Eining - 01.03.1970, Page 1

Eining - 01.03.1970, Page 1
Brot úr nýársræðu forsetans Um jól og áramót berst flestu fólki nú á dögum ógrynni af alls konar les- máli, sumt af því svo gott, að full ástæða er til að minna á það, þegar dálítið frá líður. Þegar forsetinn, dr. Kristján Eldjárn, flutti nýársræðu sína um síðustu ára- mót, hlustuðum við á hana og lásum hana svo í víðlesnustu blöðunum. Nú er nokkuð fráliðið og telur þetta blað les- endur sína hafa gott af því að rifja upp fyrir sér góðan kafla úr ræðunni. Fer hann hér á eftir: „Atvinnuvegir þjóðarinnar, sem vita- skuld eru undirstaða og forsenda alls lífs í landinu og verða að þrífast, ef tal vort um annað á ekki að vera hjóm eitt, þeir eru einnig hluti af íslenzkri menn- ingu. 0g þá ekki síður sjálfstæði þjóðar- innar, vitund hennar um sjálfa sig sem afmarkaða einingu meðal þjóða, sjálfs- virðing hennar. Þetta og margt annað er samofið og myndar til samans þetta mannlífsform, sem er íslenzk menning og vér viljum búa við og fullkonma og varðveita, hversu náið sem samblendi vort við aðrar þjóðir verður. Rétt er og skylt að hafa á sér andvara, en ég get ekki séð að íslenzk menning sé á neinu undanhaldi, nema síður væri. Og ég sé ekki betur en í landinu sé ung kynslóð, sem sé til alls annars líkleg en að af- rækja menningararfleifð Islendinga. — Það verður hennar áð gæta hlutar Is- lands í samskiptum við aðrar þjóðir, gæta þess meðal annars að íslenzk menn- ing og þjóðarvitund eflist að heilbrigð- um metnaði í því samstarfi við stærri þjóðir, sem allt bendir til að fremur vaxi en minnki í framtíðinni. Sjálfstæði og menning þjóðarinnar eru ekki hnoss, sem höndlað var í eitt skipti fyrir öll, heldur sá arineldur, sem því aðeins lifir og lýsir og vei’mir, að sífellt sé að hon- Forsetinn Dr. Kristján Eldjárn. um hlúð og á hann bætt. Og hví skyldum vér ekki vera menn til þess, hér eftir sem hingað til. Oss hættir til að einblína á háskann og vandann, og oft mætti ætla af tali manna, að vér íslendingar ættum öllum þjóðum fremur við rammt að rjá. Hitt er þó sannara, að alls staðar og ævinlega er við einhver vandasöm úr- lausnarefni að fást. Bölmóður stoðar lítt, heldur það eitt að snúast við vandanum í góðum hugum, og gleyma þá ekki að gleðj ast yfir því, sem rétt horfir og fram stefnir. Það er, sem betur fer, alltaf margt. Fyrir skemmstu var vígður Árnagarð- ur í Reykjavík, hús Háskóla fslands og Handritastofnunar fslands, íslenzk menningarstofnun, sem miklar vonir eru tengdar við. Góðu heilli rísi það hús af grunni, nú þegar liðinn er aldarfjórð- ungur frá stofnun lýðveldis, hálf öld frá því landið varð fullvalda og ellefu aldir frá upphafi landsbyggðar, að því er Ari prestur taldi. Landið sjálft og nýting gæða þess er grundvöllurinn, sem allt hvílir á, og ætíð mun krefjast hins drýgsta hluta af orku þjóðarinnar. En menningarstofnanir hennar eru tal- andi tákn þeirra fornu sanninda, að ekki verður lifað á einu saman brauði. Það er oss í senn þjóðlegt metnaðarmál and- spænis öðrum þjóðum og dagleg nauð- syn vor, að menningarstofnanir þjóðar- innar blómgist, beri hátt merki sitt og haldi um leið lifandi tengslum við þjóð- ina, sem á þær og væntir sér mikils af þeim. Sú trú er á rökum reist, að í Árna- garði muni sjálfstæði og menning eign- ast enn eitt vígi og arin. Góðir áheyrendur. Ég lýk nýjárshug- leiðingum mínum með því að vitna til orða, sem mikill og fj ölmenntaður ís- lendingur, dr. Guðmundur Finnbogason, ritaði fyrir hálfri öld: „Markmið vort verður að vera það að haga lífi voru í öllum efnum þannig, að þjóðin eflist sem bezt af landinu og landið af þjóðinni, en menningin af hvoru tveggja.“ Þessi hugsun, sem vel gæti verið íslenzk ein- kunnarorð, verður ekki betur í búning færð. Ég óska yður öllum gleðilegs nýárs, friðar og farsældar.“

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.