Eining - 01.03.1970, Page 13

Eining - 01.03.1970, Page 13
EINING 13 HEIMILISSÆLA Hugþekka og vinsæla kvæðið, Litli fossinn, endar Páll Ólafsson á þessa leið: Hann væri sæll, er svona gæti til sinna gengiö kvikum fæti og létt sér hverja lífsins þraut sem lækur falli’ í unnar skaut. »-----------------------------------« lítil — margir drukku frá sér fé, vit og stundum líka æru — svo svo er talað um gróða — áfengisgróða, sem ríkissjóður fær. Ríkið græðir en þjóðinni blæðir. Sparnaður er ekki aðeins það að eyða minna, heldur er það líka sparnaður, að fara betur með hlutina, nýtnin þarf aft- ur að koma til skjalanna. Sparnaður er það, að fara vel með tímann — vinnu- svik eru líklega eitt mesta böl þjóðar- innar. Vinnuafköstin eru oft léleg, þess- vegna m.a. erum við líka að verða eftir- bátar hinna — vörur okkar óseljanlegar af því þær eru of dýrar — kostnaðurinn við framleiðsluna of mikill, þeir hafa ekki ráð á að kaupa þær, enda þótt mat- væli vanti víða um heim. Aldraða fólkið í landinu þekkir sparn- að og nýtni — á þessu hvoru tveggja þurfti oft að halda á langri æfi og án þessa hvoru tveggja hefði leiðin orðið enn erfiðari en raun varð á. Unga fólkið þarf að læra sparnað og nýtni — vissu- lega mun á hvoru tveggja þurfa á næst- unni, frekar en nokkru sinni fyrr. For- ysta þjóðarinnar verður að vera örugg og markviss, ekki sízt á alvarlegum tím- um, sem nú eru að koma yfir þjóðina, á forystunni veltur allt.“ Þessar línur minntu á sig við lestur bókarinnar, Öldufall áranna, þar sem Hannes J. Magnússon kemst svo að orði: „Mesta og ógleymanlegasta gleði allra foreldra hlýtur að vera sú að vera þátt- takandi í gleði barna sinna. Jólin á Akureyri voru ógleymanleg. Svo komu allar fj ölskyldu-hátíðirnar. Við létum skíra öll börnin okkar í heimahúsum. Við tímdum ekki að láta skíra þau í kirkjunni. Seinna komu svo fermingar- veizlurnar, sem ekki voru þó íburðar- miklar. Enn seinna stúdentsprófin og loks giftingarnar. Þetta var eiginlega allt samfelld liátíð. Hvílík auðlegð af góðum minningum! Og þetta er allt bundið við okkar ógleymanlegu Akur- eyri. Hún gaf okkur þetta allt. Það ættu engir foreldrar að eiga fleiri börn en svo, að þeir gætu sinnt þeim öll- um vel, elskað þau öll jafnt og átt nóga fórnarlund handa þeim öllum." — 151. bls. Þessi fagri vitnisburður Hannesar, um sanna heimilissælu, á vissulega erindi til margra nútímaheimila. „Þetta var eiginlega allt samfelld hátíÖ.“ Hvílík undirstaða væri hverju þjóðfélagi, ef öll heimili þess væru eins og hér segir. Og hvílík blessun og heilsulind öllum landsins börnum. Ekkert er þjóðfélagi mikilvægara, að engu þarf að hlúa bet- ur. Gefi Guð foreldrunum öllum vísdóm og góðan vilja til að rækta og efla slíkt sæluveitandi fjölskyldulíf. UPPTÍNINGUR. Yfirlæknir í Noregi, Victor Borg, full- yrðir, að í Noregi séu nú minnst 100 þúsund ofdrykkjumenn. — Slík er uppskera áfeng- issölunnar. Tveir ölvaðir ökumenn urðu tveim mönn- um að bana í Noregi. Þeir sluppu við dóm, en dóm hlaut ódrukkinn ökumaður, sem ók á konu svo að hún féll í götuna. — Folket. * Á Spáni eru eitt hundrað vínknæpur til samanburðar við hvert bókasafn.— Accent. * Vaxandi trúaróhugi. í smáriti, sem Gideonfélagið á íslandi hefur gefið út og heitir Höfuðmarkmið Biblíunnar, segir: „Trúarlegur áhugi hefur aukizt svo í Ameríku, að tala safnaðarfé- laga er orðin 85 milljónir.“ Menn mega vara sig á því, að tala um of um trúleysi og lélega kirkjusókn. Væri unnt að rannsaka þetta til hlítar, kæmi sennilega í ljós, að hjörtu manna hungra eftir full- nægjandi trú og að áhugi á trú í einhverri mynd er meiri nú en oftast áður. Sennilega eigum við í vændum andlega vakningu og vaxandi trúaráhuga. Eitthvað verður að breyta því uppeldi þjóða, sem leiðir til ófarnaðar, friðleysi og siðlegrar hnignunar. A A. félögin. Samkvæmt skýrslu þeirra frá aðalskrif- stofunni í New York árið 1969 er vöxtur A. A. félaganna (Alcoholics Anonymous) meðal þjóða utan Bandaríkjanna og Canada um 20% á ári. í þessum 90 löndum eru fé- lögin 15.030. í Norður-Ameríku eru A.A. félögin 78% af félögunum um heim allan. Tala félags- manna mun vera um 425.000, sennilega hærri, en nákvæm ekki til. Af öllum ríkjum Bandaríkjanna eru félögin flest í Californíu — 1.258. Um allan heim eru þessi félög eins konar björgunarsveitir og vinna mikið og gott verk. Önnur samtök bindindismanna vinna einnig að björgun, en aðalstarf þeirra eru varnirnar, það að forða mönnum frá að lenda í ógæfunni. /------------------------------------------------------------------------------------------- Myndirnar eru báðar nokkuð gamlar. Sú af hvalnum, sem á standa 16 menn, er sjálf- sagt frá árunum laust eftir síðustu aldamót. Hin er sennilega eins gömul eða eldri, en al *ur trésins er þúsundir ára. Rótin ofan jörðu hefur klofnað og um það op aka menn hestvögnum. Sýnir þetta gildleik trésins og mun liæðin vera mikil. — Heilög ritning spáir því, að sú öld muni renna, þá aldur fólksins verði „eins og aldur trjánna." Á slíkri xvi ættu menn að geta lært hyggindi.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.