Eining - 01.03.1970, Side 4

Eining - 01.03.1970, Side 4
4 EINING Nú er mál að vakna Þetta er fyrirsögnin á ritstjórnargrein í sænska blaðinu Accent, 9. janúar 1970. Það er ritstjórinn, Sven Elmgren, æðsti maður alþjóðareglu Góðtemplara, sem skrifar greinina. Þar segir hann, m.a. orða, að lítið muni ungtemplara í Stokk- hólmi hafa grunað fyrir nokkrum árum, er þeir gerðu hina fornu Lucíu-erfða- venju að nútímahátíð, að hún ætti eftir að verða drykkjusvallsóskemmtun. Það er sérstaklega unga skólafólkið, sem fer þannig að, segir ritstjórinn. Fjöldi pilta og stúlkna á yngri unglings- árunum hafi drukkið og sleppt sér svo, að flytja varð suma þeirra í sjúkrahús til að dæla upp úr þeim, og önnur í sjúkrabílum til aðgerðar eftir áflog og illindi. Allmargir lögregluþjónar urðu að koma til sögunnar. Hvað er það svo, sem unga fólkið þambar svo ákaft? ,,Það er fyrst og fremst mellanölet — miðsterkaöliS — segir ritstjórinn. — Þetta, sem íslenzkir afglapar kalla „meinlausa ölið.“ Forði Guð og gæfan okkur frá öl- gróðaáfergju manna á Islandi. Ekki aðeins þessa leiðinlegu frétt af drykkjuslarki unga fólksins í Svíþjóð, flytur þetta eintak af Accent. Blaðið segir einnig ýmsar góðar fréttir, t. d. um bindindisáhuga í Búlgaríu. Þar sé bindindisstarfsemin yfirleitt áhugamál allrar þjóðarinnar og hundruð þúsunda æskumanna séu í 3500 klúbbum — bind- indisfélögum í skólum. Bindindishreyf- ingin í Búlgaríu er í tengslum við IOGT. Þá minnast forustumenn bindindis- starfsins í Norður-Svíþjóð á nýársáætl- un og segja það enga ofraun þeim í þessum landshluta að fjölga félögum í templarareglunni þar um þrjú þúsund fyrir 15. febrúar. Það geti svo markað öllum landshlutum stefnuna. Verðum við, íslenzkir bindindismenn, sóknarher á árinu 1970? Vissulega er mál að vakna. Ef ekki logar glatt, þá er ráð að blása í glóðirnar. Það hefur oft Heimsþing Góðtemplarareglunnar verður að þessu sinni í Istanbul, dagana 27. júní til 2. júlí 1970. Þar er mikill viðbúnaður og þangað mun koma mikið fjölmenni, en þó færri komast en vilja. Tyrkir eru áhuga- samir um bindindisstarf og þátttaka þeirra góð. Hópar fara frá Norðurlöndum og ferðakostnaður þeirra gerður sem rýmileg- astur. Sjá bls. 2 áður gefizt vel, og víða er áreiðanlega falinn eldur. Hið forna hvatningarorð er: „Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám, og látið fætur yðar troða beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði miklu fremur heilt." „Mellanölel'1 framkallar óhœfi- legar afleiðingar. Þannig er fyrirsögnin á greinarstúf í sænska blaðinu Accent 28. nóv. 1969, um miðsterkaölið. Það er sérfræðingurinn Clas Sjöberg, læknir á Lillhagens-sjúkrahúsi í Gautaborg, sem ræðir þessi vandræði og segir: „Unglingar, sem drukkið hafa sig drukkna í miðsterkaölinu, hafa aðhafst ýmislegt, sem þeim hefði aldrei komið til hugar að gera ódrukknir. Athæfi þeirra hefur orðið óhæfilegt eftir að hafa drukkið 5—6 ölkollur. Þessi öldrykkja er orðin þáttur í lífi unga fólksins. Áróðurinn um miðsterkaölið sem æskulýðsdrykk hefur haft sín áhrif. Þetta á sökina á því, að nú verða læknar og félagsmálastarfsmenn að fást við vaxandi áfengissýki öldrykkjunnar. Ungmennum finnst öldrykkjan róandi. Önnum hlaðnir skólanemendur hafa komizt að því, að ölið blandað öðrum taugaróandi efnum róar taugar þeirra, en þar með eru þeir áreiðanlega komnir út á hættulega braut. Ef við hefjumst ekki handa fyrr en seinna, verður ekki langt að bíða þess, að á skólabekkjunum sitji áfengissjúklingar, jafnvel í barnaskólum. Ég hef fjallað um eitt slíkt tilfelli. Á aðeins einu ári varð einn áfengissjúklingur á því að drekka „mellan- FRA SVIÞJOÐ Tiltölulega frjáls sala á áfengi í Svíþjóð undanfarandi hálfan annan áratug hefur valdið því, að svo stefnir nú að 10. hver Svíi muni verða áfengissjúklingur, segir sænska blaðið „Dagen“ í grein eftir Elis Strömberg. Þegar skömmtunarkerfið (Bratts-kerfið) var afnumið í Svíþjóð árið 1955, lögðu margir trúnað á þá kenningu, að áfengis- neyzla þjóðarinnar myndi aukast fyrst í stað, en síðan minnka, en reynslan varð önnur. Ýmiskonar yfirsjónir og afbrot af völd- um ofdrykkju hafa fjölgað geysilega, eink- um meðal kvenna, unglinga og barna. Samkvæmt skýrslum fangelsanna kemur í ljós, að 75—80% fanga afplána refsidóma vegna lögbrota, sem framin eru í ölvunar- ástandi eða af völdum áfengis. Það er einnig upplýst að 5000 manns deyr árlega í landinu þar sem áfengið er dauðavaldurinn beinlínis eða óbeinlínis. Áfengis-neytendur greiða árlega um 2,5 milljarða sænskra króna (42,5 milljarða ísl. kr.) fyrir áfenga drykki. G.T. blaðið 5/3 1969. Áfengisvarnaráð. ölet.“ Dagsskammtur hans var um 20 öl- flöskur." Þetta er vitnisburður læknisins um öl- drykkjuna, sem sögð hefur verið „mein- laus.“ — Áfengissjúklingar á skólabekkj- um, allt niður í barnaskóla. Frá Tyrklandi.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.