Eining - 01.03.1962, Side 5

Eining - 01.03.1962, Side 5
EINING 5 <— ir ungtemplarar ---------------------------«> Ritstjórn blaösíóunnar: Guðmundur Þórarinsson og Einar Hannesson. ___________________________4 -----------------------------» ASKJA Á ferðalagi Farfugla um óbyggðir íslands sumarið 1900, gengu þeir að Öskju og nutu að nokkru fegurðar hennar, þó veður væri ekki svo gott sem skyldi, strekkingsvindur og gekk á með skúrum. — Þá urðu eftirfar- andi vísur til. Skreytt í fegursta litalín með leyndardómanna svipinn. Askja birti okkur undur sín og eldanna strengjagripin. Válegan bar hún voðans mátt vafin í hamra kögur. Með vatnakiljur og Vítisgátt voldug og ægifögur. Gígurinn starði ljós og lygn lagði upp bruna varma. Hljóðlát birtist oss hrikatign, er horfðum á Vítisbarma. Vatnið myndað við brunabál, bergmál frá runnum glóðum. Landið með öll sín leyndarmál lýsti af Öskjuslóðum. Sviptust til skýin skuggagrá, skekin af ýmsum vindum. Víst hefði verið sælla að sjá sólbros á hennar myndum. Ég vil þó þakka þessa ferð, sem þörf var til góðra kynn.a. Aldanna spil af ýmsri gerð um allt var að sjá og finna. GnSm. Þórarinsson. Frekhaug lýðháskólinn Skammt frá Bergen er Frekhaug lýðhá- skólinn, sem góðtemplarareglan í Noregi á og rekur. Fyrirkomulag á rekstri skólans er í samræmi við þær reglur norsku fræðslumálastjórnarinnar, sem gilda um lýðskóla, sem ekki eru reknir af því opin- liera. Skólinn er fullsetinn, með 51 nem- anda, víðs vegar að úr Noregi. — Er þetta menntasetur liinn mesti sómi fyrir góð- templararegluna. Þess má gjarnan geta, að nokkrir íslendingar hafa stundað nám í Frekhaugskólanum. Stúkan Einingin og ungtemplarafélag stúkunnar hafa á þessum vetri efnt til tveggja Kynningarkvölda í Góðtemplarahús- inu og varð húsfyllir í bæði skiptin. Boðið var m. a. nemendum úr Verzlunarskólanum og Kennaraskólanum. Á kvöldum þessum voru fluttar ræður um bindindis- og áfeng- ismál og töluðu þeir Þorvarður Örnólfsson og Ólafur Grímsson. Sýndir voru gaman- leikir, sem félagar stúkunnar höfðu æft, og að lokum var stiginn dans. Norskir ungtemplarar hafa safnað und- irskriftum meðal þekktra borgara í Noregi undir skjal þess efnis, að Stórþingið sam- þykki að ungu fólki innan 21 árs megi ekki veita eða selja áfengt öl eða vín, en aldurs- takmarkið er nú 18 ár. Hafa 100 þekktir borgarar skrifað undir plaggið. Auk þessa hafa norskir ungtemplarar á ýmsan hátt unnið þessu máli gagn, m. a. með því að láta prenta auglýsingaspjöld. Spjöldin sýna mynd af glasi og bifreið, en bifreiðin befur staðnæmst á staui' og er bifreiðin illa út- leikin. Stendur á myndinni öl hörle til! Er þetta mótleikur gegn auglýsingu félags ölframleiðenda, sem leggur áherzlu á orðin Öl hörer til! Ungtemplarar ætluðu að koma þessari auglýsingu í þekkt og útbreitt tíma- rit í Noregi, en var synjað um það. Kom í Ijós, að auglýsingaskrifstofa, sem m. a. sér um auglýsingar fyrir ölframleiðendur hafði sett fingur sinn í spilið. Tímaritið vildi þó ekki viðurkenna að það væri ástæðan til synjunarinnar. Það hélt því fram, að aug- lýsingin bryti í bág við löggjöfina. Þessi synjun tímaritsins varð til þess, að frétt um þetta mál komst i Dagbladet i Osló, en upp- lag þess er 170 þúsund eintök. í Dagblað- inu kom einnig auglýsing ungtemplara á á- berandi stað. Kostaði auglýsingin 0 þúsund norskar krónur. Stúkurnar Einingin í Reykjavík og Danielsher í Ilafnarfiröi áttu nýlega saman ágæit kynningarkvöld i Templarahúsinu í Reykjavik. Myndin er frá því. (Studio Gufímundar).

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.