Eining - 01.06.1962, Page 13
EINING
13
— gæzlum. barnastúkna, Hilmar Jóns-
son.
— gæzlum. löggjafarstarfs, Þórður
Steindórsson.
— fræðslustjóri, Jón H. Jónsson.
— gæzlum. ung.starfs, Gunnar Þorláks-
son.
— fyrrv. umdæmisst. Hreiðar Jónsson.
— söngstj. Jensína Gísladóttir.
— aðst.ritari, Ari Gíslason.
— dróttseti, Halla Eiríksdóttir.
— aðst.drótts. María Guðmundsdóttir.
— vörður, Runólfur Runólfsson.
— útvörður, Kristinn Árnason.
-x -K -x
„Ég vildi að ég gæti
stolið eins og hann“
Þessa furðulegu setningu sagðist kona
hafa heyrt af vörum fólks, sem undrað-
ist yfir, hve maður nokkur gat borið í
bústað sinn, semvar þó aðeins venjuleg-
ur launþegi.
Þegar blöðin birta sögur um dóma og
þá óheppnu, sem ekki sluppu með óheið-
arleik sinn, aðeins fáir af hinum mörgu,
þá rifjast upp setningar eins og fyrir-
sögnin hér: að geta stolið eins og hann,
þannig að ekki kæmist upp, en þeir sem
tala þannig, mæla þó áreiðanlega ekki í
fullri alvöru og eru sjálfsagt engin
þjófsefni.
Ekki festa allir fuglar sig í snörunni,
þótt margir fljúgi nærri henni. Sé litast
um á vettvangi framkvæmda, viðskipta
og ýmissa athafna manna og þátttöku í
einu og öðru, blandast engum hugur um,
að víða er tekna aflað á óheiðarlegan
hátt, þótt aldrei hljóti neinn dóm. Hin-
ir dæmdu eru því oft engu sekari en
margir aðrir, ef til vill stundum stór-
tækari en hinir. Nauðsynlegt er að hug-
leiða þetta, svo að of þungur dómur al-
menningsálitsins bætist ekki ofan á
þungan dóm laganna yfir þeim, sem í
snörunni hafa fest sig.
Hér er sannarlega ekki verið að biðja
óheiðai'leik vægðar, hann er því miður
einn hættulegasti sjúkdómur menning-
arinnar, en hins mættu flestir minnast,
að fleiri eru sekir en hinir sakfelldu.
Mörgum sakfelldum hefði þjóðfélagið
getað forðað frá ógæfunni, ef allar gerð-
ir þess, ákvæði og reglur væru réttlátar,
og allt þjóðaruppeldið stundað á grund-
velli réttlætis og siðgæðis. Væri þjóðlífs-
akurinn vel hirtur, svo að ekkert ill-
gresi dafnaði þar, þá yrði lítið um
vandræðamenn, vandræða-unglinga og
vandræða-foreldra.
8 indindishreysti
og langlífi
Dr. Johan Scharffenberg er enn búinn
hetjuhug, þótt 93 ára sé.
Þessi sterki öldungur flytur enn fyr-
irlestra og hvatningaræður, sem ung-
menni hlusta á og meta mikils. Hann
býr jafnt yfir mikilli þekkingu og mik-
illi lífsreynslu, og aldrei hefur hann
kvikað frá þeirri skynsamlegu röksemd
varðandi áfengisneyzluna, að öll áfeng-
isneyzla leiði alltaf meira og minna til
ofdryJckju. Þjóðir verði því að stríða
við áfengisböl á meðan þær hafi áfengi
á boðstólum. Lausn áfengisneyzlunnar
er því engin önnur til en að banna það
algerlega eins og önnur eiturefni, ópíum
og fleira.
Dr. Johan Scharffenberg.
Dr. Söharffenberg sagði nýlega í
ræðu, sem hann flutti á landssambands-
þingi norskra bindindisfélaga í skólum,
að aldrei hafi verið til neitt þjóðfélag
laust við áfengsböl, þar sem almenning-
ur hafi átt aðgang að áfengum drykkj-
um. Og við unga fólkið sagði hann enn-
fremur: „Ef þið eruð sannfærð um að
áfengið sé skaðlegt, þá haldið uppi bar-
áttuni gegn því“.
Godtemplarbladet.
-K -K -K
Kvenleg fegurð og
reykingar
Flestum konum mun vera það nokk-
urt kappsmál, að geta varðveitt fegurð
sína, til þess bendir öll þeirra snyrting-
ariðja. Eitt er betra fegurðarmeðal en
allt annað, það er lífshamingjan, en
mesti aflgjafi hamingjunnar er ástin.
Hamingjusamar mannverur, hvort
sem er karl eða kona, ættu ekki að hafa
þörf fyrir neinar skaðnautnir. Engin
kona, sem reykir eitthvað að ráði, og
það gera þær allar, ef þær venja sig
á tóbakið, getur umflúið það, að skemma
og eyðileggja fegurð sína og gott útlit.
Aftur á móti dylst það aldrei, að þeg-
ar konan er ástfangin og nýtur ástar,
þá blómgast hún. Þótt áður hafi hún
verið rytjuleg, fríkkar hún og vex að
yndisþokka. Ástfangin, hamingjusöm og
elskuð varðveitir hún gott útlit sitt og
æskufegurð fram í háa elli.
Konur. Reykingarnar skemma ykkur
og ræna ykkur því, sem þið einna sízt
viljið missa.Þær eru börnum ykkar ólán,
og geta verið skaðræði.
Afneitið tóbakinu. Það samrýmist
ekki kvenlegum yndisþokka.
-K -)< -K
Fagurt líknarstarf
Norðmenn kosta barnaspítala í Seol
í Kóreu. Þetta sjúkrahús á svo lágreist
hús í afskekktri götu borgarinnar. Á
framhlið þess eru engar inngöngudyr,
en aðeins stórt op á veggnum. Sá, sem
gægist þar inn, sér innifyrir tvo geysi-
mikla maísgrautarpotta. Svo kemur fólk
á öllum aldri, þreyttar konur með börn
á bakinu, gamalmenni og alls konar
fólk. Þaðkemurmeð þvottaskálar, skaft-
potta og önnur ílát, láta þau á borð-
plötu í veggopinu, en konurnar hjá
grautarpottunum láta svo í ílátin, og svo
snýr fólkið heimileiðis með sinn
skammt, oft bera konurnar ílátin á
höfðinu. f maísgrautinn er látin bæði
þun-mjólk og ostur. Þessar matgjafir
eru einn liðurinn í herferðinni gegn tær-
ingunni, sem herjar þar sem skortur og
vöntun á heilsuvernd ríkir.
Hingað til hafa safnast gjafir í Nor-
egi til þessarar starfsemi, sem nema
200,000 norskra króna.
Undarlegt ástand í heiminum. Millj-
ónir hungraðra og vanræktra manna,
en svo eyða menningarþjóðirnar millj-
örðum og aftur milljörðum króna, doll-
ara eða annarra peninga til áfengis- og
tóbakskaupa og óhófs í öllum myndum,
ofáts, ofdrykkju , fánýtra skemmtana
og alls konar óþarfa íburðar. Allir erum
við þó mannverur, hvítir, brúnir, gulii',
svartir. Þarfir okkar allra eru svipaðar,
tilfinningalíf og eðlishættir. Að því leyti
erum við allir bræður og systur, en
bróðurkærleikurinn er of lítill, en vissu-
lega ber að fagna því, sem vel er gert
og þakka það.