Eining - 01.06.1962, Qupperneq 5

Eining - 01.06.1962, Qupperneq 5
EINING 5 berklavarnanna hér á landi farið fram úr djörfustu vonum. Berkladauðinn hjá okkur er einhver hinn lægsti í heimi, árið 1956 0,8 af 10.000. Þess skal getið, að þessi árangur hefur náðst án Cal- mette-bólusetningar, nema hjá þeim, sem umgengizt höfðu berklasjúklinga. Tilheyrendur góðir. Ég skal ekki þreyta ykkur meira en orðið er á upp- talningu farsótta, sem hafa hrjáð land vort á umliðnum öldum. Útrýming bólu- sóttar og baráttan gegn barnaveikinni með tilstyrk bólusetningar eru þó áfang- ar, sem ve,rt hefði verið að ræða nánai', en ég geri ekki ráð fyrir, að sú saga yrði sérlega frábrugðin þeirri, sem þið hafið að segja úr ykkar heimalöndum. Eftir að næmir sjúkdómar urðu auð- veldari viðfangs, beinist áhuginn meir og meir að öðrum sjúkdómum, sem eru nú efstir á blaði meðal dánarorsaka hér- lendis, en það eru hjartasjúkdómar, krabbamein og slysfarir. Verðum við nú einkum að einbeita okkur að þeim. Hjartasjúkdómar hafa aukizt mest að tiltölu og eru nú 220%o allra dánaror- saka (sjá töflu 4). Krabbamein var á tímabili tíðasta dánarorsökin, en hefur síðustu árin ver- ið í öðru sæti. Hina öru hækkun línu- ritsins eftir 1946 má að nokkru skýra með því, að eftir 1947 hafa vefjarann- sóknir verið viðhafðar í sívaxandi mæli. Fram til 1954 voru að jafnaði færri en eitt tilfelli af lungnakrabba á ári, en nú eru allt að 11—12 árlega, og sennilega fer sú tala hækkandi. Slysfarir eru afar tíð dánarorsök hér á landi, og veldur þar einkum, að fisk- veiðar eru aðalatvinnuvegur lands- manna. Þess ber að minnast, að fyrir smáþjóð eins og okkur, 170 þúsund manns, er missir einnar 40 manna tog- araáhafnar álíka tilfinnanlegur og missir 40 þúsund manna meðal stór- þjóðar á borð við Bandaríkjamenn. Hámarkið, sem þið sjáið á línuritinu frá árunum 1941—42 stafar frá því, er sjómenn vorir sigldu með fisk til Bret- lands á stríðsárunum. Af því, sem ég hef sagt hér í dag, má marka, að náttúruöflin hafa á umliðn- um öldum haft örlagarík áhrif á heil- brigðisástand okkar. Við lifum nú á hlýviðrisskeiði, eldur og ís hafa þyrmt okkur tiltölulega lengi, og lífskjör okkar og lifnaðarhættir hafa stórbatnað, en það síðan haft hin hag- stæðustu áhrif á heilbrigðisástandið. Við höfum gnægð lækna, sjúkrahús- byggingar eru komnar á góðan rekspöl, okkur vantar aðeins hjúkrunarkonur. Ef við hefðum nóg af þeim, gætum við, sem störfum að heilbrigðismálum, horft björtum augum til framtíðarinnar, því að öll erum við sammála um, að Island sé indælt land og að hér sé gott og heil- næmt að búa. Ef litið er til baka yfir hinar sex slæmu aldir, sem ég hef lýst hér í dag, og okkur verður jafnframt hugsað til hinna sex góðu, áratuga að undanförnu, hljótum við að fagna því, hversu marg- falt meira hið góða má sín en hið illa. Á þessum fáu áratugum höfum við unn- ið upp að fullu það, sem glatazt hafði á þessum óralöngu, öldum. Meðalaldur okkar, sem var 1850—60 31,9 ár hjá körlum og 37,9 ár hjá kon- um, var árin 1945—55 orðinn 69,4 ár hjá körlum, en 73,5 ár hjá konum og er því sambærilegur við það, sem er ann- ars staðar á Norðurlöndum. Algerlega sambærilegar tölur eru ekki fyrir hendi. Slíkar tölur eru, hins vegar til varðandi hlutfall barnsfæðinga, dánartölu og ungbarnadauða. Samkvæmt Annual Epidemological and Vital Statistics fyrir árið 1956, síð- asta bindi, sem gefið hefur verið út af World Health Organization, erum við prýðilega á vegi staddir að þessu leyti, miðað við hin Norðurlöndin. Fjöldi barnsfæðinga er mjög mikill, 28,3%0, og almenn dánartala er mjög lág, eða 7,2%0. Ungbarnadauði e.r einnig mjög lítill, 17,3%0 og er hinn lægsti á Norður- löndum, álika og í Svíþjóð. Á sviði heilbrigðismála erum við nú meðal bezt stöddu þjóða heims. Þið hafið setið hér kennslustund í ömurlegum kafla íslandssögunnar. Þessi kafli á einnig sínar björtu hlið- ar, sem ég vona, að ekki hafi farið fram hjá ykkur. Störf að heilbrigðismálum, löggjöf, stofnun sjúkrahúsa og aðrar opinberar ráðstafanir og dagleg störf lækna og hjúkrunarkvenna til varnar sjúkdómum búa ekki yfir dramatískum spenningi skurðstofunnar og gleði yfir skjótum sigri. En sé skyggnzt um af sjónarhóli og heildarsýn fengin yfir árangur alls þessa, reynast heilsuverndarstörfin og hinir seinunnu sigrar þeirra engan veg- inn sneydd dramatískum áhrifum. -k -jc -K ÁFENGISNEYZLA OG VERÐLAG ÁFENGIS Merk og viöurkennd stofnun í Canada hefur rannsakað hversu aukning áfengis- neyzlunnar er í hlutfalli við verðlag áfeng- isins. Síðan árið 1933, — er verð áfengra drykkja þar í landi var raunverulega liæst, þar sem frá því hefur það alltaf verið að lækka, samanborið við annað verðlag —- hefur áfengisneyzlan aukizt stöðugt. Verð áfengra drykkja í Canada árið 1956 hefði þurft að þrefaldast, segir í skýrslu rann- sóknarstofnunarinnar, til þess að vera hlið- stætt við verðið 1933, þegar almenn kaup- hækkun og verðhækkun er tekin til greina. DAUÐASLYS OG ÁFENGI Nýjustu rannsóknir Svía varðandi umferð og áfengisneyzlu, hafa leitt í ljós, að 30 af hundraði dauðaslysanna orsákast af áfeng- isneyzlu. Til dæmis voru 30% bílstjóranna, sem fórust, ölvaðir, 35% hjólreiðamann- anna og 30% gangandi manna. Rannsókn- irnar voru aðeins varðandi þá, sem létust á staðnum. Má því ætla, að þáttur áfengis-. ins í dauðaslysunum sé enn meiri.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.