Eining - 01.06.1962, Qupperneq 3

Eining - 01.06.1962, Qupperneq 3
EINING 3 Heilbrigðisástand á íslandi ii BOLDSVEIKIN (lepra) barst hing- að til lands á 13. öld og var þrem öldum síðar orðin útbreiddur og skað- vænn sjúkdómur. Þá óttuðust menn veikina svo mjög, að hún var aldrei nefnd á nafn án þess að bæta við: „Guð veri með oss“. Um þær mundir var á- kveðið að stofna fjóra „spítala" fyrir holdsveika, en framkvæmdin dróst um það bil heila öld. Stærsti spítalinn átti upphaflega að rúma 12 sjúklinga, en þeir voru aldrei fullskipaðir, og sam- anlagður sjúklingafjöldi fór sjaldan fram úr 12 og var oft minni. Að sjálf- sögðu var þarna engin læknishjálp, enda voru engir læknar til og óþrifnaður mikill. í bólunni miklu árið 1707 dóu flestir holdsveikissjúklingarnir, en þeim fjölg- aði brátt aftur. Margir þeirra dóu í mislingafaraldri 1848, og eftir það voru hinir svonefndu „spítalar" lagðir nið- ur, enda höfðu þeir aldrei verið annað en óhrjálegir geymslustaðir. Einangr- unin hefur þó áreiðanlega haft sína þýðingu og vafalaust dregið úr út- breiðslu veikinnar. Sjúklingum fjölg- aði enn, og vitað er, að 1896 voru þeir að minnsta kosti 237. Frá því 1776 hafa holdsveikissjúk- lingar ekki mátt stofna til hjúskapar, og forðuðust flestir samneyti við þá. 1898 voru sett lög, sem mæltu svo fyrir, að holdsveika mætti úrskurða til ævi- langrar sjúkrahúsvistar. Af þessu leiddi stundum átakanlega harmleiki í einka- lífi fólks. Einmitt á því ári 1898 var stofnaður spítali, sem danska Oddfell- owreglan gaf íslendingum. Það var fyrsta sjúkrahús hérlendis, sem svaraði kröfum tímans. Þar voru 60 sjúkrarúm. Eins og sést af töflu 2 hefur veikin verið upprætt að kalla á síðustu sex áratugum. Þeir sex sjúklingar, sem enn eru á lífi, eru allir komnir á efri ár. Fjórir eru á sjúkrahúsi, og aðeins einn þeirra hefur ekki náð bata. Þegar á það er litið, hvað línuritið yf- ir sjúklingafjöldann hrapar ört í beinu framhaldi af hinum mikilvægu ráð- stöfunum, sem gerðar voru 1898, mætti ætla, áð þar væri náið orsakasamband á milli. Samt er þetta ef til vill ekki einhlít skýring. Nú er vitað, að veikin er í rauninni lítið smitandi og að með- göngutíminn er mjög langur, allt að nokkrum ái’atugum. Smitunarleiðir eru ókunnar, enda þótt holdsveikissýkillinn fyndist árið 1874 af Norðmanninum dr. Armauer Hansen. Nú er komin fram sú tilgáta, að veikin berist annað hvort með flóm eða höfuðlús eða hvoru tveggja, og vissulega afsannast sú kenn- ing ekki hér. Fyrir fáeinum áratugum var þriðja hvert skólabarn lúsugt, en nú hefur lúsin verið afar sjaldgæf hér um margra ára skeið. Það er því ekki Jón Sigurðsson borgarlæknir. óhugsandi, að aukið hreinlæti og bættir lifnaðarhættir hafi átt sinn þátt í að ráða niðurlögum veikinnar. Nú eru bráðum 100 ár síðan menn gerðu sér ljóst, hversu útbreidd sulla- veikin var hér á landi. Smitunarleiðirn- ar voru uppgötvaðar, og voru þegar gerðar ráðstafanir til að uppræta sjúk- dóminn. Um þetta leyti (1867) áætlaði Finsen, að 2% landsmanna væru sulla- veikir. 1882 taldi Jónassen, að talan væri komin niður í 1,7%, en 1913 áleit Guðmundur Magnússon, að hún væri í mesta lagi 0,3—0,4%. Sullaveikin er, sem kunnugt er, sníklasjúkdómur, og berast bandorm- arnir í menn úr hundum, en þeir sýkj- ast af því að éta sulli úr líffærum sauð- kinda. Lifnaðarhættir okkar áður fyrr stuðluðu mjög að þess konar smitun, þar sem næstum allir landsmenn voru sveitafólk, sem umgekkst hundana mjög náið, en öll slátrun fór fram heima á bæjunum. Ráðstafanir þær, sem gerðar voru af hálfu stjórnarvalda árið 1890 og aukn- ar 1924, voru í því fólgnar að takmarka hundahald, að lækna hunda af bandorm- um og koma í veg fyrir, að hundar næðu í hráæti á blóðvelli. Þessar ráðstaf- anir, samfara auknu hreinlæti, eru nú að útrýma veikinni. Um langt skeið hef- ur hún aðeins fundizt hjá gömlu fólki og mun hverfa alveg með því. Taugaveiki gekk hér sem farsótt á 18. öld, en varð landlæg á 19. öld. Hún kostaði mörg mannslíf. Þó virðist hún hafa verið nokkru vægari hér en í ýms- um öðrum löndum. Með vaxandi hrein- læti á 20. öld og öflugri sóttvörnum fer taugaveikin að réna, einkum eftir að farið var að leiða vatn í lokuðum leiðsl- um og hafa eftirlit með vatnsbólum. Lagnir holræsa, gerilsneyðing mjólkur og leit að smitberum hafa verið mikil- vægir þættir í baráttunni gegn veikinni. Þetta kom til framkvæmda í hinum ýmsu landshlutum á árabilinu 1907—1925. Nú sést aðeins eitt taugaveikistilfelli ca. fimmta hvert ár og síðustu tvo áratugi hefur enginn látizt úr þessum sjúk- dómi. Enda þótt fjöldi hvers kyns næmra sjúkdóma hafi geisað í landinu seinustu aldirnar og gert mikinn usla, lét berkla- veikin þó af óskýranlegum ástæðum ekki verulega til sín taka fyrr en í lok síðustu aldar. Einmitt þegar öðrum sjúkdómum fækkar óðum, færist berkla- veikin í aukana og er upp úr aldamót- um 1900 orðin slíkt þjóðarböl, að öll önnur heilbrigðisvandamál hurfu í skuggann. Árið 1911 dóu 114 eða 1,3%0 lands- manna úr berklaveiki, og var hún þá 10% allra dánarorsaka. í aldarfjórðung hélt hún enn áfram að breiðast út, en dauðsföll náðu hámarki 1930. Á því ári varð hvíti dauðinn 232 mönnum að aldurtila eða 2,1%0 og var 20% allra banameina. Geigvænleg tala. En síðan verða skjót umskipti. Berklaveikin rénar hraðar en hún jókst. Dauðsföllum fækkar jafnt og þétt, örar en dæmi eru til í nokkru öðru landi. Á fáum árum lækkar dánartalan meira en á nokkrum áratugum í sumum ná- grannalöndum. Hver er orsökin? Því miður verður ekki gefin fullnægjandi skýring á þessu, en þó nokkur. Árið 1910 var fyrsta heilsuhælið stofnað hér á landi að tilhlutan félags- skapar, sem stofnaður var í því skyni. Þar voru aðeins 80 sjúkrarúm og ann- aði hælið því naumast að taka við öðr- um en ólæknandi sjúklingum.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.