Eining - 01.03.1970, Page 11

Eining - 01.03.1970, Page 11
EINING 11 Bindindisfélag ökumanna Sjötta sambandsþing BFÖ var háð í Slysavarnafélagshúsinu í Reykjavík 18. október 1969. Formaður sambandsins, HelgiHannes- son, fulltrúi, setti þingið, flutti ávarp og minntist einnig þeirra tíu félags- manna, sem látizt höfðu milli þinga. Fundarstjórar voru Óðinn S. Geirdal, Akranesi og Jóhann E. Björnsson, fram- kvæmdastjóri Ábyrgðar, ritari Njáll Þórarinsson, heildsali, Reykjavík. Þingið sátu fulltrúar frá félagsdeild- unum í Reykjavík, (þar með talinn Hafnarfjörður og Kópavogur),Húsavík, á Akranesi og Akureyri, einnig sam- bandsstjórnarmenn. Framkvæmdastjóri sambandsins, Ás- björn læknir Stefánsson, var þá á sjúkrahúsi, en skýrslu hans las Helgi Hannesson og var hún umfangsmikil og mjög skilmerkileg. Einnig flutti Helgi skýrslu stjórnarinnar. Jóhann Björns- son gerði grein fyrir fjármálum félags- ins. Fulltrúar deildanna greindu frá starfi þeirra milli þinga. Þingið samþykkti eftirfarandi tillög- ur: 1. Leyfilegt áfengismagn í blóði manna við akstur færist niður úr 0,5%c í 0,35%c og efri mörkin úr 1,20%C í 0,8%c. 2. Gengið verði ríkt eftir því, að fram- fylgt sé reglum um staðsetningu bíla á bílastæðum og við gangstéttir og ströngum viðurlögum beitt við brot- um á þeim reglum. Framhald á 12. bls. Ásbjörn Stefánsson. Höfundur þessarar frásagnar gerir svo ofurlítinn saman- burð á mannræflunum, sem reika stefnulaust og tilgangslaust um stræti stórborganna og stofna oft til vandræða, og þessum úrvals unga manni. Vafalaust eru til enn í dag ungir menn sem líkjast honum, ef til vill miklu fleiri en okkur grunar, en hinir eru of margir. Höfundur frásagnarinnar segir að síðustu: „Ég dáizt að þeim manni, sem vinnur verk sitt samvizku- samlega, þótt verkstjórinn sé hvergi nærri, og þeim manni, sem tekur að sér að koma bréfinu til Garcia, án allra undan- bragða og kjánalegra spurninga og freistast ekki til að kasta því í eitthvert skolpræsi, en kemur því til skila. Ég dáizt að manninum, sem aldrei er sagt upp, aldrei þarf að gera verk- fall til þess að fá meiri laun. Menningin er ávallt í þrotlausri leit að slíkum mönnum. Allt, sem slíkur maður biður um, er honum látið í té. Hann er svo sjaldgæfur, að enginn vinnu- veitandi má við því að missa hann. Hans er þörf í hverri borg, hverju kauptúni, hverju þorpi, hverri skrifstofu, hverri af- greiðslu, hverri verzlun og í hverri verksmiðju. Heimurinn hrópar á slíkan mann. Hans er hvarvetna brýn þörf. Mannsins sem komið getur áríðandi sendibréfinu til Garcia.“ Þannig endar þessi frásögn. Hér er um manninn að ræða, sem alltaf gerir hið rétta, á réttum stað og tíma, og gerir það rétt. Við, eldri kynslóðin, eigum að benda æskumönnum á slík- ar fyrirmyndir og létta þeim þar með sjálfsuppeldið, en ekki gera þá óábyrga með alls konar fáránlegum afsökunum, dekri og eftirlátssemi. Við eigum að treysta þeim, leiðbeina þeim, magna þá og styðja, en losa þá ekki við hið sjálfsagða sjálfs- uppeldi, sem þeim einum ber að rækja. Vissulega er ummyndun klumpslegu og limalausu lirfunn- ar í hið vængjaða, skrautlega og alla vega vel gerða fiðrildi, eitt af furðuverkum tilverunnar. En undursamleg ummyndun gerist oft í lífi mannanna. í hjörtum hinna fyrstu kristnu manna á jörðu fæddist sú himinháa hugsjón að geta „um- myndast frá dýrð til dýrðar,“ eins og postullinn orðar þetta. Þessi ósk þeirra og hyggja varð að óslökkvandi þrá og bæn án afláts um að geta ummyndast og líkst hinum albezta, sem þeir höfðu fengið óyggjandi vitneskju um, og þessi alls ráð- andi þrá þeirra gerbreytti þeim, gerði þá að hetjum, geig- lausum, fagnandi, sigursælum og ósigrandi hetjum, sem held- ur kusu að þola kvalafullan dauðdaga, en að víkja af vegi sannleika, réttlætis og manndyggða. — Hvílíkt sjálfsuppeldi. Er ekki lausn allra vandamála mannkynsins fólgin í því, að þetta undur gerist í lífi allra þjóða? Gerist í lífi allra manna og einnig í lífi hinnar ungu kynslóðar vorra tíma? Eigum við ekki að gera þetta að okkar heitustu þrá og bæn án afláts, því þar í er umsköpunarmátturinn fólginn. Þá gerizt hið mikla furðuverk. Útvarpað 21. jan. 1970. Pétur Sigurðsson. VINARKVEÐJA Það er ekki sljóðalegt að fá bréf frá manni eins og dr. Richard Beck, sem ávallt á nægt af hlýjum og uppörvandi orðum, sem yljar viðtakanda inn að hjartarótum. Slíkum orðum fer hann m.a. um síðasta blað Einingar á árinu 1969, sem hann segir vera „fallegt, efnismikið og göfg- andi — ágætan jólalestur, og þegar hann hafi lokið við að „endurlesa“ blaðið, hafi orðið til eftirfarandi stef: Vel er þar í horfi haldi'ö, huga bent á æðri slóðir. Þar á andinn alltaf valdiö, Undir loga hjartans glóöir. Þökk fyrir góðu kveðjuna, kæri vinur dr. Richard Beck, og öll þín miklu fræða- og mannbætandi menningarstörf um áratuga-skeið, fyrir þína órofa tryggð við hin góðu málefni og föðurlandið og allan menningararf feðranna. — Skíni hamingjusólin skært ykkur hjónunum á þessu nýja ári og allar stundir. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.