Eining - 01.03.1970, Blaðsíða 6
6
EINING
Þáttur
Halldóru
Bjarnadóttur
í NOREGI UM
ALDAMÖTIN 1900
ÁHRIF
ALDARFAR
LANDSSIÐIR
Ínlendingar í Noregi áriö 1898. Halldóra Bjamadóttir með
skautafaldinn.
Ellefu ára dvöl í Noregi við nám og
kennslustörf. (1896—1908).
„Guð minn þökk sé þér,
þú að fylgdir mér
aftur hingað heim.
Hér vil ég þreyja.
Nýtt hvað í mér er,
ísland helga ég þér.
Fyrir þig er ljúft að lifa og deyja.“
J. Ól.
að mun ekki fjarri sanni, að marga
ýJMJf íslenzka unglinga hafi langað til að
1X'.Á~ kynnast Noregi öðrum löndum frem-
ur, þegar leystar voru landfestar til náms
og frama. — Bar margt til þess: Lestur
íslendingasagna, skyldleiki. Margt skylt:
Barátta upp á líf og dauða fyrir frelsi og
jafnrétti. — Atvinnuvegir líkir: Sjómennska
og jarðrækt. — Fréttir af vinsemd og virð-
ingu íslendingum sýnd í Noregi. — Fréttir
frá Stend landbúnaðarskóla og Voss lýðhá-
skóla. — í þeim skólum báðum var margt
um manninn frá íslandi, og þaðan bárust
hinar ágætustu fréttir. — En „Austan
fjalls“ svonefndum: Höfuðstaðnum og döl-
unum miklu: Guðbrands- og Austurdal, og
hinum breiðu, fögru, frjósömu byggðum,
austur þar, var fátt um kynni íslendinga.
— En þá kom Ólafía Jóhannsdóttir til
skjalanna, þekkti þar nokkuð til, var mikils
metin og tillögur hennar. Ég átti hana
þarna að og kynni hennar af vinsælu
Kvennaheimili. — Því réðst það svo að fara
til Noregs þetta haust, 1896, til náms í
Kennaraskóla.
Það var mikið um að vera í Noregi þetta
haust: Friðþjófur Nansen að koma frá
Grænlandi með mikinn orðstír. — Þjóðin
var í uppnámi, fagnaðarvímu! Gaman að
lenda í þessu. — Skólinn var hinn ágætasti,
kennararnir miklir íslandsvinir, nemendur
ágætir, sem áratugum saman hafa haldið
tryggð við hann, allt fram á þennan dag.
Já, margt var nú nýtt og nýstárlegt, fyrir
22 ára gamla manneskju, sem kom frá af-
skekktum stöðum á íslandi. — Búin að vera
heimiliskennari í 5 ár, víðs vegar um land,
þar sem safnað var saman börnum og ungl-
ingum til náms. — Og gerð var krafa um,
að kennarinn gæti líka saumað fötin á
heimilisfólkið. (Sumurin notaði maður, að
gefnu tilefni, til þess að læra fatasaum).
Já, þarna var maður þá kominn, og
drakk, eins og dauðþyrstur maður hin nýju
fræði, bæði í þjóðlífi og kennarafræðum:
Leikhús, listasöfn, sönglist, íþróttir, allt
sem nöfnum tjáði að nefna. —
Þetta var allt svo nýtt, svo áhrifaríkt,
svo ljúffengt!
Námið veittist auðvelt, svo það gafst góð-
ur tími til að sökkva sér niður í bókmenntir,
sækja leikhús og listasöfn og stunda
íþróttir.
Það vildi líka svo vel til, að herbergis-
félagi minn var ákafur aðdáandi leiklistar,
og sótti leikhús kostgæfilega. — Létum við
ekki fátæktina aftra okkur, heldur sátum
við á efstu svölum, þar sem sætin kostuðu
40 aura, heldur en missa af sýningunum. —
Ég hafði ekki séð leikið nema skólapilta,
þegar ég var barn að aldri í Reykjavík. —
Þarna opnaðist manni nýstárlegur heimur,
fullur af raunsæi og snilld.
Og svo voru það íþróttirnar, fyrst og
fremst leikfimin í skólanum, ágæt æfing. —
Svo tóku skólafélagarnir mig með sér og
kenndu mér á skíðum, lögðu allt til, fóru
með mig upp á Holmenkollen, þar sem
skiðastökkið var. — Það var ég alveg viss
um, að piltarnir dræpu sig þegar niður
kæmu úr háalofti, og lagði aftur augun.
Mikið hlógu kennararnir, þegar ég sagði
þeim frá þessu. —
Kvenfélög voru að koma þarna, og
kvennablaðið hennar Maríu Jörstad: „Hus-
moderen," var prýðilegt. — En um tugi ára
höfðu konur, víðs vegar um landið, haft
með sér félagsskap, svo hundruðum skipti.
— Studdu þau öll heiðingjatrúboðið. — Svo
almennt var það og áhrifaríkt, að Noregur
var landa hæstur á því sviði, eftir fólks-
fjölda, og hefur svo jafnan verið.
Við íslendingar, sem þarna vorum stadd-
ir stofnuðum með okkur félagsskap. —
Nokkrir landar voru þar fyrir, sem veittu
okkur húsaskjól.
Kristni og kirkjulíf var mikils metið, og
varð það ekki sízt til fyrirmyndar og upp-
örvunar. — Kirkjurnar voru fullar út úr
dyrum. — Mikill og almennur safnaðar-
söngur. — Þá voru skörungarnir: Thv.
Klaveness og Kristofer Bruun, allsráðandi.
Þetta fyrsta ár af þrem í Kennaraskóla
varð áhriíaríkt um samstarf og vináttu. —
Ég bjóst ekki við, frekar en verkast vildi,
að vera nema þetta eina ár í skólanum,
vegna fjárhagsins, og að um próf væri
varla að ræða, enda ekki svo áríðandi þá,
vegna stöðu á íslandi, svo sem síðar varð.
En það greiddist úr þessu með aðstoð
góðra manna: Móðir mín seldi jarðarparta
sína og húseign, og faðir minn í Ameríku
hljóp líka undir bagga, svo ég gat verið
tvö ár í viðbót í Kennaraskólanum og náð
prófi.
Nú varð að taka á kröftunum, notfæra
sér sem bezt hina ágætu kennslu: Kristin
fræði, stílaæfingar, leikfimi, kennsluæfing-
ar. — Þar var fyrsta boðorðið, að börnin
lærðu að tala skýrt, opna munninn! — Okk-
ur gafst kostur á að hlusta á kennslu beztu
kennara í barnaskólum höfuðstaðarins. —
Var það hin ágætasta fræðsla. — Þá kynnt-
umst við um leið nokkuð tilhögun skól-
anna. — Á þessum árum kom hin ágæta
„Læsebok for Folkeskolen," eftir Nordahl
Rolfsen, sem um tugi ára var endurprentuð
og notuð um allan Noreg (fyrsta prentun
1892).
Prófið gekk vel, kennararnir létu sér
mjög annt um að þessi eini útlendingur,
sem þarna var, stæði sig, fylgdust með öllu
af kostgæfni, og glöddust þegar vel gekk.
Að sjálfsögðu hafði það alltaf verið hug-
myndin að læra til þess að gera gagn á ís-
landi. — Enda jafnskjótt lagt land undir
fót að loknu prófi. — Nóg kennslustörf að
fá í höfuðstaðnum, tímakennsla (35 aurar),
en þegar farið var fram á fasta stöðu með
500 króna árskaupi, var því harðlega neitað
af Bæjarstjórn. (Tímakennarar voru þarna
margir, sem að sjálfsögðu mátti ekki snið-
ganga).
Þá var haldið aftur til Noregs og stað-
næmst þar. Þá var gott að hafa prófið, og
á það fékk ég góða stöðu í barnaskóla Nor-
egs. — Þegar ég hafði fengið fasta stöðu,
kom móðir mín til mín. Hún undi sér ágæt-
lega í Noregi. — Samstarf við yfirmenn og
félaga var ágætt og börnin voru skemmti-
leg. — Okkur var uppálagt að láta þau tala
skýrt, opna munninn! — Við áttum líka að
lesa með þeim borðbæn, áður en þau fóru
heim til matar. *
Já, það var margt, sem haldið var fast
við frá fyrri tímum. Það eru nú nær 200 ár
síðan hinn merki kennimaður þeirra Norð-
* Það kom hérna nýlega kennslukona frá
Noregi. — Ég spurði hana að gamni, meðal
annars, hvaða borðbæn væri lesin núna í
barnaskólum Noregs. — Hún var ekki lengi að
hafa yfir gömlu, góðu bænina frá aldamótun-
um!
Norðmenn halda fast við gamlar venjur. —
Garnlar, góðar venjur!