Eining - 01.01.1964, Qupperneq 16
16
EINING
Jæja, litli vinur, hvemig fellur þér að
ganga í skóla spurði einhver nýsveininn.
Að ganga þangað og heim aftur, svaraði
sá litli, er ekki slæmt, en stundimar þar á
milli em ekki neitt skemmtilegar.
Lítil hnjáta situr á jámbrautarstöð hjá
pabba sínum, og samferðafólkinu til mikillar
ánægju spyr hún um margt.
Ertu hæddur, pabbi, við tígrísdýr?
Nei, svaraði faðirinn.
Ertu hræddur við fíla? spyr hún aftur.
Ekki heldur.
Þú ert þá bara hræddur við mömmu.
Stúlkan litla var í þriðjabekk skólans og
hafði verið sett fyrir að læra í biblíusögum.
Hún var svo fljót að þessu, að pabbi hennar,
sem var prestur, spurði hana, hvort hún væri
búin að læra. Já, pabbi, svaraði hún. Synda-
fallið er svo auðvelt.
Get ég reitt mig á að þú elskir mig, sagði
unga stúlkan við piltinn sinn.
Dettur þér í hug að eg sæti hér með þig
heila klukkustund í beztu fötunum mínum á
nýmáluðum bekk, ef eg elskaði þig ekki,
svaraði hann.
Móðurmálskennarinn er að segja nemend-
um sínum, hvemig þeir skuli hugfasta orð,
sem erfitt sé að muna. Segið orðið tíu sinnum,
og þá verður það ævinleg eign ykkar.
Stúlka ein í bekknum lokaði augunum og
sagði í hálfum hljóðum:
Kalli, Kalli, Kalli, Kalli, Kalli, Kalli, Kalli,
Kalli, Kalli, Kalli.
Skeggjaður karl sagði við kunningja sinn:
Nei, eg er ekki orðinn listamaður, en eg á
konu og fjórar dætur, en í húsinu er ekki
nema einn snyrtiklefi.
Þessi kona hlýtur að elska mann sinn, varð
einhverjum að orði, því að hún kyssir hann
ævinlega þegar hann kemur heim.
Ó, sei, sei, hún gerir þetta aðeins til að
njósna um, hvort hann hafi dmkkið, var
svarið.
Hægðarleikur hefði verið að segja: Skund-
um til Þingvalla, treystum vor heit, hefði
skáldið viljað hafa nútíma málvenju og kalla
staðinn Þingvelli í staðinn fyrir Þingvöll. En
venjum er víst ekki auðgert að breyta.
Ég veit ekki hvar þetta lendir, sagði maður
nokkur við kunningja sinn„ ég á fjórar dæt-
ur en ekki nema einn tengdason.
Ó, hafðu engar áhyggjur út af því, svar-
aði hinn, ég á bara eina dóttur, og hún er
nú að krækja í fjórða tengdasoninn.
Látiö Perlu létta störfin!
Ferðisi
og flyljið
vörur yðar
með skipum
HJ. Eimskipafiélags
íslands
„Alll með
Eimskip/#
TIMBURVERZLUIMIN
VÖLliNDUR h.f.
Reykjavík
★
Kaupiö timbur
og ýmsar aðrar byggingavörur.
hjá stærstu timburvcrzlun landsins
' ■' " / tk“-v \
BÆTIR
TJ 0 N1Ð