, Reykjavík, frú Þorbjörg Halldórs, Kópavogi og frú Þorgerður Gísladóttir, Hafnarfirði. Fundinn sátu þeir báðir, áfengisvarnaráðunautur, séra Kristinn Stefánsson og erindreki áfengisvarna- ráðs, Pétur Björnsson. i=] ÖlœSistilfellum fjölgar í Kaupmannahöfn Á einum mánuði, apríl sl. komu fyrir í Kaupmannahöfn 19. ölæðistilfelli — delirium tremens. Þessum tilfellum hefur fjölgað sér- staklega síðustu árin, og fari slíku fram, verða þau brátt 10 sinnum fleiri en á árun- um 1945—1951. Hér mætti minna á, að drykkjuskapur Dana er að mestu leyti ,,meinlausa“ ölið, sem sum- um fslendingum er kappsmál á að fá hing- að. Pétur Sigurðsson. Friðbjarnarhús.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.