Okkar á milli - 01.06.1983, Blaðsíða 2

Okkar á milli - 01.06.1983, Blaðsíða 2
„Heiðarlegur falsari byrjar nýtt líf" hefst þegar Jóni Aðalbjörnssyni er sleppt út um hliðið á Litla-Hrauni eftir að hafa afplánað dóm. innan múra hefur hegðun hans verið óaðfinnanleg. Hann hefur hugsað sér að svo verði einnig utan múranna. En Jón hefur ekki verið frjáls nema í fáeinar mínútur, þegar örlögin byrja að glettast við hann. Hann sogast inn í hringiðu atburða sem hann ræður litlu um og hann spyr sjálfan sig hvort honum sé sjálfrátt, hvort líf hvers manns sé aðeins að litlu leyti á valdi hans sjálfs. „Ég kynntist eitt sinn manni, sem kvaðst eiga erfitt með að skynja sjálfan sig sem þegn eða þátttakanda í þjóðfélaginu, atkvæði á kjörskrá og svo framvegis. Hann sagðist aðeins líta á sjálfan sig sem draum; í hæsta lagi sem persónu í óendanlegri skáldsögu," segir Gunnar Gunnarsson þegar við spjölluðum við hann um Jón Aðalbjörnsson falsara. „Þessi skáldsögupersóna fann til samstöðu með öðrum skáldsagnapersónum og fannst veruleikinn oft leiðinlegur og bar enga virðingu fyrir lögum, reglu og tilskipunum. Maðurinn var afbrotamaður, en það þýðir ekki að hann hafi verið samviskulaus eða slæmur í sér, eins og sagt er. Hann skynjaði heiminn öðruvísi en flestir, eins og Jón Aðalbjörnsson. Gpphaflega samdi__________________________________________ Gunnar Gunnarsson fyrsta kaflann af „Heiðarlegur falsari byrjar nýtt líf“ og las hann í beinni útsendingu í útvarpinu og bað hlustendur um tillögur um framvindu sögunnar. Fljótlega kom í ljós að margir höfðu áhuga á sögunni og flestir vildu söguhetjunni, Jóni Aðalbjörnssyni allt hið besta þótt fáir hefðu áhuga á að hann tæki tii við að þræða þann mjóa veg dyggðarinnar. Hlustendum fannst mörgum sjálfsagt að Jón gripi hvert hugsanlegt tækifæri til að auðgast og sleppa fyrirhafnarlítið frá lífsbaráttunni. Kannski settu menn sjálfa sig í spor Jóns, þekktu í honum einhvern úr kunningjahópnum, eða fannst Jón bara brjóstumkennanlegur og vildu efla með honum sterkari sjálfsbjargarhvöt. Jón Aðalbjörnsson er hinn heiðarlegi falsari, þessi veikgeðja tækifærissinni, sem vissulega viil öllum vel og engum illt, en stenst þó aldrei mátið þegar boðið er upp á „góð kaup“ eða ríkidæmi án fyrirhafnar. Þannig persónur eru margar á íslandi okkar daga og kannski fer þeim fjölgandi. Siðgæðisvitund þeirra er meðfærileg, viðhorfin breytanleg; við þekkjum tækifærissinna í stjórnmálum, menningarlífi, viðskiptum; alls staðar - líka í sjálfum okkur. Gunnar Gunnarsson, höfundur „Falsarans" segist vera þeirrar skoðunar, að Jón Aðalbjörnsson skjalafalsari og undirheimamaður, sé algengur persónuleiki í ísiensku þjóðfélagi; að hann sé bæði þrautseigur og útsjónarsamur, geðslegur og oft gamansamur, en að lífsbaráttan reynist honum langvinn og erfið, vegna þess hversu óraunsær hann er. Þeim óraunsæju hættir víst til að vera á stöðugum flótta undan lífinu, erfiðleikum þess og hinu daglega basli. Kæri Veraldarfétagi! Bókaklúbburinn Veröld og bókaforlög- in fimm sem að honum standa; Fjölvi, Hlaðbúð, löunn, Setberg og Vaka bjóða þig og fjölskyldu þína velkomin í klúbbinn. Þegar við ýttum úr vör fyrir tæpum tveimur mánuðum höfðum vió góðar vonir um að geta aflað nægilega margra meðlima til að geta boðið fjölbreytt úrval bóka, listaverka, hljómplatna og annars, á góðu verði. Við vorum bjartsýnir en samt hafa móttökur landsmanna farið langt fram úr vonum. Eins og áður hefur komið fram standa fimm landsþekkt bókafor- lög að Veröld og gerir það okkur kleift að bjóða úrval sem enginn annar bókaklúbbur getur státað af - á verði sem hvergi er sambærilegt. Ennfrem- ur nýtur Veröld aðstoðar bókmennta- fræðinga og annarra er hafa mikla þekkingu og góðan smekk á bókum og listum. Við munum ávallt bjóða svo fjölbreytt úrval að hver fjölskyldumeð- limur finni eitthvað við sitt hæfi - því Veröld er bókaklúbbur allrar fjölskyld- unnar. Fréttablað Veraldar „Okkar á milli" mun framvegis koma út reglulega einu sinni í mánuði, fullt af athygl- isverðum tilboðum. Eins og félögum er Ijóst af þessu fýrsta tölublaði bjóðum við annað og meira en íslenskir bókaklúbbar hafa gert til þessa. Fjöldi aðila vinnur að sér- stökum verkum fýrir Veraldarfélaga, höfundar, myndlistarmenn, nytjalista- menn og margir aðrir. Við munum skipuleggja ferðir til útlanda í tengsl- um við útgáfu einstakra bóka og ennfremur bjóðast Veraldarfélögum einstakar Útsýnarferðir á vildarkjörum. Við munum skipuleggja ferðir á skemmtanir og listasöfn, í leikhús og á tónleika - ferðir sem Veraidarfélagar einir fá að njóta. Fjölmargar bækur eru komnar í framleiðslu og eiga margar þeirra ef laust eftir að koma á óvart. Við munum brydda upp á mörgu sem félagar okkar munu njóta góðs af. Við teljum sjálfsagt að félagar hafi sem oftast samband við okkur og skýri frá hverju þeir helst hafi áhuga á og hvað megi til betri vegar færa, því sameigin- lega gerum við Veröld að bókaklúbbi allrar fjölskyldunnar. Með bestu kveðju, Jón Karlsson framkvæmdastjóri / \ /

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.