Eining - 01.03.1962, Blaðsíða 11

Eining - 01.03.1962, Blaðsíða 11
EINING 11 Bls. 124: Vegurinn er villugjarn vist á myrku ævikveldi. Stjörnuauga — eg bið sem barn um birtu af þínum skæra eldi. Bo Bergnmn. Bls. 131: Finnum, þar sem fjallið bláa var, fölgrátt þokuhaf. Svona er ævin öll, sem lífið gaf. Tarjei Vesaas. Bls. 139: Hjarta, þú ert börpuvaldur, hljómaveröld skipt og ein! Gleðiómar gullnir titra, grætur í lagiö sorgarkvein. Örlagatvísöngs óðarstefin eilífð flytur, dimm og skær. Bak við fossnið funablóðsins feigðarhljóm í strengi slær. P. Rosegger. Stækkaðu byljina, Helþytur! Hugrakkir viljum við standa, hlæja að örlögum þeim, sem lífi okkar granda. Stormaðu ísþrár, við ætlum að mæta þér líkir, þótt ofureflið sé vissa — í huganum stoltið ríkir. Æskuárin eru jafnan vegsömuð, en í Systurljóöi, eftir Dan Anderson, cru eftir- farandi setningar: Þyngstu sporin þar við gengum þreytt um bernskuár, og enginn veit hve æskufátækt okkar var þá sár. Víst mætti Eining staldra við kvæðið Breiinivínió, eftir Wilhelm von Braun, en það má gjarnan geymast til seinna, en að þessu sinni aðeins örfáar setningar: Ó, grát mig nýtt og grænt, þú ljúfa vor, ef grætt fær táraskúr þín — dauðans spor. Erik Lindorm yrkir: Tveir Júdasar. Hinn fyrri var þó ekki verri en það að hann hengdi sig, en liinn? Hann var í kápu með hundskinnskraga, hreykinn af sínum stóra maga. Með óhengdan svip og utaná-glaður ætlar að verða bæjarráðs-maður. Maíljóó, eftir .1. W. Goethe, er fallegt. Og sennilega var það iiyggilegt að láta bókina cnda á litlu, hugþekku kvæði: Von, eftir Schiller. Niðurlagsstefið er þetta: Sú staðreynd er ei bundin brigð né táli og birtist engri spurn sem fávíst svar. Samvizkunnar hreyfir hugur máli: Heimi betri sérliver fæddur var. — Þann veg þú keinst til vonarlandsins bjarta, sem vísað hefur rödd frá þínu bjarta. Bls. 140: Hjarta livert er hörpu líkast — hörpu gæddri strengjum tveimur, gleðióma gefur annar, grætur í hinum tregahreimur. Örlaga liönd þá hreyfir, hulda leikur guðadóma, brúðkaupsdag — liinn dýra fögnuð, degi síðar — líksöngshljóma. P. Rosegger. Það er eins og ljóð bókarinnar í heild glími við ærið torráðnar gátur lífsins. Æskuþrá, eftir Ola Hansson, er hugþekkt Jítið ijóð: Þú komst eins og mynd í myrkri, svo mild og skær. Eins og þagnir þúsunda skóga — eins og þytur og blær. Eins og hólmi í lífsins hafi með heimsins dýrð. Þú, æskuþráin mín eina, við arin skírð. Ég vildi syngja mér sönginn um sólheim þinn, og strjúka lagið við strenginn hvern starfsdag minn. En einmani örlagabundinn fann yndi vart, í leiknum að ljóðsins eldi, þótt logaði glatt. í bókinni eru falleg ljóð, hugþekk ljóð og sérkennileg ljóð, eins og Nótt á heiói eftir August Strindberg. Rokmjöll er rétt- mætt bænarkvak stríðstímakynslóðar: Fjúk þú mjöll, á förnum vegi, fel í drifi sérhvert spor, stígðu dans um stund á teigi, stattu við unz Ijómar vor. Er Djöfsi vonlaust Herrans hafði freistað hljóp hann reiður burtu, - já, þú veizt það -, og vitlaus víni grét. Það eru þá samkvæmt þessum orðum skáldsins djöfulstár, sem menn drekka og gera þá vitlausa. Niðurlagsorð ljóðsins eru þessi: Þegar skríllinn ærist, lirín og æðir, er það ekki brennivín sem flæðir í maga menningar? Já, það er víst ekki alveg laust við að eitthvað óhollt sé í maga menningarinnar nú sem fyrr. Reimleikinn i þakherberginu. Gott kvæði. Og Áköllun, eftir Gripenberg, ágætt. Endar á þessa leið: Ljúft er æviskeið dropans, sem hverfur loksins að eilífu í hafið, hamingjusamt er laufið, að síðustu í skógarins faðmi grafið. Víst er borið til fórnar mitt hjarta í kynstofnsins hof, en þótt hnígi eg í valinn, er eilífðin min, — því sé ætt minni dýrð og lof. Eins og góðri bók sæmir er þessi ekki heldur algerlega laus við ofurlitla gaman- semi. Wilhelm von Braun yrkir: Óskir á ýmsa vísu: Eiginmenn: Ó, að frúr væri unnt að selja! Yngismeyjar: Ó, að hægt væri að kaupa menn! Eiginkonur: Ó, ef mætti eg e/n/ur-velja! Ekkjur: Ó, ef karlinn minn lifSi enn! Og að síðustu er það einn, sem hefði vilj- að taka að sér lilutverk skaparans. Tor Jonsson: Ósk fátæklingsins: Væri eg guð vildi eg skapa, ástina og dauðann, aðeins þau tvö. Einhver hefur lagt lélegra til íslenzkra bókmennta, bæði fyrr og siðar, en Sigurður Ivr. Draumland með þessum ljóðaþýðingum, og hygg ég að þær geti orðið hverjum les- anda meira virði, sem gaumgæfilegar þær eru lesnar. Pétur Sigurösson. Eftirmáli: Bókin, sem er í litlu upplagi, fæst aðeins gegn pöntun til Prentverks Odds Björns- sonar, Akureyri. P. S. t=] Vínveitingaleyfin auka drykkjuskap Beynsla Norðmanna hefur orðið sú, að ölvunarafbrotin liafa orðið helmingi fleiri en undanfarin ár í þeim bæjum, sem n>dega fengu áfengissöluleyfi. Svo berja menn höfðinu við steininn og fullyrða að hömlur geri illt verra. Þær eru víðast hvar liið eina, sem dregur raunverulega úr drykkju- skapnum. 1=] dláttara Hún: í gær var ég með pilti, sem aldrei hafði kysst stúlku. Hann: Gaman liefði ég af að sjá þann ná- unga. Hún: Það er nú of seint. Og niðurlagsstefið er þetta: Breiddu gleymsku blæju yfir bölvun heims á feigðarnöf, svo allt sem röngu lífi lifir lúti djúpt í týnda gröf. Helþytur, eftir Bertel Gripenberg, er eins- konar styrjaldar-grafskrift, og er eitt stef- ið á þessa leið: Er þá ekkert út á bókina að setja? spyr einliver. Vafalaust mun sá sem leitar, einn- ig þar finna eitthvað. Einstöku setningar virðast dálítið þvingaðar, eins og þessar í Bæn linditrésins: vitað rjúfa skugganna fylkingar. En í kvæðinu koma fyrir þessar línur: Guð hjálpi þér maður, sagði frúin, er maður hennar tók skakkan barnavagn, þetta er ekki okkar barn. — Það er þó að minnsta kosti betri vagn, svaraði maðurinn. Mamma, spurði litla stúlkan, er það rétt að ég hafi fæðst í nóvember? — Já, góða mín. Einkennilegt, sagði sú litla, þá eru þó allir storkarnir suður í Afríku.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.