Eining - 01.01.1964, Síða 13

Eining - 01.01.1964, Síða 13
EINING 13 r—--------------------------------- BÖL ÁFENGISINS HEIMILIÐ. Þórarinn Jónsson, Jcennari, Kjarnanesstöðum, Innri-Akranes- hreppi, hefur sent blaðinu eftirfarandi Ijóö. Heima er þögn, í rökkri raunastunda, renna tár af húsfreyjunnar brá. Eiginmaður farinn er til funda við félagsbræður sína á drykkjukrá. — Börnin eru köld og klædd í tötra. Kvöl og þjáning svipur þeirra ber. Af sálarkvölum þreytt og náhvít nötra, neyð og hungur lítilmagnan sker. Heima er kuldi, kalt í þessum ranni, kvíði brýst í húsfreyjunnar sál. — Er mögulegt, að nokkur kvöl þá kanni, er kyndir þögul lífsins harmabál? Allt virðist tapað. Brostin eru böndin, er bundu hugi þeirra sömu þrá. Sorgarmyrkur hjúpar hugarlöndin, og harmsár stunda líður brjósti frá. Kjökur heyrist lágt frá litlum sveini og lítil hendi strýkur hennar kné. Sakleysingjans svipur himinhreini, til himins leita þau hin duldu vé. — 0g friðarblærinn hljótt um loftið líður og ljóssins mildi sínum sprota slær. Móðurinnar hjarta minna svíður, er miskunn drottins færist henni nær. Mildur kærleiksblær við móður kenndur, mælist ei á vog né kvarða neinn. Hún vermir sveinsins votu og köldu hendur, og vilja hennar styrkir drottinn einn. Þótt börnin skorti hita, föt og fæði, fái eigi mældan nægan skammt. Hún lifir víst, og vinnur fyrir bæði, þótt vissulega nái þetta skammt. II Hvert skal stefna? hugum snúa heilla til í orði og verki. Viljann hvessa. — Bölið brúa, bera lífsins sigurmerki. Virðist mér það vera næsta verkið, sem að liðsemd hlýtur. Bera uppi hugsjón hæsta, er helsið þunga sundur brýtur. Ástríðunnar okið þunga ýmsa bindur sterkum viðjum. menn og konur, aldna, unga, orkuvana, þessa styðjum. Hvað er að útvarpinu? Fyrir nokkru þýddi eg grein, sem heitir: Hvaö er aö Washington. Ekki hef eg árætt að bjóða neinu blaði grein- ina enn. Hún er skýrsluhrafl um sið- ferði höfuðstaðar Bandaríkjanna. En nú er það ríkisútvarpið íslenzka. Mörg ár eru síðan að eg afréð að hlusta alls ekki á útvarpsleikrit eða sögur og jafnvel fleira, en einstöku sinnum brýt eg þó regluna. Þegar lofað var nýjum gamanþætti: Láttu þaö bara flakka, varð eg forvit- inn eins og víst fleiri. En hamingjan góða, aumara gat það ekki verið. Það bar vott um fullkomna lítilsvirðingu á hlustendum að bjóða slíkt. Síðan hefur ekki sá þáttur tafið mig. Nú, ástamál er alltaf dálítið freist- andi. Útvarpið kom með leikrit: Viö- sjál er ástin. Þvílíkur óþverri. Hor- tittahröngl og andstyggð. Fyrir slíkt verða höfundar frægir. Slíkt er góður mælikvarði á menningu þjóða. Þarf nokkurn að furða, þótt æskumenn, sem fóðraðir eru á slíku og þessu, verði nokkuð brokkgengir. Af tilviljun komst eg ekki hjá að hlusta á kafla í framhaldsleikritinu, eftir höfund, sem eg hef haft mætur á. Eftir þann þátt átti að koma: Stormur- urinn skellur á. Forvitnin fær yfirhönd- ina aftur, að vita hvernig þessi storm- ur verði. Eg ætla ekki að eyða mörg- um orðum um það sem eg heyrði af leikritinu, en spyr: Hvaða erindi á slík andstyggð og vitleysa til okkar. Hér er ekki einu sinni um góðan skáldskap að ræða. Leikritið er viðbjóðslegar öfgar og hortittahröngl. Þá gerði eg einnig tilraun með leik- Rækta þarf í huga og hjörtum hugsjón þá, er bezt má græða. Lífsins geislum beina björtum beint, og myrkraöflin hræða. Allir verða skjótt að skilja, skæð er notkun eiturveiga, er lamar allra vit og vilja, unz verða þrælar. — Eitrið teyga. Hvort skal þjóðin þora að segja? þetta vil eg ekki hafa. Eða undir böl sig beygja, til botns í spillinguna kafa. Þórarinn Jónsson. ritið Rætur, en hlustaði þó ekki til enda. Þar bar mest á bölvi og formælingum. Stelpan átti von á stráknum í heimsókn og sagðist þá ekki vilja hafa heima hjá sér neitt bölv og ragn eins og hjá siðleysingjum. Faðirinn spyr: Má ekki bölva? Nei, segir stelpan. Og hver and- skotinn, segir þá faðirinn. Eg segi þá víst ekki mikið. Svo fer stelpan að velta vöngum yfir því, að gamall maður er allt í einu dáinn: Hver djöfullinn, seg- ir hún við sjálfa sig, og þannig var allt orðbragðið. Fróðlegt væri að fá vitneskju um, hvaða dóm almenn skoðanakönnun myndi leggja á þetta útvarpsefni. Það er vissulega í ætt við sumar bókaaug- lýsingar stundum fyrir jólin, þegar ómerkileg klámrit eru lofsungin sem bezta jólagjöfin til kvenna. Og svo er það enn eitt. Hversu mik- ill snillingur og hve lærður sem Jón okkar Leifs kann að vera, þá vildi eg óska þess, að eg þyrfti ekki að hlusta oftar á lag hans við bænaversið: Vertu, guÖ faöir, faöir minn. Slíka bæn á ekki að bera fram með hnykkjum, skrækjum og byljum. Slíkt særir okkur djúpt, að minnsta kosti eldri kynslóðina, sem höf- um haft þessa bæn á vörum okkar allt frá barnæsku. Ekki getur hið áðurnefnda lélega út- varpsefni verið því að kenna, að skort- ur sé á sæmdarmönnum við útvarpið. Mér verður oft hugsað til þess, sem hinn ágæti dagskrárstjóri útvarpsins sagði eitt sinn við mig, og eg fékk leyfi hans til að segja frá því. Það var Andrés Björnsson. Hann sagði: „Út- varpsefnið á að miöast viö gott heimili“. Þetta er viturlega og sanngjarnlega mælt. Góðu heimili er ekki hægt að bjóða sumt sem útvarpið dembir í þjóð- ina. Eigum við ekki að hætta að fóðra sálir ungmenna okkar á óþverra út- varpsefni, sorpritum, klámreyfurum, glæpakvikmyndum og ýmsu því, sem sáir aðeins illgresi í unga hugi? Eru þjóðir ekki búnar að fá nægilega upp- skeru upp af slíkri sáningu? -X -K * IMargmennisþurflingar Leiðindi margmennisþurflinga þjá, þrasálfar sálinni spilla. Einveru þolir enginn sá, sem æsinga-glymskrattar trylla. P. S.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.