Alþýðublaðið - 13.11.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1923, Blaðsíða 3
'AL'ÞYÐUBLAÐI© 3 tional-socialista og kendur er við óróasegginn Hitler, vili nú þegar ganga milii bols og höíuðs and- stæðinga konungsvaldsins, en hinn skárinn vill bíða áte- t ' og sjá, hvernig jafnaðarmannastjórn- inni í Saxlandi reiðir af. Foringi hans er von Kahr stjórnarum- boðsmáður. Bak við þessa flokka og aðfá slika í ríkinu stendur voidugasti og samvizkulausasti auðmaður Þýzkalands, Htigo Stinnes. llaiin vill bjarga reitum sínum og hygst að nota ti! þess hvítliðana og Frakka. Hefir hann opinberlega samið við Ddgoutte yfiihershöfðingja innrásarhersins. Býðst hann til að gjalda Frökk- um 2x/4 milljarð gullmarka, eí 8 tíma vinnán verði afnumin með þeirra hjálp. í fyrra vetur tóku kommónist- ar og hægri-jáfnáðarmenn í Sachsen höndum saman um að mynda stjórn. Forsætisráðherra varð h. jáfnaðárroaðurinn Zeigner. Hann studdist við hinar öflugu hundraðsveitir verkalýðsins (prole- tarifche Hundertschaften), sem annars eru bannaðar í nær öliu Þýzkalandi að undanteknum S ichsen og IhVtringen. Miðstjórn h. jáfnaðarmanna í Berlín reyndi að hindra þessa samvinnu, en Zeigner st við sinn keip. 1 októbermánuði tók hann tvo komruúnista, B'c ■tcher og Brandler, inn í stjórnina. Þá brast hvítlið- ana þoiinmæði. F. Knilling for- sætisráðherrá í Bayern sleit sam bandinu við Sschsen. Alríkis- stjórnin þýzka sendi hershöfð- ingja nokkurn, Muller að nsfni, til eftirlits í Sachsen. Var það ætlunin að steypa úr stóliZeigner og ráðuneyti hans. Tók Muller b'átt að skifta sér af öllu, sem fram fór. Ze-gner virti vaidboð hans að vettugi. Hann tók sér ferð á hendur til Berlínar til að Jiitta að máli flokksbróður sian, Ebert forseti, en var hundsaður af hooum. Skömmu síðar sendi alríkisstjórnin her manns inn 1 Síchsen. Hún dregur opinberlega taum hvítliðanna, en vill brjóta á bak aftur samtök verkalýðsins. Hún hefir lögregiuna og land- varnarliðið að baki sér, en land- varnarliðið er á bandi hvítlið- anna. Yfirforingi þeirra er ill- ræmdastlglæpamaðurÞýzkalands frá stríðsárunum, t?on Ludendorff hershöfðingi. í Berlín er alt gert til að reyna a5 brjóta á bak aftur samfyíkint u vefkalýðsins I Sachsen og Thiit ingen. Fyrir þeim samtökum stania þeir Strese- mann ríkiskanzl ri, Qessler ríkis- varnarráðherra c g jafnaðarmaður- Verkamaðurlnn, blað jafnaðar- manna á Akureyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um stjórnmál og atvinnumál, Kemur út einu sinni í viku. Kostar að eins kr. 5,00 um árið. Gferist áskrif- endur á aigreiðslu Alþýðublaðsim. inn Lritz Ebert forseti. Loks sá stjórn h.-j*fnaðarmannaflokksins, að forsetinn hafði farið of langt, Þöir gerðu þá út tvo menn, Hermann Mvller íyrrv. ráðherra og Wels, sem var lögreglustjóri I Berlin 1919, þegar Liebknecht og Rosa Luxemburg voru myrt. Áttu þeir að reyna að koma vitinu fyrir >G@nosse« (féiaga) Ebert, en karlinn var nú búinn að gleyma sínum tyrri skoðun- um og þeim, se n höiðu komið honum til valda, og neitaði að tala við þá. Fyrir rúmum tveim árum var hann rekinn úr verka- lýðssambandi söðlasmiða, en nú er verið að gera gangskör að brottrekstri háns úr flokknum. Fyrir nokkrum dögum varð Zeig- ner áð láta undán síga í Sachsen. Hefir tekið við h.-jafnaðarmað- urinn lellisch. Rétt á eftir fóru h-jafnaðarmennirnir úr alríkis- stjórnlnni. Þeir eru loks famir að sjá, hve herfilega þeir hafa Edgar Kico Burroughs: Sonur Tarzens. þeir næmu staðar, og kallaði til þeirra, að hann kæmi sem vinur, — að hann hefði bara ætlað að leika við börnin. Auðvitað skildu þeir ekki orð hans, og svarið var hið sama og sérhver Önnuf nakin vera, er komið hefði úr skóginum, mátti. búast við, — siijótaregn. Spjótin flugu alt i kringum drenginn, en ekkert hitti hann. Hann hleypti brúnum. Hatur leiftraði úr augum hans. Með lágu urri, eins og reitt villidýr væri, snéri hann sér við 0g hvarf i skóginn. Þar beið Akút hans i tré. • Apinn rak eftir honum, þvi að hann vissi, að þeir voru engir jafningjar þessara svörtu hermánna, er vafalaust myndu um stund leita þeirra i skóginum. En nýtt afl stýrði nú syni Tarzans. Með gleði barns- ins i hjarta hafði hann nálgast þessa svertingja, sem voru menn eins og hann. Honum var tekið með grun-, semd og spjótum. Þeir höfðu elcki einu sinni hlustað á hann. Hann fyltist reiði og hatri. Þegar Alcút rak eftir honum, hægði hann á sér. Hann vildi berjast, þó skyn- semi hans segði honum, að hann fórnaði að eins lifi sínu með þvi að mæta þessum mönnum vopnlaus; — honum duttu tennur sinar i hug, ef á lægi. Hann hélt hægt eftir trjánum og leit um öxl við og við jafnframt þvi, að hann gáði til beggja hliða, hvort nokkur hætta væri á férðum. Hann heyrði svertingjana nálgast æpandi. Hann hægði enn á sér, unz eftirfarar- mennimir komu i ljós. Þeir sáu linim ekki, þvi að þeir leitaðu ekki manná i trjánum. Drengurinn var rétt uppi yfir þeim. Þeir fóru á að gizka mílu imi i skóginn; þar snóru þeir við. Nú kom færið, sem drengurinn hafði k beðiö eítir. Þegar þeir snóru við, snéri hann lika við og elti þá. Akút var horfinn. Hann hélt, að drengurinn kæmi á eftir, og hafði haldið áfram. Hann langaði ekki til þess að komast i færi við þessi bannsett spjót. Drengurinn fór hljóðlega eftir trjánum. Loksins dróst einn aftur úr, er svertingjarnir höldu eftir einstigi til þorpsins. Drengur- inn glotti illilega. Hann snaraði sér áfram, unz hann var þvi nær yfir höfði eins svertingjans. Skyndilega stökk hann áfram pg ofan á breiðar herðar bráðarinnar. A svipstundu læstust fingur hans um háls surts. Þungi drengsins varpaði manninum til 1 , 1 : Konungur Islands er kominn út i Reykjavik. :—: m m m m m m m m H| Dýr Tarzans© þriðja sagan af hinum ágætu Tarzan- sögum nýútkomin. Yerð 3 kr. og 4 kr. Vitjið liennar sem fyrst á afgreiðslu Alþýðublaðsins. I. og 2. sagan enn fáanlegar. IBaSHasmHEamHHHHHHy

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.