Eining - 01.06.1962, Page 15

Eining - 01.06.1962, Page 15
EINING 15 Orðsins list á íslandi Svo heitir ein greinin í ritgerðasafn- inu Laust mál, eftir Einar Benediktsson. Þar eru þessar línur: „Má óhætt fullyrða, að ein hin hæsta og þýðingarmesta menntun manns er einmitt sú list, sem nefnd er mælska, og um leið auðveldust að kenna á fyrsta stigi til stórkostlegra nota í daglegu og almennu lífi.... Fremsta og fyrsta stig allrar orðlist- ar í mæltu máli er framburður hins einstaka orðs. Þessi merking framburð- ar er annað en ákvörðun hljóðs í sam- stöfu, sem er venjulega átt við, þegar talað er um málsframburð. Vestfirðing- ar og Norðlendingar geta t. d. borið sama hljóðstaf fram með ólíkum hljóð- um — og þó báðir mælt hann jafn vel eða jafn laklega. Víðast hvar í heiminum þekkist menntaður maður frá ómennt- uðum strax við fyrsta orð á því, hvern- ig hann ber fram hljóð einstakra stafa, og sýnir það, hversu mikils virði það er að vanda framburðinn (í almennum skilningi). En í því sambandi mætti þó geta þess, að hér hefur almenningur til sveita hreinni og vandaðri framburð heldur en yfirstéttin, og mun það vera eins dæmi. Skal ekki farið út í það hér að rekja rök til þessa, en geta má þess, að víðtæk og almenn samtök hafa verið gerð hér á síðustu árum — af ýmsum þeim, er sízt skyldi — í þá átt að skemma og lægja almennan, íslenzk- an framburð, sbr. svokallaða „blaða- mannaréttritun" o. fl. Má, til þess að gera skiljanlegt, hvert tjón stafaúrfell- ing þessarar spilltu ritunar getur haft í för með sér, láta nægja hér að minna á það, að reisn tungnanna í siðmenntaða heiminum frá glundroða og málsglötun er alls staðar í raun réttri ekki annað en stöðvun rangritunar. Hér á fslandi þótti það mestu varða, eftir að máli voru var borgið úr hættu, að koma á byrjun nýrrar rangritunar, til þess að læging málsins mætti verða samferða læging hugsunar og hugsjóna." Þannig mælti skáldið árið 1916. Sennilega e.ru skoðanir manna skiptar um þetta, en gott er að menn leitist við að halda vörð um móðurmálið, ekki veitir af, því óskaplega er það móður- mál gallað, sem börn okkar og ungling- ar læra oft af vörum hinna fullorðnu. Þar er óþrifnaður, latmæli, málskrípi og mikið ræktarleysi að þvælast um í okkar „ástkæra, ylhýra máli“, en betra á það skilið. Seint á st. ári birli norska blaSiS Folket þetia línurit. Yfir því var skráö: ÆSKUMENN SJÁ ENGA HÆTTU LínuritiS sýnir í lwaSa aldursflokkum flest- ir farast í slysunum. Verstur er aldurinn 5—14 ára. ÞerrSu, Guð minn, þjóöa tár, þeirra djúpu undir blæða. Heimsins mörgu hjartasár hönd þín megnar ein að græða. ÓK ÖLVAÐUR SKÓLABÍL Mikið óvit og ábyrgðarleysi þarf til að setjast ölvaður við stýri í skólabíl, sem full- setinn er skólabörnum. Þetta gerði ökumað- ur nokkur í einu af nágrannalöndum okkar nýlega og var svo dæmdur til 36 daga fang- elsisvistar. Þetta er gamla sagan, áfengisá- hrifin svifta menn aðgæzlu og dómgreind. Sænsk menntaskólastúlka skrifar þetta í skólastíl. Á vorum dögum er heimilið orðið að efniskenndri stofnun. Við sjáum pabba og mömmu, sem eru stoðir heimilisins, örsjaldan. Hvar er athvarf að finna, eða mynd- ugleika? Við erum ung og sundurþykk. Við fálmum okkur áfram í gegnum líf- ið. Enga hjálp er að fá. Hvarvetna ana menn áfram græðgis- legir á svip. Tíminn er peningar, en peningar skapa angist. Jafnvel á heim- ilunum erum við elt á röndum af hin- um hæðnislega hjáguði, peningunum. Pabbi vinnur. Pabbi verður að vinna fyrir peningum, peningum og aftur peningum. Hver er fær um það að hjálpa okkur, þegar við föllum, við æskulýður vorra daga, með nýmóðins innréttuð heimili, bifreiðir, sjónvarp og sumarbústaði? Ég er ung. Ég ákæri ykkur, sem hafið ekki tíma til þess að sinna börnunum ykkar, sem látið peninga og álit annarra á ykkur, sitja í fyrirrúmi fyrir afkvæm- um ykkar. Haldið þið að þið getið keypt okkur? Við förum aðeins fram á það eitt, að þið sýnið okkur ástúð, en í stað þess matið þið okkur með vítisógnum k j arnorkusprengj unnar. Eru það hinir lífvana skrjáfandi pen- ingaseðlar, sem hafa rekið kærleikann á flótta frá heimili okkar? Svarið okk- ur! Hafið þið drepið hann með hinum auvirðilegu peningum, sjálfselsku og kæruleysi ykkar? Eruð það þið, sem hafið fótumtroð- ið hann, gjört gys að honum og dregið hann niður í svað hins auvirðilegasta verzlunarháttar ? Ef það er satt — hvað hafið þið gef- ið okkur í staðinn? Steina? Við fáum leyfi til þess að gjöra það sem við viljum í stórum dráttum — mik- ið frjálsræði og margar tómstundir. En börn eru ekki sköpuð til þess að sjá sjálf fyrir uppeldi sínu. Foreldrar okkar ættu að láta sér skilj- ast það, að trúnaðarsamband á milli þeirra og barna þeirra, hefur miklu meira gildi fyrir gott uppeldi barnanna, heldur en margir aðgöngumiðar á kvik- myndahúsin. Herópið.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.