Eining - 01.03.1962, Blaðsíða 7
EINING
7
U. Áfengið svæfir heilann, deyfir fyrst varlcárni,
dómgreind og ökuhæfni mannsins.
Áfengi hefur ekki örvancli áhrif á heilann, þót toft kunni
svo að virðast. Það dregur úr dómgreind, slappar, gerir
manninn málgefnari og kátari, sljóvgar varkárni, dóm-
greind og viðbrögð, þannig, að manninum er hættara við
slysum en ella. Honum finnst hann betri ökumaður, en
■er í raun og veru hið gagnstæða.
5. Lítill skammtur áfengis nægir til að raska æðri
starfsemi heilans.
Ein bjórflaska eða eitt vínglas nægir til að sljóvga mann,
sem vegur 90—120 pund. Tvær bjórflöskur eða tvö vínglös
sljóvga mann, er vegur 190—210 pund. Varkárni, dóm-
greind og ökuhæfni mannsins skaðast, áður en hann finnur
áhrif áfengisins, sem lýsa sér í því, að hörund hans hitnar
og hann finnur vellíðan og „áhyggjuleysi“.
6. Áfe.ngið er vanamyndandi eiturlyf.
Tilraunir á mönnum, er gerzt hafa sjálfboðaliðar í þágu
þessara rannsókna, hafa sýnt, að áfengi er lyf, er fram-
kallar eiturlyfjaáhrif. Þegar það er tekið af manninum eftir
margra vikna stöðuga drykkju, kemur í Ijós, að hann hefur
sálræna þörf fyrir áfengi og er orðinn því líkamlega háð-
ur. Einkenni hinnar líkamlegu undirokunar er skjálfti, tauga-
titringur og ofsýnir. Heili mannsins er einnig viðkvæmari
en ella.
Ofdrykkjuhneigðarmaðurinn getur hætt að drekka af eigin
rammleik, ef nauðsyn krefur, en ofdrykkjumaðurinn getur
ekki hætt án hjálpar annarra.
Samkvæmt útreikningum er áfengi stærsta eiturlyfja-
vandamál hins vestræna heims, og því er það mjög skaðleg
og sorgleg rangfærsla að halda því fram, að áfengi sé ekki
orsök langvinnrar ofdrykkju, og að áhrif þess séu ekki vana-
myndandi.
7. Menn eru mjög mismunandi móttækilegir fyrir
áhrif áfengis.
Þessi regla gildir um áhrif allra lyfja, eiturefna og sýkla
á dýra- og mannslíkama.
Samkvæmt síðustu og nákvæmustu útreikningum, er of-
drykkjuhneigð manna í hlutfallinu einn á móti átta, þannig,
að áttundi hver maður, sem byrjar að neyta áfengis stöku
sinnum og í hófi, verður óhófsmaður á áfengi eða ofdrykkju-
maður.
Enn hefur ekki fundizt nein leið til að segja um fyrirfram,
hver er líklegur til að verða ofdrykkjumaður. En við vitum,
að eina örugga leiðin til þess að forðast að verða ofdrykkj-
unni að bráð, er að iðka algert bindindi.
Það er staðreynd, að hneigð manna til ofdrykkju er stjórn-
að af tveimur óbeinum orsökum.
Önnur þeirra og hin mikilvægari er viðbrögð mannsins
gagnvart þeim þáttum í umhverfi hans, sem til þess eru
fallnir að þröngva honum til áfengisneyzlu, svo og tauga-
spenningur. Hún stendur í sambandi við hvort maðurinn
hefur tamið sér að veita áhyggjum sínum útrás með því að
neyta áfengis, eða með því að finna sér holl viðfangsefni,
svo sem vinnu eða leik, og aðra líkamlega og andlega upp-
lyftingu.
Hin orsökin er undir því komin hve auðveldlega neyzla
áfengis verkar á líkama mannsins, og hvort hún leiðir til
bráðadrykkjuskapar og þaðan yfir í langvinnan drykkju-
skap. Flestir geðlæknar eru þeirrar skoðunar, að tilfinninga-
líf ofdrykkjumannsins sé óþroskað og hann skorti öryggis-
kennd.
Af þessu ætti að vera ljóst, að stærstu óbeinar orsakir
ofdrykkju eiga upptök sín í menningu og menntun manns-
ins og sýna, hversu honum hefur tekizt að leysa vandamál
sín og njóta lífsins. Það er þess vegna, sem ofdrykkjumaður-
inn og ofdrykkjuhneigðarmaðurinn verða að hætta að leysa
vandamál sín með áfengisnautn. Þeir verða að læra nýjar,
lífeðlisfræðilega hollar og skynsamlegar leiðir til þess að
njóta lífsins.
8. Allir trúarflokkar eru sammála um, að það sé
siðferðilega rangt að neyta áfengis þannig, að æðri
starfsemi heilans hljóti slcaða af.
Áður héldu menn, að slíkt ástand skapaðist ekki, fyrr en
maðurinn væri orðinn áberandi drukkinn. Nú vitum við, að
það getur átt sér stað jafnvel áður en maðurinn finnur áhrif
áfengisins og eftir að hafa drukkið eitt eða tvö bjórglös eða
einn til tvo vínblöndusmáskammta.
Ýmsir trúarflokkar halda því fram, að öll neyzla áfengis
sé siðferðilega röng, og jafnvel þótt maðurinn sé ekki næmur
fyrir áhrifum þess, og því ekki líklegur til þess að aka
drukkinn eða verða ofdrykkjumaður, ætti hann ekki að neyta
áfengis og þar með freista náungans, sem líkur eru til að
verði óhófsmaður á áfengi. Þegar þannig er, á áfengisneyzla
mannsins þátt í að valda ofdrykkju hins.
Við skulum ennfremur íhuga hvaða aðilar bera ábyrgð á
því þjóðarböli, sem neyzla áfengra drykkja veldur. Það eru
ekki bindindismennirnir, og ekki heldur eru það ofdrykkju-
mennirnir, því að vissulega er sá hópur sú versta auglýsing,
sem til er, fyrir sölu áfengis.
Hverjir eru þá ábyrgir? Það hljóta að vera þeir, sem að-
eins drekka stöku sinnum og í hófi, þeir, sem geta „haft
stjórn á“ drykkju sinni. Þetta er sá hópur, er sveipar áfeng-
isneyzlu blekkingarljóma, og ber ábyrgð á stöðugu fram-
haldi þessa stórkostlega vandamáls.
9. Það er mikilvægara að koma í veg fyrir sjúk-
dóminn en að lækna hann.
Þetta er staðreynd, er skýrir sig sjálf, og sérstaklega,
þegar um er að ræða bráðan og langvinnan drykkjuskap,
því að á þessu stigi ofdrykkjunnar eru 8,5 milljónir manna
í Bandaríkjunum í þörf fyrir læknishjálp og aðeins einn
þriðji hluti þeirra mun hljóta bata.
Fyrir nokkru spurði blaðamaður einn mig: „Dr. Ivy, hver
er ástæða þess, að þér, lífeðlisfræðingur og læknir, fenguð
áhuga á áfengisvörnum?“ Ég svaraði með eftirfarandi orð-
um:
Þegar ég var nýorðinn prófessor í lífeðlisfræði og lyf-
fræði, var eitt af skyldustörfum mínum að halda fyrirlestra
fyrir læknanema og stöku sinnum fyrir hóp leikmanna um
áhrif áfengis á sál og líkama. Áhugi minn á þessu efni var
þá eingöngu fræðilegur. En eftir afnám bannlaganna í
Bandaríkjunum, fór áfengisneyzla, fjöldi þeirra, sem teknir
voru fastir vegna ölvunar og drykkjuglæpa, fjöldi slysa af
völdum ölvunar, og tala ofdrykkjumanna smám saman vax-
andi, og síðan með óhugnanlegum hraða. Því varð úr, að
bandaríska vísindafélagið (Amercian Association for the
Advancement of Science), kaus nefnd til að kanna áfengis-
vandamálið. Nefnd þessi var staðsett í Chicago og átti ég
sæti í henni. Stuttu síðar setti nefndin á stofn drykkju-
mannahælið Portal House í Chicago. Þar kynntist ég mjög
náið hinum ýmsu raunhæfu hliðum ofdrykkjunnar. Ég starfa