Eining - 01.01.1964, Qupperneq 1
^^ijróti g-eátur
áróinó nijjci
Stíg inn um dyrnar — okkar fyrstur
ársins gesta, Drottinn Kristur.
Vígðu bæ með blessun þinni,
birta lát í veröldinni.
Sérhver höll og hreysi verður
helgidómur fagurgerður,
þar sem inn þú, Kristur kemur,
kveikir ljós og friðinn semur,
unað veitir, eyðir kvíða,
eflir þá, sem líða og stríða.
Með þér kemur ársins auður,
auðgast sá, sem fyrr var snauður,
blessast störf og bóndans hagur,
bjartur verður hver einn dagur.
Ef þú blessar land og lýð,
leysist vandi, endar stríð.
Sældar öld og ár upp rennur
og í hjörtum manna brennur
ást til Guðs og allra manna,
alls hins góða, fagra, sanna.
Veröld drottins verður ný,
víkja burt öll stormaský.
Kveð þú dyra, Drottinn Kristur,
dagsins nýja allra fyrstur.
Ársins nýja góði gestur,
gjöfull, ríkur, allra beztur.
Vertu fylling fátæks hjarta,
ferðavilltum ljósið bjarta,
helgur vörður heimilanna,
Herra og Drottinn allra manna.
Já, komi Drottinn Kristur inn,
komi í bæinn þinn og minn,
víkja mun þá voði og fár,
og verða gott hið nýja ár.
Góðtemplarareglan á íslandi
áttatíu ára
Afmæli þetta var allmikill viðburður
í sögu reglunnar hér á landi. Á slíkum
tímamótum líta félagar hennar um öxl
og hyggja að sögu hennar, til lærdóms
og ánægjulegra minninga, og fram á
við í trú á forsjónarhandleiðslu, trú á
góðan málstað, trú á sigurmátt sann-
leika og réttlætis, og í trausti til góðra
manna um mikilvæga liðveizlu.
I sambandi við þetta merkisafmæli
reglunnar, sýndu margir aðilar henni
gestrisni og vinsemd. Dagblöðin og út-
varp gerðu henni góð skil, og nokkrir
æðstu menn þjóðarinnar sendu henni
hlýjar heillaóskir. Skeytin sendu: for-
setinn herra Ásgeir Ásgeirsson, forsæt-
isráðherra Bjarni Benediktsson,
menntamálaráðherra Gunnar Thorodd-
sen, biskupinn yfir íslandi herra Sigur-
björn Einarsson, vígslubiskup Bjarni
Jónsson, Eysteinn Jónsson fyrrv. ráð-
herra og borgarstjórinn í Reykjavík,
Geir Hallgrímsson.
Fleiri heillaskeyti bárust, þótt ekki
verði þau talin hér. Öll voru þessi skeyti
uppörvandi og fallega mælt. Hér verður
birt aðeins efni bréfspjalds þess, sem
barst frá borgarstjóra Reykjavíkur
ásamt fagurri blómakörfu. Það er á
þessa leið:
Pétur SigurSsson.
Akureyri, vagga reglunnar.