Eining - 01.03.1970, Page 10
10
EINING
glitrandi. Enginn listamaður getur málað slíkt. Vængirnir eru
þaktir eins konar agnarsmáum gljáskeljum — mosaik, 150
sinnum minni en hin minnsta mosaikögn, sem manns höndin
hefur gert. Á þessum dásamlegu skrautvængjum sveiflar
fiðrildið sér um víða veröld og nýtur tilverunnar. Það rífur
ekki í sig grófgerð trjáblöð eins og lirfan, en með hinum
langa rana sínum, sem það getur dregið saman eftir vild,
sýgur það vökvann úr bikar blómanna. Að öllu leyti, bæði hið
ytra og innra er fiðrildið orðið þannig ný skepna. All,t er þar
orðiö nýtt.
Þenna fróðleik um fiðrildið las ég fyrir 55 árum í bók eftir
M. C. Kilburn og heitir hún í norskri þýðingu Verdens Vid-
undere. Síðan hef ég stundum notað þessa frásögn um þroska-
feril fiðrildisins, þegar ég hef þurft að tala til ungmenna eða
barna, en hún getur verið ágætt ígrundunarefni manna á öll-
um aldri, því að allir þurfa, jafnt ungir sem gamlir að ástunda
nokkurt sjálfsuppeldi.
Feiknin öll er búið að rita og ræða um uppeldi og hegðun
manna, þó aldrei meira en á síðustu árum. Mörgum þykir nú
unga kynslóðin fyrirferðarmikil, hávaðasöm og ærslagjörn,
og kennd er hún einnig við margs konar vandræði og afbrot.
Þetta gildir auðvitað alls ekki um hana alla, en svo stóran
hluta hennar, að áhyggjuefni er mörgum. Reynt er svo að
skella allri skuldinni á uppalendur hennar — foreldra og
kennara. Vafalaust er nokkuð rétt í þeirri ásökun, en rang-
lát er hún samt að mörgu leyti. Unglingur, sem er nokkurn
veginn heilbrigður á líkama og sál, getur raunverulega ekki
borið fram neina haldgóða afsökun, tækifæri hans eru svo
mörg og góð til að hugsa, fræðast, læra og velja, og úr miklu
er að velja. Hann á aðgang að góðum bókum, göfgandi list,
góðri fræðslu, ágætri leiðsögn og heilbrigðu og mannbætandi
félagslífi, ef hann aðeins hirðir um að hlúa eitthvað að and-
legum þroska sínum og siðferðisþreki. Hann á valið og noti
hann það ekki, getur hann ekki skellt skuldinni á aðra, þótt
þeir kunni að hafa vanrækt uppeldi hans meira eða minna.
Tvennt var það, sem mestu varðaði um framtíð lirfunnar.
Hið fyrra var næringin. Hún varð að fóðra sig ríkulega á
hollri fæðu. Hið sama verður ungmennið að gera, og á ég hér
ekki við líkamann, þótt einnig fóðrun hans sé mikilvæg, en
hér er fyrst og fremst um sálarlífið að ræða. Eigi framtíð
unga mannsins, karls eða konu, að verða sem heillavænlegust,
verður ungmennið að fóðra sál sína vel, á þroskaárunum. Nú-
tíma ungur maður á aðgang að andlegum alsnægtum. Hann
getur fóðrað sál sína á hinu merkasta spekimáli, sem hinir
vitrustu og beztu menn þjóða hafa flutt um aldaraðir. Hann
á aðgang að ævisögum hinna mestu og beztu manna, lesmáli,
sem hvetur til dáða og göfgar hvern mann. Hann á aðgang
að hinum fegurstu ljóðum sem ort hafa verið, að hinum beztu
heilræðum, sem skráð hafa verið, að siðgæðiskenningum guð-
innblásnu mannanna og trúarhetjanna. Hann á aðgang að
ómælisfegurð í ríki náttúrunnar og í hinni fegurstu list allra
alda. I öllu þessu er um óþrotlega auðlegð að ræða, máttuga
andlega og umskapandi auðlegð.
Hitt afdrifaríka atriðið í lífi lirfunnar var það, að geta
umflúið hættuna mestu, hinn slungna og lævísa skaðvald, sem
gat útilokað dýrðlega framtíð lirfunnar og skilið eftir aðeins
visnandi ormabæli. Ungi maðurinn á alltaf valið, sjálfuppeld-
ið er í hendi hans, það getur ekki annar tekið að sér. Hafni
hann öllu því fagra og góða, sem hér að framan var talið og
kjósi heldur allt hið andstæða, getur árangurinn ekki orðið
annar en hinn hryggilegasti. Valið er frjálst. Hann getur
valið sem lesefni hin örgustu sorprit, verið með nefið á kafi
í klámmyndabókum, horft iðulega á siðspillandi kvikmyndir,
lesið glæpareyfara, valið sem félaga sinn frakkasta ungling-
inn, orðhák sem allt þykist vita og geta, og öllu ætla að um-
snúa og breyta. Hann á valið eins og týndi sonurinn í dæmi-
sögunni, að sóa fjármunum sínum, æskufegurð og styrkleik,
sakleysi og ágæti sínu í óhófsömum og eyðileggjandi lifnaði.
Takizt honum ekki frá upphafi að forðast hættuna mestu,
hina lúmsku aðferð freistarans, sem fólgin getur verið í ein-
hverju mjög sakleysislegu, glitrandi vínglasi eða einhverjum
öðrum ginningum, getur freistarinn sáð í sál hans því eitri,
sem hægfara læsir sig um allt sálarlíf hans, unz það er orðið
réttnefnt ormabæli, eins og ógæfusama lirfan, sem ekki gat
orðið að hinu glæsilega, fleyga fiðrildi.
Hryggileg urðu endalok óheppnu lirfunnar, sem varð að
ormabæli, en fátt er hryggilegra en að sjá ungan mann glata
sinni glæsilegu framtíð, sjá hann láta undan fyrir alls konar
ginningum og freistingum, feta markvisst niður, niður hinn
auðfarna og breiða glötunarveg, unz allur hans innri maður
er orðinn bústaður lægstu hvata, vandræðalífs og ófarsældar.
Fornt spekiorð segir: „Far til maursins, letingi! Skoða
háttu hans og verð hygginn."
Sá maður, ungur eða gamall, sem vill læra, getur lært af
mörgu, jafnvel af því, sem skríður á jörðinni. Letinginn get-
ur lært af iðjusama maurnum og ungur óreyndur maður get-
ur lært mikla vizku af litlu lirfunni, sem býr yfir mjög glæsi-
legri framtíð, en á þó á hættu að geta orðið aðeins ömurlegt
ormabæli.
Oft hef ég í fyrirlestrum mínum minnt unga tilheyrendur
mína á mannlýsingu Stephans G. Stephanssonar:
Því eöli Kolbeins var yfirmennt,
hann orkaSi því, sem er fáum hent,
aö lepja upp mola um lífsins stig,
og láta ekki basliö smækka sig.
Þessi vísa góðskáldsins verður aldrei of oft kveðin. Hér er
uppeldislistin æðst, list sýáí/suppeldisins, þetta tvennt: að
kunna að tileinka sér allt sem auðgar og göfgar anda manns-
ins og sálarlíf, og láta ekkert smækka sig, ekkert draga sig
niður til uppgjafar og ómennsku. Slíkt sjálfsuppeldi kallar
skáldið yfirmennt, jafnvel yfirmennt, meira en það eitt, sem
venjulega er kallað mennt. Þetta þyrfti að vera kappsmál
allra ungmenna.
Til er mjög markverð frásögn um ungan mann frá þeim
árum, er Bandaríkin áttu í stríði við Spánverja. Þá þurfti
forsetinn nauðsynlega að koma bréfi til herforingja, sem
menn vissu að vera myndi einhvers staðar í hálendi Kúbu, en
ekkert nákvæmlega hvar. Ekki var unnt að senda skeyti og
engar póstferðir komu að gagni. Þá sagði einn af mönnum
forsetans við hann: „Ég þekki ungan mann, sem getur farið
fyrir þig með bréfiðU Ungi maðurinn var sóttur og honum
falið þetta vandaverk. Hann hlustaði þögull á það sem við
hann var sagt, bar ekki fram neinar afsakanir, engar kjána-
legar spurningar, en tók við bréfinu og bjó vandlega um það
inn á sér og lagði af stað.
Eftir fjóra daga á sjónum, steig hann úr opnum bát á
strönd Kúbu og hóf göngu sína inn í skógana, í andstæðinga
landi. Eftir þriggja vikna göngu var hann kominn hinum
megin á eyjuna, fann herforingjann, Garcia hét hann, og skil-
aði bréfinu. — Rowan hét pilturinn.