Eining - 01.03.1970, Qupperneq 8
8
EINING
r >
FTNT KTr blað um áfengismál, bindindi
H. 1 1 VJ 0G öNNUR, MENNINGARMÁL.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: PÉTUR SIGURÐSSON.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku
íslands og kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til hlaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982, Reykjavík.
Sími: 25956.
______________________________________________________
ÁN ÁFENGISBANNS ENGIN
LAUSN VANDAMÁLSINS
»1 etta er afdráttarlaus yfirlýsing tveggja merkra vísinda-
manna — lækna, sem kunnir eru um öll Norðurlönd, og
vafalaust víðar.
Bæði Svíar og Norðmenn gefa út vönduð fræðirit um
áfengismálin. Hið sænska heitir Alkoholfrágan, en hið norska
Alkoholspörsmalet. Útgefendur þess eru: Áfengisvarnaráð
ríkisins (Statens Edruskapsdirektorat) og Fræðsluráð sam-
taka bindindismanna í landinu (Avholdsfolkets Opplysings-
rád). Nóvemberhefti þess 1969 er yfir 130 bls. og næstum allt
helgað 100 ára minningu Johans Scharffenbergs. Allt heftið
er aðallega ritgerðir eftir hann.
Þeim sem kynntust Johan Scharffenberg eða fræddust um
hann og störf hans, verður liann ógleymanlegur. Mikill var
hann í sniðum allavega, andlega og líkamlega: læknir, vís-
indamaður, sálfræðingur, vandlátur og mikilvirkur rannsókn-
ari áfengismeinsins, tilþrifamikill og geiglaus baráttumaður
gegn einum mesta skaðvaldi allra þjóða, áfenginu.
Eftir margra ára rannsókn málsins, ígrundun og marg-
vísleg kynni þess, er hiklaus úrskurður hans á þessa leið:
„Ef ríkið tekur afstöðu með algeru bindindi og stefnir að
því, að sigrast á áfengisbölinu eftir fremstu mannlegri getu,
er engin önnur leið, rökfræðilega skoðað, til þess að ná þessu
markmiði, en löggjöf um takmarkanir á áfengissölu, sem hert
er á smátt og smátt, unz algeru áfengisbanni er náð....
Þegar ég viðurkenni réttmæti áfengisbanns, eins og sölu-
bann á ópíum og öðrum eiturefnum, til nautna, þá er það
sökum þess, hve miklu tjóni áfengisneyzlan veldur samfélagi
manna. Þessu tjóni er ekki unnt að afstýra nema meö áfengis-
banni, þess vegna er þaö réttur ríkisins aö lögleiöa áfengis-
bann. Að þetta er heilshugar álit mitt, kemur ekki sízt af því,
að ég er sannfærður um, að miklu meira sannnefnt frjálsræði
mun ríkja í ríki áfengisbanns en í ríki áfengissölunnar.“
(Leturbreyting þýðandans).
Að baki þessari yfirlýsingu stendur mikill gáfu- og lær-
dómsmaður, viðurkenndur af öllum, sem til þekkja, sem geig-
laus hetja og afburðamaður til líkams og sálar, og sérfróður
í því máli, sem hann hér ræðir. Svo meðhöndlar hann helztu
mótbárurnar gegn áfengisbanninu, og þar eru engin vettl-
ingatök.
Þegar Scharffenberg var 93 ára flutti hann þróttmikið
erindi á þingi bindindisfélaga í skólum í Noregi.
Fyrir nokkru kom út í Svíþjóð bókin „Medicinska syn-
punkter,“ eftir dr. Carl Carlsson. Þar er m.a. sagt: „Við erum
á hraðri leið út í eyðileggingu áfengisneyzlunnar," og svo er
spurt: „Hefur þjóðin ráð á að halda áfram áfengisdrykkju ?“
Svarið er hiklaust: „Nei. í samfélagi, sem stöðugt verður
margbrotnara og vandasamara, verður það frágangssök að
halda áfram áfengissölu. Því fyrr, því betra, sem yfirvöldin
taka áfengið „hryggspennu,“ því að, án áfengis, ekkert
áfengisböl.“
Þannig mælir þessi sérfræðingur, sem er einmitt læknir
og hjálparhella drykkj usj úklinganna og veit vel um hvaðhann
talar, og sér glöggt að voði er framundan, ef haldið er áfram
á sömu braut. Svo halda þjóðir áfram að berja höfðinu við
steininn. Því miður kemst skynsemin ekki að, þegar um
áfengis- og hernaðarbrjálæðið er að ræða. Það var víst Axel
Oxenstjerna, hinn frægi herforingi Svía og um skeið stjórnar-
forseti, sem sagði: Þú ættir að vita, sonur sæll, af hve litlu
viti heiminum er stjórnað.
I heimi manna stjórna oft furðuleg öfl og af furðulegum
hvötum, peningurinn er guðinn, og þess vegna heldur áfengis-
salan velli.
TRÚIN Á MORGUNROÐANN
Dr. Richard Beck sendir blaðinu ljóð með þessu nafni, sem
hann segist hafa ort fyrir mörgum árum, en fléttað inn í ræð-
ur sínar á fundum stúknanna, Framtíðarinnar í Reykjavík,
Akurblómsins á Akranesi og umdæmisstúkuþingsins í Reykja-
vík sl. sl. sumar, og óskar að ljóðið sé birt í nafni þeirra hjón-
anna. Einnig bróðurlegar áramótakveðjur til allra reglusyst-
kina heima á ættjörðinni og þakkir fyrir síðustu samveru-
stundirnar. Þau hj ón eru bæði félagar í stúkunni Framtíðinni.
Ljóðið er á þessa leið:
Hreimdjúp og máttug hljómar spámannsröddin
hátt yfir storm og brimgný æstra tíða;
hvell, eins og lúður hreinum rómi gjalli,
hrópar í eyru vegamóðra lýða:
„Deyi þín hugsjón, dagar þínir taldir;
djásn þín sem hismi, gleymsku seld um aldir.“
Töpum því aldrei trú á fegri daga,
trúnni, sem bræddi hlekki ætftarþjóðar;
trúnni, sem vígð er saga allra sigra,
sóltrú, er skáldsins dýrsta kvæði Ijóðar;
trúnni, sem byggir brú að nýjum ströndum,
blánar við sjónhring fyrir hennar löndum.
Látum, er syrtir, vita stórra vona
veginn oss lýsa nýjum himni móti
— blys þeirra varða þjóðum þroskaleiðir —
þá munu rósir sprejtta upp úr grjóti.
Fjærst yfir tímans brimi sollna boða
bjarmar af friðardagsins morgunroða.
Hugsjóna lát ei slokkna björtu bálin,
brennum þau spámannsorð á skjöld og hjarta.
Fylgjum þeim djarft, þótt fámenn sveitin verði,
feli oss himin nóttin ægisvarta.
Bjart er á tindum, burt með sálardoðann,
boðum og lifum trúna á morgunroðann.
FALLIN HETJA
Jakob Peiiersen
Þegar blaðið er að fara í prentun berst sú fregn, að fallinn sé
einn kunnasti forustumaður bindindismála á Norðurlöndum, Jakob
Pettersen, fyrrv. odelstingspresident, rúmlega sjötugur. Hann var
á ferð í Ástralíu þegar dánarstundina bar að. Útför lians var gerð
í Oslo 23. febrúar sl. — Meira um hann í næsta blaði.