Eining - 01.01.1964, Qupperneq 14
14
EI N I N C
VERKFÖLLIN
Fyrirsögn ritstj órnargreinar, stærsta
blaðs landsins, fyrsta blaðs þess, sem
kom út eftir síðasta verkfall, var þessi:
Allir hafa tapað.
Líklega er farið hér mjög nærri sann-
leikanum, ef hann er þar ekki allur.
Undirritaður hefur aldrei tekið neinn
verulegan þátt í flokkapólitík, en rétt-
lætismál ættu að vera allra manna
áhugamál.
Ef allir hafa tapað á síðasta verkfalli,
hve miklu hafa þeir þá tapað, sem allt-
af tapa mest og minnst bera úr býtum?
Glöggur maður sagði við mig eitthvað
á þessa leið: „Verkamenn eru hraktir
út í verkfall og látið heita að það sé
til að bæta kjör þeirra, en það verður
til þess að kostnaðurinn við að koma
upp íbúðarhúsunum eykst stöðugt, þar
til íbúðirnar eru orðnar svo dýrar að
verkamaðurinn getur ekki búið í þeim“.
— Hér þarf vissulega einhver réttlátari
leið að finnast.
Þegar uppskera bregst og illa aflast,
verða menn að gera sér eitthvað til
gamans. Á verkfallsdögunum, sem
gerðu mér óþægindi eins og víst flest-
um öðrum, gerði eg mér það til gam-
ans, en þó í raun og veru í fullri al-
vöru, að skrifa útvarpsráði bréf. Mér
var það auðvitað ljóst, að útvarpsráð
myndi ekki telja sig hafa aðstöðu til að
skipta sér af verkfallinu, en nú ætla
eg að lofa almenningi að sjá, hvernig
þetta bréf mitt var og hver var tillaga
mín þar. Bréfið var á þessa leið:
Á þessum verkfallsdögum koma ekki
út nein dagblöð, en útvarpið nær til
allrar þjóðarinnar, og nú ætti það að
segja við hana eitthvað á þessa leið:
Hverjum einstaklingi og hverri þjóð
er það til vansæmdar að þykjast vera
eitthvað en vera það ekki. Við teljum
okkur kristna menn, en margt sannar
að mjög skortir á að við séum kristnir
í raun og sannleika.
Ef þjóðin hefði stjórnast í þessu
verkfalli af anda Krists, þá hefðu for-
ustumenn hæstlaunuðu stéttanna í land-
inu gengið fram í upphafi verkfallsins
og sagt við ráðamenn þjóðarinnar:
Þið megið taka af launum okkar það
sem þarf til þess að bæta á viðunandi
hátt kjör þeirra, sem lægst kaup eða
laun fá. Ef þetta hefði gerst í þjóðfé-
laginu, þá hefði þar stígið upp fagnað-
aróp, og það óp hefði heyrst um alla
heimsbyggðina, orðið merk heimsfrétt,
öðrum þjóðum til glæsilegrar fyrir-
myndar.
Það er enginn smáræðishópur manna
í þjónustu ríkis og bæja, og annarra
manna, sem hefðu getað sagt, sér að
skaðlausu:
Þið megið taka þúsund krónur eða
meira af mánaðarlaunum okkar, til þess
að rétta hlut verkamanna og hinna lægst
launuðu, þetta hefðu allir þessir menn
getað gert, án þess að finna verulega
til þess. Og þetta hefði opinberað hinn
sanna anda kristindómsins, anda Krists,
anda sanngirnis og réttlætis, og orðið
þessum mönnum ævarandi hrósunar-
efni.
Þetta hefði leyst allan vanda, og gert
miklu meira en það, sett anda réttlæt-
isins til valda. — Þótt alltaf verði að
vera einhver launamunur í þjóðfélag-
inu, er engin sanngirni í því, að fjöldi
manna hafi þréföld ef ekki fimmföld
laun verkamannsins.
Rangsleitni leiðir alltaf til ófriðar.
„Réttlætið upphefur lýðinn“, en rang-
lætið er skömm þjóðanna. Grundvöllur
friðar og farsældar er réttlætið.
Gangi nú þeir á undan, sem leyst
geta vandann og eiga að gera það, og
það mun verða ógleymanlegur viðburð-
ur“.
Þannig var bréfið og getur nú hver
sem vill skemmt sér við að henda gam-
an að því.
Verkföllin eru orðin bæði þjóðarháski
og háðung. Ég spurði forstjóra eins
fyrirtækis, hvaða kaup starfsmenn hans
hefðu haft fyrir verkfallið. Hann sagði
mér það og var það nokkuð á annað
hundrað þúsund krónur á ári, og með
ofurlítilli eftirvinnu komust þessir
menn, sagði hann upp í 150,00 kr. Þetta
eru tvöföld árslaun mín. Svo átti eg
þess kost að tala við einn af starfs-
mönnum forstjórans, sem eg nefndi.
Sá nefndi þá aðra stétt manna, ekki em-
bættismanna eða ríkislaunaðra, og sagði
að þeir hefðu helmingi hærri tekjur, eða
með öðrum orðum 300,000 kr. árlega.
Þetta sel eg ekki dýrara en eg keypti
það og getur vel hugsast að hér þurfi
einhverjar leiðréttingar, en hvað sem
því líður, fer ekki milli mála, að órétt-
lætið í launa- og kaupgreiðslu er him-
inhrópandi og nær ekld nokkurri átt.
Augljóst er það, að mikill slatti af tekj-
um hálaunamanna er tekinn aftur af
þeim í sköttum og öðrum útgjöldum, en
hvers vegna þá þessa hringavitleysu
til þess að rugla fólk og gera það
óánægt, er það starir á hinn ósann-
gjarna launamun, án þess að minnast
alltaf, hve miklu er raunverulega skil-
að aftur?
Margir sem miklar tekjur hafa, vinna
þjóðinni ekkert meira gagn en verka-
maðurinn. Myndi ekki verða lítið um
verkstjórn og ýms önnur störf, ef eng-
inn fengist til að vinna verkamanns
vinnu. Oft er það hann, sem tekur
þyngstu tökin og vinnur erfiðustu verk-
in, og hvers vegna á hann svo að búa
við langlélegustu kjörin?
Verkföllin eiga að leggjast niður, en
vit, sanngirni og réttlæti að dæma f
atvinnu og launamálum. Slíku á hver
sæmilega mönnuð þjóð að geta komið
til vegar, annars á hún ekki frelsi og
sjálfstjórn skilið.
Pétur Sigurðsson.. .
Góðtemplarar í Tyrklandi
stórhuga
Reformatorn, tímarit sænsku stór-
stúkunnar, segir nýlega frá því, að þar
hafi verið á ferð forustumaður góð-
templara í Tyrklandi og tveir aðrir með
honum. Formaðurinn, Yusuf Inan, lög-
fræðingur, skýrði æðsta manni alþjóða-
hástúkunnar, Ruben Wagnssyni, fyrrv.
landshöfðingja, frá því, að þeir ætluðu
að koma upp bindindismannaskóla í
Tyrklandi, er rúmaði eitt þúsund nem-
endur, og á eyju, sem heita skyldi góð-
templaraeyja, ætluðu þeir að reisa og
skipuleggja ferðamanna dvalarstað, og
er staðurinn valinn nálægt fagurri
strandlengju. Þeir og Svíar ætla að
skiptast á um dvöl ungra manna í lönd-
unum og hafa auk þess sem nánast sam-
starf.
Tilgangurinn með uppkomu skólans
er tvöfaldur. Hann skal vera bindindis-
mannaskóli, bæði kennarar og nemend-
ur skulu vera bindindismenn og þar skal
fara fram gagnger fræðsla um áfeng-
isneyzlu og bindindi, nemendum er jafn-
vel ætlað að læra sænsku til þess að
þeir geti eftir vild fært sér síðar í nyt
góð kynni af bindindisstarfi Svía.
Hinn tilgangurinn með skólann er
svo almenn fræðsla, því að af 18 millj-
ónum landsmanna eru 60 af hundraði
ólæsir. Skólinn á að vera allt í senn:
alþýðuskóli, gagnfræðaskóli og fram-
haldsskóli. Hann verður staðsettur í
nágrenni Istanbul.