Eining - 01.01.1964, Side 12

Eining - 01.01.1964, Side 12
12 EINING II |\ Íimf % & * Stjórn Fríkirkjusafnaðarins. Fremri röð, f. v.: Gísli Sigurgeirsson, Guðjón Magnússon, formað- ur, Jón Sigurgeirsson. Aftari röð, f. v.: Jónas Sveinsson, Guðjón Jónsson. Séra Ólafur Ólafsson. Fyrsti prestur frikirkjusafnaðar- ins. Þjónaði i 17 ár. sem borizt höfðu. Kirkjukórinn söng nokkur lög og hjónin Hel- mut Neumann og Marín Gísladóttir, organleikari kirkjunnar, léku nokkur lög á celló og píanó, en auk þessa var svo almennur söngur. Að síðustu var svo stiginn dans til kl. 2 e. miðnætti. Á sunnudaginn var svo hátíðamessa í fríkirkjunni og var henni útvarpað. Þar flutti séra Kristinn Stefánsson mikla og góða ræðu. Guðmundur Jónsson óperusöngvari söng hinn dásamlega lof- söng: „Þitt lof, ó, drottinn". Kirkjunni bárust margar góðar og fagrar gjafir. Kristján Dýrfjörð o. fl. gáfu fagran róðukross á altari og fagran vand- aðan hátíðahökul til minningar um Sólveigu, konu Kristjáns. Hjónin Kristinn J. Magnússon og frú, gáfu fjólubláan hökul og altarisklæði, sem borinn skal á föstunni. Þá voru og gefnir fjórir fagrir kertastjakar, oblátudósir rauðar, fjórir vandaðir stólar og fl. Peningagjafir bárust frá f jölmörgum einstaklingum, einnig fagr- ar blómakörfur, sem prýddu bæði veizlusalinn og kirkju við há- tíðamessuna. Vissulega hefur þetta 50 ára afmæli kirkjunnar og allt ánægju- legt í sambandi við það, verið mikill og góður viðburður í sögu hennar, og hafa þá fallið henni í skaut margar heilhuga blessvmar- óskir, umfram allt, sem hér var talið, en slíkar óskir eru ekki lítilsvirði hverjum þeim samtökum manna, sem fegra vilja og farsælt gera mannlífið allt. Séra Jón Auðuns. Prestur frikirkjusafnaðarins um 16 ára skeið. : : rr rW Þetta Altari fríkirkjunnar er eitt hið fegursta á landinu.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.