Eining - 01.06.1962, Page 2

Eining - 01.06.1962, Page 2
2 EINING þrjátíu ára skeið hafði ég notað gler- augu við lestur, ritstörf og sauma, og fengið mér hvað eftir annað sterkari gleraugu. „Jæja, kelli mín,“ sagði ég við sjálfa mig í speglinum, „vissulega verður það kraftaverk, ef þér tekst að breyta, þótt ekki nema að litlu leyti, útliti þínu frá því sem það nú er.“ Hvern morgun gerði ég nokkrar öndunaræfingar áður en ég hóf mínar yngingaraðgerðir. Ég dró andann nokkrum sinnum djúpt og hélt honum niðri í mér 10 sekúndur í hvert skipti og andaði svo hægt frá mér. Ég gat glögglega merkt eins og rafmagnaðan kraftstraum fara um allan líkama minn. Fyrsti sigurvinningurinn skyldi verða sá, að endurheimta sjónina þannig að ég gæti lesið, skrifað og unnið fleira gleraugnalaust. Ég gat náð mér í fleiri en eina bók varðandi meðferð augn- anna, um æfingar til að styrkja augn- vöðvana og einnig ýmsar ráðleggingar um mataræði. Þetta sameinaði ég ein- beitingu hugarorku minnar. Þegar ég var búin að stunda þessar æfingar tvisvar eða þrisvar daglega í fjóra mánuði, uppgötvaði ég allt í einu, er ég var á gangi úti í skógi í Canada, þar sem ég átti þá heima, að ég var gleraugna- laus. Ég hafði með mér dagblað, sem ég ætlaði að lesa og hugsaði, að nú gæfist gott tækifæri til að reyna sjón- ina. Ég settist niður, leit í dagblaðið, og mér til mikillar gleði varð ég þess var að ég gat lesið gleraugnalaust. Minnsta letrið gat ég ekki lesið, en hitt auð- veldlega. Æfingunum hélt ég svo áfram af enn meiri ástundun, og nú, eftir hálft annað ár, get ég þrætt nál, lesið smátt letur og skrifað, hvort sem er við dags- birtu eða ljós. Gleraugun hef ég lagt frá mér og nota þau nú aldrei. Ég hélt áfram að gefa líkama mín- um fyrirskipun um að hafna allri til- finningu um ellihrömun. Til dæmis varð ég þess vör, að með öndunaræfingum gat ég unnið bug á hjartslætti og tauga- spennu, sem eru einkenni hins háa blóð- þrýstings. I stað hins stutta og hraða andardráttar, vandi ég mig á djúpan og hægan. Slíkar æfingar þrisvar dag- lega og oft á kvöldin, útrýmdu gersam- lega þessum tilkenningum. Og nú gerð- ist nokkuð stórfurðulegt. Ég fékk að vita, er ég leitaði tannlæknis míns, að ég var að talca tennur i þriðja skiptié á ævinni! Hann sagðist ekki vita til, að slíkt hafi komið fyrir nokkurn mann á mínum aldri. Ég lagði gerfitennurnar Guömundur Karl Ásbjörnsson. Ungur ÍLstamadur vinnur sér til ágætis * Þannig hlaut honum að farnast. Þeg- ar hann var enn um og innan við ferm- ingaraldur, var það mjög augljóst, að í fylgd með honum voru hinar björtu og góðu dísir. Allt látbragð hans og öll til hliðar til þess að auðvelda hinum vöxtinn. Laus við bæði gerfitennur og gler- augu, fannst mér ég nú mun yngri. Ég varð limamýkri, húðin sléttari um allan líkamann, ég varð létt í göngu, gekk teinrétt og bar höfuð hátt. Hvert sinn er hugurinn hvarflaði að þessu, sagði ég við sjálfa mig: „ég er ung og skal halda áfram að yngjast, þótt árin líði, í stað þess að eldast.“ Eina breytingin, sem ég gerði á mat- aræði mínu meðan á þessu stóð, var sú, að ég fékk mér daglega hálfan lítra af súrmjólk (yogurt), sem ég bjó til sjálf úr nýmjólk. Hár mitt varð bæði mikið og gljáandi. Nú var ég stödd á Fidji-eyjum og hugsaði mig sjálfa með mikið hár eins og Fidjibúa. Yngingin þarf ekki nauðsynlega að leggja manni til tennur í þriðja skiptið, en sálarlega er slíkt vissulega mikils virði. Þetta uppörfaði mig mjög, sér- staklega, er tennurnar tóku að vaxa eftir að ég hafði iðkað hinar erfiðari æfingar. Þolgæði, lífsgleði og bjartsýni, vann einnig furðuverk. Nú er ég að kaupa mér kofa og nægi- legt land til að rækta garð, er snýr að stöðuvatni lengst norður á Nýja Sjá- lands-eyjunni. Þar er hrjúft og stór- brotið land, og mjög fagurt, ákjósanleg- ur dvalarstaður mér, sem hef kvatt ell- ina. — Beatrice Russell. framkoma vitnaði um meðfædda prúð- mennsku og hugprýði. Þessi ungi sveinn, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, var stöku sinnum gestur á heimili okkar hjónanna í fylgd með foreldrum sínum, sem hafa verið vina- fólk okkar um alllangt skeið. Faðir hans, Ásbjörn læknir, Stefánsson, hef- ur verið einn atkvæðamesti krafturinn í Bindindisfélagi ökumanna, allt frá stofnun þess, og framkvæmdastjóri fé- lagsins nú síðari árin. Það er okkur, sem verið höfum um árabil samstarfs- menn hans og í vináttu við hans ágæta heimili, mikið ánægjuefni að geta sam- glaðst unga listamanninum og foreldr- um hans yfir gæfusömum ferli hans á braut listarinnar, sem ekki er orðinn langur, en því meir aðdáunarefni. Næstum barn að aldri tók hann að mála málverk, er vöktu fljótt eftirtekt og jafnvel aðdáun okkar, en ekki fór mikið fyrir honum sjálfum og ekki flík- aði hann verkum sínum. Svo lagði ungi maðurinn upp í suðurgöngu og í Ítalíu opnuðust honum fljótt ýmsar dyr. Heilladísirnar brugðust honum ekki. Hann ávann sér fljótt hylli og vináttu mætra og merkra manna, fékk þar all- ríflegan ríkisstyrk. Um tveggja ára skeið hefur hann nú stundað nám við heimsfrægan listaháskóla — „Academia di Belle Arti“ í Florenz. Og nú hefur honum hlotnast alveg sérstakur heiður, þar sem honum hefur verið boðið að senda málverk á hina opinberu vorsýn- ingu í París næsta vor, en í þeirri sýn- ingu taka þátt einkum frægir listamenn. Ég hef þegar minnst á föður unga mannsins og veit fyrir víst, að þaðan hefur hann hlotið góðan arf, en engan veginn vil ég láta ógert, að geta móð- ur hans Ásdísar Guðmundsdóttur. Ekki er neinn vafi á því, að móðurarf hefur Guðmundur Karl einnig hlotið og þar með sumt af því, sem bezt má prýða hvern ungan mann. Slíkur arfur er hverjum manni gulli betri. Pétur Sigurðsson. -X -K -K ALDURSMARKIÐ SÉ HÆKKAÐ ÚR 18 í 21. Ungtemplarar í Noregi sendu ríkisstjórn- inni fyrir nokkru ósk um það, að í stað 18 ára skuli þurfa 21 árs aldur til þess að leyfilegt sé að selja eða veita ungmennum áfenga drykki. Þessi krafa er reist á þeirri sannreynd, að áfengisneyzla ungmenna hefur farið ört vaxandi, sérstaklega eftir að sterka ölið kom til sögunnar. Bindindissam- tökin um allt land í Noregi safna nú undir- skriftum til stuðnings þessari kröfu ung- templara, er þeir sendu ríkisstjórninni, og nú herða bindindismenn í landinu sóknina gegn ölinu, sem augljóslega veldur miklum ófarnaði.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.